Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.04.1966, Blaðsíða 8
Rætt við Nancy Myklebost, sendiherrafrú Norömanrm hér á landi, sem lært hefur íslenzku á skömmum tíma 'i Á FJÓLUGÖTU 15 hér í borg ér heimili ambassadors Norð- manna hér á iandi. Á síðastliðnu ári kom hingað til lands núver- andi ambassador Noregs, Tor lílyklebost og fjölskylda hans Blaðamaður Alþýðublaðsins barði að dyrum í sendiráðinu ný lega í þeim tilgangi að fá að ræða við frú Nancy Myklebost, en við höfðum frétt, að hún hefði á ótrúlega skömmum tíma lært íslenzku mjög vel og hefði mik- inn áhuga á íslenzkum bókmennt- um. Og norska ambassadorsfrúin, sem er mjög aðlaðandi kona, tek- ur vel á móti gestum og býður til stofu. í stofunum eru húsgögn bæði í nýjum og gömlum stíl. í borðstofunni eru ákaflega falleg og sérkennileg borðstofuhúsgögn úr birki. í setustofu vekur athygli gömul blámáluð dragkista, og frúin segir okkur, að hún sé frá 1790. Forn rósamáluð kista með ár talinu 1793 stendur undir glugga stofunnar. — Það er sérkennilegt við þessa kistu, segir frú Myklebost, að inn- an í henni stendur nafn, sem líkist mjög íslenzkum nöfnum, en það er nafnið Sigri Nielsdóttir, sennilega hefur sú kona einhvern tíma átt hana. Og frú Myklebost bætir við: Við höfum með okkur hingað okkar eigin húgsögn, það er svo miklu heimilislegra. Allt, sem er hérna inni er okkar. Gömlu dragkistuna erfði ég' eftir guð- móður mína. Þetta málverk held ég mikið upp á, segir frúin, og bendir á málverk, sem virðist sýna ís- lenzkt landslag. — Þetta málverk jpálaði norsk kona, Agnes Hiorth; én mér finnst það minna mig svo mikið á ísland, fjallið og litirnir, þeir eru svo líkir litunum hérna á íslandi, sem eru svo fallegir. — Hvað hafið þið dvalizt lengi' á íslandi? •: — Maðurinn minn kom hingað' 1. apríl 1965, en ég kom hingáð' í ágúst með dóttur okkar, Tone,- sem er 12 ára. Terje, yngri son-'' urinn, kom hingað á undan okk- ur, í júlí og dvaldist fyrst í Hvammi í Skorradal. Eldri sonur- inn, Nils, stundar nám í Noregi og hefur komið hingað bæði í jólafríinu sínu og núna í páska- fríinu. •— Og þið komuð hingað frá Osló? — Já, við vorum átta ár heima ív' í Osló áður en við komum hing- að. Maðurinn minn var blaðá- fulltrúi í utanríkisráðuneytinú. Það var dálítið erfitt að flytja í nýtt land eftir svo langan tíma heima, og sérstaklega að skiljá’ elzta son okkar, Nils, eftir; hann er 18 ára og er í Menntaskólan- um í Osló. En ég var fegin að hafa getað búið svo lengi heima, að krakkarnir yrðu alveg norsk og festu rætur í jörð föðurlarids- ins. Það er sífellt vandamál diplomata, börnin verða rótlaus. En við höfum verið heppin, vor- um átta ár í Washington áður, og þar var líka gott að vera. — Þið hafið sem sagt verið heima í Noregi í átta ár, áður' en þið komuð hingað? — Já, við bjuggum í Osló. Hús- ið, sem við bjuggum í þar var byggt árið 1880. Það var með stórum sólsvölum og garði og vinir og vinkonur krakkanna söfnuðust að okkur. Þarna lifð- um við venjulegu heimilislífi, það voru alltaf margir krakkar hjá okkur |og kettir; við höfum alltaf átt k(|tti, við höfðum fjóra með okkur íhingað, svo það var alltaf líf og^fjör. Húsið var í gömlu fallegu um- hverfi vestur í bæ, nálægt Frögnérparken, það er skemmti- garður, þar sem krakkamir gátu stundaþ íþróttir allt árið. Tone fór í skíðaskóla, þegar hún var 4—5 ára gömul. Þarna eru skíða- brekkur og íshockey-vellir og stór skautabraut (Stadion), þar sem þau vóru öll á skautum á vetrar- kvöldum. Þar er líka stór sund- höll með fjórum „bassenger” eða laugum — og háum stökkpalli; allt í kring eru grasvellir. í maí og júní fóru börnin þangað beint úr skólauum og höfðu með sér nesti pg dvöldast þar allan dag- inn, og á góðviðrisdögum er garð- urinn troðfullur af börnum. — En hvað um skíðaferðir, þið