Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 9
inj er þar allt fullt af sumargest-
u|i.
:Frú Nancy Myklebost talar ís-
lenzku mjög vel, þó að hún hafi
aðeins dvalið hér síðan í ágúst
og um það segir hún:
— Þegar ég fékk að vita í jan-
úar í fyrra, að við yrðum að fara
utan, var ég mjög fegin, þegar ég
vissi, að við áttum að fara til ís-
lands. Ég hef alltaf heldur viljað
fara norður yíir en suður! Ég
fór strax með krakkana í ,,Stud-
entenes Friundervisning” (alls
konar námskeið fyrir fullorðna í
sambandi við háskólann), þar sem
íslenzka var kennd í fyrsta sinn í
fyrra. Við vorum 14 Norðmenn í
bekknum, sú yngsta var dóttir
mín, 11 ára, og sú elzta var 72
ára kona. Ólafur Einarsson var
kennari, og mjög góður. Hann
slundar nám í sögu við háskól-
ann í Osló. Hann kom líka iieim
til okkar einu sinni í viku. Fyrstu
námsbækurnar okkar í íslenzku
voru: Litla gula hænan og Sæta-
brauðsdrengurinn, smábækur fyr-
ir barnaskóla — og í fyrstu var
námið afskaplega erfitt. Það er
erfitt fyrir Norðmenn að læra
íslenzku, sérstaklega fyrir okkur,
sem erum frá Osló og Austur-
landinu; mál okkar er líkara
dönsku og við höfum næstum eng-
ar beygingar. Ég var alveg að gef-
ast upp, en svo í marz lánaði
Ólafur mér kvæðabók eftir Stein
Steinarr, og ég varð svo hrifin
af því skáldi, að ég lærði kvæði
lvans utan bókar og vann heila
nótt að því að skilja þau. Við lás-
um líka sögu íslands og kafla úr
Lestrarbók Sigurðar Nordal, og
Ólafur sagði mér frá sögu þjóðar-
arinnar og bókmenntum hennar,
og ég hlakkaði þeim mun meira
til að koma> hingað. Það hefur
verið skemmtileg tilraun fyrir mig
að reyna að læra* íslenzku, mér
þykir ákaflega vænt um málið og
það opnaðist mér alveg nýtt svið
við það að geta lesið og skil-
ið málið ykkar.
— Og þú stundar háskólanám
í íslenzku? Ilyggur þú kannski
á próf?
— Já. Ég stunda nám í íslenzku
í háskólanum fyrir erlenda stúd-
enta. Haildór Halldórsson prófess-
or kennir okkur málfræði, Bjarni
Guðnason kennir Um bókmenntir
fyrri alda og Steingrímur J. Þor-
steinsson síðari alda. Ég er nú
farin að geta lesið allt mögulegt
núna, blöð og bækur, ég hef lesið
í Hávamálum, íslendingasögum,
Lilju, bækur Halldórs Laxness
hverja eftir aðra, og hann er mitt
eftirlætisskáld. Sérstaklega fannst
mér gaman að lesa um Ólaf
Kárason.
Kannski tek ég próf næsta
ár eða árið eftir, ef ég verð svo
lengi. Það er mikið að lesa fyrir
prófið og mikið, sem ég viidi lesa
hér.
— Farið þið ekki oft í leikhús
hér?
— Jú, og mér finnst leikhúsin
liérna ágæt, og mikið er það gam-
an að geta skilið flest, sem
sagt er. Ég hlusta líka mlkið á
útvarpið, og það er mjög gott að
læra málið með því móti.
— En börnin, hvernig gengur
þeim að tala íslenzkuna?
— Þeirh gengur ágætlega. Tone,
sem varð 12 ára á skírdag er í
Austurbæjarbarnaskólanum hjá
Stefáni Jónssyni, hefur eignazt
góða vini í • nágrenninu og sáma
er að segja um Terjé, sem er i
Hagaskólanum. Þeim gengur vel
að læra málið og líkar vel hér.
Þau hafa verið í vetur hjá Hedi
Guðmundsson úti á Álftanesi að
læra að sitja á hestbaki og þau
eru afskaplega hrifin af því, —
sitja á hestbaki eins og þau
hafi aldrei gert annað, en vilja
bara fara á stökki eftir vegunum.
Nú um páskana vorum við Nils
með, og það var alveg dásamlegt
að þeysa á litlum hesti meðfram
bláu hafinu og sjá hvít fjöllin í
fjarska og rauðu þökin á bæjun
um í sólskini. Bessastaði,
og Reykjavík, sem er svo fallega
staðsett.
— Og eruð þið ánægð með að
dvelja á íslandi?
— Já, sannarlega. Mér þykir
afar vænt um Reykjavík og allt,
sem ég hef séð af íslandi. Reykja-
vík er lítil borg og ég kann vel
við litlar boi-gir. Allra bezt kann
ég við gamla bæinn, þar sem við
búum, ég fer oft eftir gömlu göt-
unum til að skoða Reykjavík eins
og hún var áður, götunöfnin eru
svo skemmtileg og gömlu húsin.
Ég fer í búðirnar hér í nágrenn-
inu, og allir eru mjög vingjarn-
legir og tala alltaf íslenzku við
mig.
— Fóruð þið eitthvað að ferð-
ast um páskana?
— Já, já, við fórum upp í sveit,
og það var mjög gaman. Við skoð-
uðum Skálholt og margt fleira.
Bíllinn varð fastur í leðju og
vatni á mjóum fjallvegi. Við Terje
gengum þá niður að Laugarvatni
og skólastjóri menntaskólans þar,
Jóhann Hannesson, mjög elsku-
legur maður, kom okkur til að-
stoðar ásamt öðrum manni í Land-
Rover. Þá kynntumst við íslandi
í raun og veru, landslaginu, veg-
Framhald á 10. síðu.
Ný sending
af hollenzkum ; :
kápum og drðgtum !
Allar stærðir. ,
Bernhard Laxdal
KJÖRGARÐI.
ALLT aöeins úrvals vörur
GEYSIR H.F.
VESTURGÖTU 1.
Vinsælar fermingagjafir
VINDSÆNGUR
margar gerðir
PICNIC TÖSKUR
margar stærðir
GASSUÐUAHÖLD
alls konar
SVEFNPOKAR mjög vandaðir.
FERÐAFATNAÐUR, alls konar
og SPORTFATNAÐUR
í mjög fjölbreyttu úrvali.
TJÖLD alls konar
hvít og mislit
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. apríl 1966