Alþýðublaðið - 19.03.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 19.03.1966, Side 8
HeiBursgesfir blaðamanna á pressubatJinu: DÚNSKU FORSÆTISRABHERRAHJONIN Frú Helle Kirkner Kragr með börnin: Jens Christian Stefan og Astrid Helene. _) DANSKI forsætisráðherrann Jens Otto Krag er 51 árs að aldri, fæddur 15. septémber 1914 Hann hefur verið forsætisráð- herra síðan í september 1962. Hann hefur mikla reynslu bæði í innanríkismálefnum og atþjóða málum og á langan stjórnmálafer- il að baki. Áður en hann varð forsætisráðherra hafði hann set ið í fimm ráðuneytum, en eins og kunnugt er tók hann við af Viggo Kampmann, sem vék vegna heilsu brests. Jens Ottó Krag er sá meðlimur ríkisstjórnar Danmerkur, sem hefur sinnt störfum ráðherra lengstan starfsaldur, þar sem hann hefur verið meðlimur ríkis stjórnarinnar nær stöðugt frá ár inu 1947, þegar hann var skip- aður verzlunar-, iðnaðar-, og sjáv arútvegsmálaráðherra í stjórn Hans Hedtoft, aðeins 33 ára að aldri. Skipun þessa unga stjórnmála manns í stöðu ráðherra vakti þá mikla athygli, ekki sízt vegna þess, að á eftirstríðsárunum var mikill vöruskortur og haftatíma 'bil í Danmörku, allt var skammt að og; erfiðleikar með krónuna, en þetlta allt heyrði undir ráðu- neyti íens Otto Krag. En hann kom fikki reynslulaus tii starfs- ins, b?r sem hann hafði kynnt sén séístaklega vandamál ptvi-nnu lífsins .og eftir að hann tók verk fræðipróf árið 1940 starfaði hann á stjórnarskrifstofunum, sem sáu um vöruútlilutun á haftatimabil- inu. Áður en Jens Otto Krag varð meðlimur í ríkisstjórninni, hafði hann jafnframt verið for maður í atvinnumálanefnd verka lýðshreyfingarinnar, og hann átti mikinn þátt í að móta efna- hagjshánu jafnaðarmannafioíkks ins eftir styrjöldina, en Jens Otto Krag gekk í flokk ungra jafnaðarmanna 16 ára að aldri. iÞ í’ar minnihlutastjórn jafn- aðarmanna undir forystu Hans Hedtoft varð að víkja árið 1950 fyrir annarri ntfnnitilutastjóitn, sem borgarafiokkarnir stofnuðu saman, fékk Jens Otto Krag lausn frá þingstörfum og flutt ist .til Washington, þar sém hann starfaði við danska sendi- ráðið sem . efnahagslegur ráðu- nautur og hafði sérstaklega með að gera allt sem við kom Mars- hallhjálpinni. Þegar Hedtoft myndaði aftur stjórn árið 1953 var Jens Otto Krag gerður að ráðherra án stjórnardeildar. Sama ár var hann svo skipaður atvjnnu- og efnahagsmálaráðherra. Þeirri stöðu gegndi hann á'fram eftir að Hans Hedtoft lézt og einnig eftir að H. C. Hansen myndaði stjórn árið 1955, þang að til hann var skipaður ráð- bnrra utanríkisviðskipta árið 1957, en það var ' nýtt ráðherra embætti í dönsku stjórninni, stofnað aðallega til að létta á störfum H. C. Hansens, sem þá var bæði forsætis- og utanríkis- ráðherra. Danmörk var þá eínn ig að ganga í hin nýju evrópsku markaðsbandalög- og skapaði það ýmis vandamál. Nokkrum mánuð um áður en H. C. Hansen lézt var Jens Otto Krag skipaður ut amr3k}sráðhejjra. Það var áirið 1958. Skipun hans í stöðuna öðlað- ist almenna viðurkenningu. ekki sízt vegna þess að ráðherrann var kunnur um allan heim fyrir skerf sinn til umræðnanna um markaðs bandalögin, þar sem fram kom vilji hans um stuðning við tengsl friverzlunarsvæðisins og Rómar- sambandsins. Núverandi stjórn Jens Otto Krag er minnihlutastjórn mynd uð eftir þingkosningarnar 22. september 1964 og í henni eiga sæti 18 ráðherrar jafnaðarmanna fiokksins- Eiginkona Jens Otto Krag er hin þekkta leikkona Helle Virkn- er Krag. Hún er fædd í Árósum í Danmörku, stundaði nám við ieikskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn árið 1944— 1946 og tók þaðan próf. Helle Virkner Krag hefur leikið ótal hlutverk bæði í kvikmyndum og á leiksviði. Hún starfaði sem leikkona við Konungl’ega leikhús ið til 1951, en hefur siðan ieik ið við ýmis leikhús í Kaúpmanna Böfn. Af hlutverkum, serri hún hefur leikið má nefna: Eleonora í Páskum; Sonja í Vanja frændi, Framhald a 15. síðu. Jens Otto Krag, forsætisráð herra, á einkaskrifstofu sinni. Krag og frú á Kastrupflugve 3 19. marz 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.