iðkið þær mikið, Norðmenn? — Þ.að eru lifnaðarhættir Norð- manna að fara í skíðagöngur, og við erúm svo heppin í Osló, að við höfum stórt svæði fyrir norð- an bæinn, kallað Nordmarka, þar sem við getum rennt okkur allan íiðlangan daginn á skíðum á sér- stökum skíðastígum yfir skógi- vaxnar hæðir og fjallaása, og þar éru mörg vötn, bæði stór ög smá. Þarna eru einstakir litlir bæir og skíðaskálar, þar sem maður getur fengið sér kaffibolla. Þetta svæði, sem er um þrjú þúsund ferkíló- metrar að stærð, verður varðveitt, ekki byggtj. til þess að Oslóbúar getí notið þar gönguferða á sumr- in og skíðáferða á veturna. Á sunnudögum yfir vetrarmánuðina desember til apríl förum við mjög qft upp í Nordmarka, og það er ailtaf löng biðröð klukkutím- um saman til að komast í „trikk” (sporvagn), sem fer upp á Frogn- erseteren, — Oslóborg er alveg auð, — ungir og gamlir, sem vettlingi geta valdið, fara þangað; foreldrar fara með börn sín og oft sjást foreldrarnir draga ung- barn á eftir sér á sleða, meðan þau renna sér á skíðum. Þegar bezt er veður á sunnudögum er mjög þröngt á stígunum nærri bænum og alveg troðfullt í skíða- skálunum, en sé farið lengra norður er nóg pláss. Norska skíða- félagið (Foreningen til Ski-idrett- ens Fremme) hefur sett upp „stimplastaði” hjá öllum skálun- um, og það hefur orðið vinsælt hjá börnunum að fara með kort og láta stimpla á þau staðanöfn, svo að loknum vetrartímanum er reiknað lit, hversu langt þau hafa farið, og þau, sem hafa farið 500 km. fá gullmerki, 250 km. silfur- merki, og 100 km. bronzmerki. Strákarnir mínir voru alveg of- stækismenn í þessu; Nils fékk gullmerki fimm vetur hvern eftir annan og fór oft í hringferð um Nordmarka 80—100 km. á einum degi. Ég tók sjálf þátt í þessu og kláraði silfurmerki í þrjá vet- ur, þetta var gaman ! Á síðustu árum hefur verið settur . upp „stimplastaður” efst uppi á fjöll- um og á mörgum óþekktum stöð- um til þess að krakkarnir læri að átta sig og kanna ókunna stigu. — Hvernig njótið þið páskaleyf ' isiris i Norégi? — Um páskana fara Norðmenn hundrað þúsundum saman til fjalls i tíu daga dvöl í skíðaskál um og hótelum. Þetta er alnorskt fyrirbæri, árleg sóltilbeiðsluhátíð eftir Jangan vetur, og fátt annað er talað um vikum saman fyrir páska en hvor það verði sól og gott skíðafæri. 150 þúsund flýja Osló um pálmasunnudagshelgina í bíl um og lestum og koma aftur annan páskadag, og umferðarvandamálið er gífurlegt. Borgin er næstum mannlaus, og þeir sem eftir eru verða að kaupa sér mat brauð og allar nauðsynjar fyrir fimm daga því allar búðir eru lokaðar frá sldr degj til þriðjudags. Margir eiga skála í fjöllunum, aðrir leigja, og kostar það um 3000—5000 ísl. kr. fyrir góðan skála. Margir fara lika tit sumarbústaða sinna á strönd inni. Nú í ár hefur verið sól um land allt, dásamlegt veður og mik ill snjór „draumapáskar” eins og við segjum, og ég býst við að flest ir Oslóbúar líti út eins og blökku menn þessa viku. Fréttaritari Nor ka Dagbladet flaug yfir fjöllin á föstudaginn langa og sagði frá því, að það hlyti að hafa verið ein milljón Norðmanna á skíðum þann dag. fjöllin litu út eins og maura þúfa. — Eigið þið ekki líka sumar- hús í Noregi? — Jú, um Jónsmessuleytið fór ég með börnin og venjulega tvö eða þrjú í viðbót til sumár- húss okkar í Brekkestö, litlu fiskiþorpi nálægt Kristiansand í Suður-Noregi, þar sem við dvöld- um í 8 vikur — skólafríið er ekki lengra. —'Þetta er fallegíir staður, mörg lítij, gömul timbur- hús, sem standa þétt saman. Okkrir luis er mjög gamalt, ef til vill 300 ára. Utan við þorpið eru margar eyjar og sker, og við boðúm okkur í sjónum, róum og fisk uni og liggjum í sólinni allt suffi- arið. Á véturna búa ekki nérha 30 manns í Brekkestö, en á sumr- 3 14. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.