Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 5
í HAMBORG starfar hjúskapar miðlun, sem er mjög nýstárleg og þess verð, að íslenzkir blaða- lesendur, einkum ólofaðir, fái af henni noklcur kynni. Stofnun þessi heitir Altmann og er sú stærsta sinnar tegundar í heim inum. Vikulega leita á náðir AÐEINS 15 prósent af viðskipta vinum vill láta birta myndir af sér, en XE 403,133 hefur ekk- ert á móti |>ví. —Hver þráir eins og ég ást og umhyggju og skilniugsrikt hjarta? Ég er 25 ára, grönn, brúnhærð, lagleg og tilbúin að gefa hjarta mitt hinum rétta. Ég hef lengi verið XD 600.881. Xietta segir uRga stúlkan, en Altmann lætur liana ekki af hendi við livern sem er Raf- eindaheilinn tekur ákvörðunina. ' hennar upp undir hálf milljón manna og kvenna í þeirri von að ráfeindaheilinn finni handa þeim hinn eina rétta ektamaka, en kjarni þessarar stofnunar cr merkilegur rafeindaheili, sem leiðir saman ólofaða menn !og konur, sem þess óska, allt eftir settum reglum. En guðinn Amor lætur ekki setja sig ókeypis á gatakort. Það kostar allt upp í 13000 krónur að láta leysa hjúskaparvandann á tæknilegan máta. Undirstaðan fyrir árangri raf- eindaheilans er spurningalisti með 130 spurningum, sem svara verður eftir beztu samvizku. Listi þessi er útbúinn af félagsfræð- ingum, s'álfræðingum og lækn- um, og menn sleppa ekki með venjulegar spurningar um aldur, útlit, heilsu o.s. frv., vétin vill einnig fá vitneskju um, hvort viðkomandi' hefur gaman af daðri svo dæmi sé nefnt. STRÁNGT EFTIRLIT. Sem stendur eru nú á skrá hjá Altmann um 17000 viðskipta vinir, sem bíða þess að ganga í það heilaga. Vikulega 'á þeir send um það bil 2500 makatil- boð, en án nafna, heimilisfangs eða myndar. Þess í stað fá þeir kort sem segir, að viðkomandi muni hæfa vel fyrir t. d. E X 403 133, en hvað snertir aldur, stöðu, skaps muni og táihugamál, þá verða menn að treysta hæfni rafeinda heilans. Óski viðskiptavinurinn hins veg ar nánari upplýsinga um E X 403,133, verður hann að senda sitt eigið skýrslukort með beztu kveðju frá X D 600,881. Þess er stranglega gætt, að enginn fari á bak við Altmann svona í upphafi. Gjaldmælirinni fer nefnilega stígandi eftir því, sem kynnin verða nánari, allt frá tilboði um bréfaskipti og upp í persónuleg kynni! ÚTILOKUNARAÐFERÐIN. Þegar rafeindaheilinn, sem gerir hver.ium viðskiptavini níu tilboð í einu, byrjar að vinna, gáir hann fyrst og fremst að því, hvort maður og kona séu úr samskonar umhverfi, hvort ald- ur, hæð, áhugamál og skapgerð falli saman. ■ UNGA STÚLKAN getur valið á milli þessara 10 manna, og sá fremsti á myndinni hæfir henni bezt, segir rafeindaheilinn. Það eru 40 atriði, sem að þessu snúa, en bjalla gefur þeg ar í 3tað stöðvunarmerki, ef strangtrúaður katólikki t. d. lendir á guðleysingja, ef kona, sem er 189 cm á hæð er við hæfi maiuis, sem er 160 cm á hæð, eða ef 16 ára stúlka kemst í snertingu við fimmtug an karlmann. Ef gatarenningarnir fara alla leiðina án stöðvunarmerkisins, eru plúsar og mínusar taldir, því að hið fullkomna ,,par“, sem passar algjörlega saman á all- an hátt, finnst aðeins einu sinni af hverjum 350. TÁNINGAIIJÓNABÖND. 'Helmingur þeirra viðskipta- vina, sem fá hjúskapartilboð frá rafeindaheilanum, giftast ein- hverju „tilboðinu". Sumir fá 50 mismunandi, áður en þeir hitta á það ré.ta, en aðrir slá til í fyrsta sinn? Unga fólkið er óþolinmóðara og gift- ir sig fljótt, en þeir eldri eru gætnari. 'Það kann að vekja undrun sumra, að meira en 1000 fáninga stúikur — með samþykki for- eldra sinna — hafa snúið sér iil Altmann-stofnunarinnar í leit að maka. Forstjórinn segir hins vegar: Foreldrarnir eru auðvitað hrædd ir um, að stúlkurnar. lendi í slag togi með allskonar mönnum og verði kannski ófrískar Þess vegna er það betra, að við finn um einhvern, sem hæfh’ þeim og þær með góðri samyizku geta gifzt, ef illa fer! ÚTFLUTNINGUR KVENNA. Eftir síðari heimsstyrjöldina •hefur tala kvenna í Þýzkalandi umfram karlmenn verið um það bil 280,000, og því hefur Alt- manri átt í nokkrum erfcðleikum með að mata rafeindaheilann sinn með jafn mörgum karl- og kvenkortum. Þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs, að fLytja út vel gefnar og dugleg- ar konur til handa útlendum karl mönnum. Eitt þúsund kvenna hefur verið sent til Svíþjóðar, þar sem konur eru allmiklu færri, einnig hafa karlmenn í Sviss, Ástralíu og Kanada náð sér í kvonfang frá Þýzkalandi fyrir milligöngu þessarar nýtízku legu hjúskapatverksmiðju í Ham þorg. Fyrirtækið er 10 ára gamalt, en ekki er nema eitt ár síðan það tók sjálfvirknina í þjónustu sína. Nú er unnið þar með vél- um, sem kosta um 4 mílljónir króna, einnig vinna þar 110 manns auk liins fræga rafeihda heila sem kostar hvorki meira né minna en 408 milljónir króna, en hann er leigður út tvisvar í viku: ,j*' ÁSTIN. Um starfsemina almennt seg- ir forstjórinn m.a.: Við leggjumí höfuðáherzlu á sömu undirstöðu; hneigðir hjá væntanlegum hjón- um Við trúum á hinn gamla málshátt, að hvað elski sér líkt. Rafeindaheilinn gerir aldrei til- lögu um að stúlka, sem er af æðstu stigum í þjóðfélaginu gift!' ist karlmanni af lægstu stigum.' Hámarks ,,hlaup“ á milii stétta eru þrjú stig upp eða niður. Það eru þrjár ástæður fyr- ir velgengni okkar: 1) Eftir því, sem sjálfvirknin eykst hittast menn og konur minna en áður á vinnustöðum. 2) 17 milljónir flóttamanna- hafa flúið hingað að1 austan, vinnuafl er sótt út fyrir landa- mærin. Við lifum í framandi umhverfi, og þótt við kynnumst nýju fólki, er erfitt að kynnast því nægilega náið. 3) Hvernig geta menn almennt vitað, með hverjum skal eyða ævinni. Við krefjumst mikils hvert af öðru og við höfum ara grúa tækifæra til að nota hin- ar auknu tómstundir. Við þurf um á hjálp að halda til að finna félaga, sem hæfir okkur og get ur tekið þátt í hinum margvís- legu áhugamálum okkar. Þá er aðeins einni spurnin'gu ósvarað: Hvað þá um sjálfa ástina? Framhald á 10. síðu. - 14. apríl 1966 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.