Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 4
i[UKMI£D Rttoyórir: Gylfl Gröndil (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RltstíómirtuU- trúl: Elöur GuBnason. — Slmar: 14900-14903 — Auglýilngaaíml: 14906. ASsetur AlþýBuhúelO vlB Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmlBJa AlþýBu blaOdna. — Aakrlftargjald kr. 95.00 — I lauaasölu kr. 5.00 elntaklO. Ctgefandl AlþýOuflokkurlnfl. Matvæli eða skeppufóður? ÍSLENDINGAR eru taldir menningarþjóð og trúa 'sjálfir, að svo sé. Þó kemur fyrir, að glöggir menn ‘físa á fætur og segja þjóðinni, að á ýmsum sviðum nútíma menningarlífs skorti mikið á, að ástand sé viðunandi eða í samræmi við kröfur tímans. í síðasta hefti Tímarits Verkfræðingafélags ís- lands birtist hugleiðing um íslenzkan matvælaiðnað eftir Þórhall Halldórsson mjólkurefnafræðing. Bend ir Þórhallur á, að hreinlæti og samvizkusömum vinnubrögðum sé stórlega ábótavant hér á landi, Og verði þjóðin ekki aðeins fyrir stórfelldu fjár- ‘hagstjóni vegna lélegrar og hættulegrar meðferðar imatvæla, heldur sé sýkingar- og eitrunarhætta mik dl og útflutningsatvinnuvegir í stöðugri hættu. Þórhallur segir í grein sinni, að nokkur slátur- hús og frystihús séu langt fyrir neðan þær lág- markskröfur, sem gera verði til matvælaframleiðslu- staða. Nefnir hann mörg dæmi þess, hvernig léleg aðstaða og ill meðferð vörunnar /valda tjóni og skapa hættur, sem ekki eiga að iveria fyrir hendi. Um þessar mundir Iiggur fyrir Alþingi frum- varp, sem mælir fyrir um strangari kröfur á hendur sláturhúsum en hingað til hafa verið gerðar. í sam handi við það mál komu fram ýmsar upplýsingar, sem án efa lcoma íslendingum sjálfum á óvart. Sem dæmi má nefna, að Bandaríkjmenn sendu eftirlits- tnenn hingað til að líta á sláturhúsin. Úrskurðúr þeirra var á þá lund, að þeir kaupa ekki einn skrokk af kjöti frá íslendingum. Þá er vitað að einungis pr flutt út kjöt frá nokkrum beztu sláturhúsanna, en iandsmemi fá sjálfir kjöt frá öllum hinum. Meira en lielmingur allra sláturhúsa hefur fengið imdanþág- lir til starfsemi ár eftir ár, enda þótt vinnuaðstaða sé fyrir neðan það lágmark, sem krafizt er. minister Íl1 Mest selda japanska myndavélin! Hún er með innbyggðum cadium ljósmæli, fjarlægðarmæli, og hraðastilli fró 1 sek. til 1/500. YASHICA MINESTER D er myndavél, sem hægt er að treysta. Víð höfum margra óra reynslu af vélinni og tökum fulla óbyrgð ó henni. — Biðjið um skýringarblað. TVÆR GERÐIR me® *'nsu ' 3.665.00 með linsu f. 1,7 KR. 4.378.00 leðurtaska fylgir bóðum. SIMI BANKASTRÆTI 20313 4 Ekki mmi ofsagt, að sumar greinar fiskvinnslu tefli á tæpasta vað hvað vörugæði snertir, þar sem mikið skortir á þrifnað og góða meðferð vörunnar. Er þetta stórhættulegt, því eitt alvarlegt hneyksli varðandi íslenzkan fisk gæti spillt stórkostlega fyr- ir öllum útflutningi héðan. Óþrifnaður og sóðaskapur eru víðar hér á landi en í slátur- <og fiskvinnsluhúsum. „Séu heimsótt bak rými verzlana, veitingastaða og matvælaframieiðslu staða hér á landi“, segir Þórhallur Halldórsson, .,,verður manni stundúm á að hugsa, hvort verið sé að vinna við matvæli eða skepnufóður.“ Hugvekja Þórhalls var tímabær og þyrfti að ná eyrum fleiri manna en verkfræðinga. Hann hendir á stóralvarlegt þjóðarmein, sem gera verður mikið átak til að lækna. Of mikið er í húfi til að menn tnegi láta sem þeir sjái ekki þetta hvimleiða mál. Útnesjakarl skrifar um Keflavíkursjónvarp ÚTNESJAKARL SKRIFAR: „Við faöfum lengi átt mörg sam ciginlegr áhugatmál. Auk ^tjórli- málaskoðana hafa t.d. bindindis- mál, vernd til handa þeim veikari, menningarmái og öll mannréttinda mái verið okkur hugstæð. NÝLEGA BREGBUR svo við að þú tekur, kröftuglega að vanda, und ir efni bréfs, sem þér hafði bor izt um Keflavíkurveginn. Og þar sem sjáanlega gætir hættulegs mis skilnings, sendi ég þér þessar lín ur. Það er mjög mikill misskiln ingur, sem fram kemur i umrædd um pistli, að Suðurnesjamenn hafi sætt sig við vegaskattinn. Enginn Suðurnesjamaður greiðir hann með glöðu geði, og liggja þar marg ar ástæður til, mismunandi veiga miklar og vil ég nefna nokkrar þeirra. í áratugi höfum við orðið að aka um „Ódáðahraun ísl. þjóð vega*‘ — versta þjóðveg á land inu. Hann var svo slæmur að fækka varð lögboðnum sérleýfis ferðum — stundum hótað að hætta þeim alveg. Aðrir fóru þá ekki úm veginn nema í ítrustu neyð. Á þeim tíma töldum við okkur eiga rétt á jafngóðum vegi og aðrir landsmenn höfðu, enda greiddum við þá jafnt og aðrir skatta og önnur gjöld til viðhalds og ný Framliald á 10. síðu. 4 14. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.