Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 6
GLUGGINN Jón Finnsson hrl. Lögfræðiskrifstofa Sölvhólsgata 4. (Sambandshúsið) Símar: 23338 og 12343 Eyjólfur K. Sigurjónsson, I igsiltur endurskoðandi. Flókagötu 65. — Sími 17903. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málaflutningsskrifstofa Oðinsgötu 4 — Sími 11043. Guðjón Sfyrkársson, hæstaréttarlögmaður. Málaflutningsskrifstnfa. Hafnarstræti 22. simi 18354, SERVIETTU- PRENTUN SIMI 32-101. Bjlirn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður Lögfræðiskrifstofa. Sambandshúsinu 3. hæð. Símar: 12343 og 23338. Fékk skyggnigáfu v/ð heilaskurð í tilkynningu frá London kom enn fremur fram að Rampa hefur í fyrri bók „Þriðja augað“ skýrt frá því að hann hafi fengið skyggnigáfu við heilaskurð, sem á honum var framkvæmdur j Tí bet, en þó sjáist engin merki skurð arins á höfði hans. . . Bókin Þriðja augað kom út á ensku árið 1955. í formála segir rithöfundurinn frá því að hann sé fæddur í Tíbet og hafi menntast til að verða lama, og hann lætur lesandanum eftir að dæma um hversu miklu hann trúi af því, sem í bókinni stendur, en hann heldur því fram að það sé allt sannleikur. Nokkr Framhald á 10. síðu. Æði grípur um sig líka meðal villidýra SAMKVÆMT upplýsingum AI þjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) hefur alvarlegur far aldur gripið um sig meðal villi dýra í Evrópu, Asíu og Róm- önsku Ameríku. Er þar um að ræða æði, og hefur slíkur farald ur ekki komið upp í 100 ár. í Evrópu er það fyrst og fremst refurinn sem er smitberi. Af 2660 villtum dýrum, sem náðust í Evrópu með æði á árinu 1963, voru ekki færri en 2071 refur. Það eru einkum átta tegundir villidýra sem eru næmar fyrir sjúkdóminum: refurinn, sjakalinn, úlfurinn, sléttuúlfurinn, skunk- urinn, mungódýrið, vislan og leðurblakan. Eina leiðin til að hafa hemil á faraldrinum er að fækka villidýrategundum sem eru næmar fyrir honum. Gagn stætt þeirri almennu skoðun að æði sé hitabeltissjúkdómur, upp lýsir WHO að það komi oft upp meðal hunda og refa á heim- skautasvæðunum. Árið 1963 var t.d. sagt frá hundi á Austur- Græniandi sem hafði verið bit- inn af óðu villidýri. Árið 1963 fengu 726 húsdýr í Evrópu sjúkdóminn. í Danmörku kom á sama ári upp æði hjá 8 refum, 3 köttum og 2 dádýr um nálægt þýzku landamærun- um. Þetta leiddi til þess að 18. 000 hundar voru bólusettir. Ref um og greifingjum var útrýmt með gasi, og heitið var verð- launum fyrir villidýradráp á um ræddu svæði. HELMINGUR YNGRIEN 21 ARS HVAÐ verður um börnin i Asíu? •Helmingur þeirra 1500 milljón manna sem byggja Asíu er und ir 21 árs aldri. HVernig bezt megi fullnægja þörfum þessara milljóna barna og unglinga, var rætt *»• ráðstefnu sem nýiega var haldin í Bangkok. 'Hana sat mikill fjöldí full- trúa ýmissa stofnana hvaðanæva úr' heiminum (Sameinuðu Þjóð irnar og sex af sérstofrunum þedkúa, Rauði kros/sinn, skáta- hreyfingin, líknarstofnanir o.s. frv.) ásamt fulltrúum 24 Asíu- landa Meðal umræðuefna voru mannfjölgunarvandamálin, tak- mörkiin barneigna, næringar- lefniaskartur, smábarnagæzla og meimtun barna og unglinga. Frumkvæði að ráðstefnunni táttu Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Asíu (ECAFE) og Barnahjálptn (UNIOEiF). í um- ræðurtum •kom það m.a fram, að rannsókn hefði leitt < ljós, að sá hluti íbúa hvers lands sem tæki jákvæða afstöðu til tak- mörkunar barneigna næmi frá 65 af hundraði í Tyrklandi upp í 90 af hundraði á Taiwan (For mósu). í flestum Asiuíöndum tvöfaldast íbúatalan nú á 25 árum. Fulltrúi Bamahjálparinn- ar sagði, að stofnunin mundi taka til athugunar spurninguna um hjálp við lönd, sem hafa þörf á takmörkun barne’gna á ráðstefnu í Addis Abeba í mai. Enda þótt menntun miði á- fram í Asíu, eru enn mörg vanda mál óleyst. Ungt fólk, sem orð ið er of gamalt til að setjast á skólabekk, verður að fá tæki færi til að læra að lesa. í öllum löndum Asíu er þörf i meiri kennslubókaútgáfu. Stuðla verð ur að aukinni sérmenntun. Fulltrúi írans skýrði frá því, að um 10.000 stúdentar væru nú starfandi í kénnsluhópum sem settir hafa verið á laggimar til að vinna bug á ólæsi úti á landsbyggðinni. Hefur þesd starf semi mieðal annars lettt * til þess, að á síðustu tveimur ár- um hafa verið reistir fleiri skól- ar en á undangengmim 50 -ár- um, sagði hann. □ Nýrri 300 lesta skonnortu var nýlega gefið nafn í Hull. Hún fékk nafnið „Sir Winston Churc- hilT', og við nafgiftina var notuð flaska af eftirlætis kampavininu hans Churchill. Tilgangurinn með byggingu skonnortunnar, er að vera skólaskip og tekur hún 36 drengi. Viljurn rtíðoi mann til að annast innkaup og stjórn verzlunar úti á landi. Starfinu fylgir gott húsnæði, leigufrítt. Vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða og upplýsinga til. Starfsmannahalds SÍS. Hjúkrunarkonu vantar nú þegar að Sjúkrahúsinu á Húsavík. Ennfremur yfirhjúkrunarkonu frá 1. júli n.k. Upplýsingar gefa yfirhjúkrunarkonan og s j úkrahúslæknir. Yfirkjörstjórn við borgarstjómarkosningar í Reykjavík, er fram eiga að fara 22. maí 1966, skipa: Torfi Hjartarson, tollstjóri, oddviti Einar B. Guðmund'sson, hæstaréttar- lögmaður, varaoddviti Þorvaldur Þórarinsson, hæstaréttar- lögmaður, ritari. Framboðslistum ber að skila til oddvita yf- irkjörstjórnar eigi síðar en miðvikudaginn 20. apríl n.k. Reykjavík. 12. apríl 1966. Borgarstjórinn í Reykjavík. 13. landsþing Slysavarnafélags íslands verður sett í slysavarnahúsinu f Reykjavík fimmtudag- inn 28 þ.m. og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 2 e.h. Féiagsdeildir sem ekki hafa þegar sent kjörbréf fulltrúa slnna eru beðnar að gera það sem fýrst. Félagsstjómin. STÚLKA vön vélritun óskast til starfa á skrifstofu vorri Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7. £ 14. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.