Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 8
Á einni af mörgum klettasyllum utan á bjarginu kemur fangarinn sér fyrir, reiðubúinn með háfinn. ohan Hentze kleif bjargið í síðasta sinn — FÆREYINGAR eiga þa0 sam- eiginlegt með Vestmannaeying- um, að þeir sækja fast sjóinn. Aðra atvinnugrein, eða eigum við að segja sambland atvinnu og í- þróttar, hafa þeir einnig sameig- inlega, og það er fuglatekjan. Og Færeyingar, ekki síður en Vestmannaeyingar, eiga sína „fuglakónga”, en hér verður lítil- lega sagt ,frá frægasta fuglafang- ara frænda okkar í Færeyjum, Johan Hentze frá Skuey. Fugla- björgin í Skuey eru einhver auð- ugustu sinnar tegundar í heim- inum. Með stuttu millibili sitja milljónir fugla á syllum og í klettasprungum í hinum snar- bröttu fjallahlíðum, sem rísa beint upp úr Atlantshafinu allt upp í 400 metra hæð. Það er ótrúlegt, að menn skuli geta verið á ferli á þessum slóð- um, enda hefur hin hefðbundna fuglatekja kostað líf margra Færeyinga. Vinna fuglafangar- anna er erfið og lífshættuleg. — hvort sem hann sígur í línu af bjargbrúninni eða klífur upp. Ef til vill er það fróbærri for- ystu Johans Hentzes að þakka, að enginn hefur hrapað I björg- um Skueyjar, enda er það regla hjá honum að tefla aldrei að ó- þörfu í neina tvísýnu. En oft hefur þó hurð skollið nærri hælum. Þegar hann fór í bjargið í síðasta sinn — til þess að kveðja það — munaði minnstu, að það yrði hans síðasta ferð í öðrum skilningi. UPP Á LÍF OG DAUÐA. Það voru nokkrir af reyndustu fuglaföngurum eyjarinnar, sem klifu upp frá hafinu. Johan var í broddi fylkingar og áfram mjökuðust þeir fet fyrir fet. Þeir þurftu oft að nota háfinn til þess að festa línuna í króka, sem kom- ið hafði verið fyrir í bjarginu. Johan hefur sig lengra upp eftir klettaveggnum, en eitt einasta víxlspor getur haft dauðann í för með sér. En þeir eru kunnugir á þessum slóðum, og brátt hafa þeir komið sér vel fyrir á kletta- syllu og veiðin hefst af fullum krafti. Stormur skall á um daginn, og báturinn, sem ótti að sækja þá, gat ekki komið — straumar og brim hefðu molað hann sundur upp við lclettavegginn. Það var aðeins ein leið til undankomu — og hún lá upp bjargið. Sá, sem misst hefur fótanna, átti dauðann einn vísan. Á einum stað varð að krækja fyrir stóra syllu, sem skag- aði fram úr klettaveggnum, og þar var enga fótfestu að fá, að eins naumast sjáanlegar misfellur til að læsa fingrunum í. Menn- irnir héngu þétt upp við kletta- vegginn, og með því að beita öll- um kröftum sínum og reynslu mjökuðust þeir sentimetra eftir sentimetra nær brúninni — og lífinu. SUNGU SÁLMA AÐ BJÖRGUN LOKINNI. Fremstur í hópnum var allan tím- ann Johan Hentze, þótt kominn væri á sjötugs aldur. Hann varð að fii|na björgunarleiðina fyrir þá allá. Gæti hann það ekki var úti unj þá alla. En Johan Hentze tókst það og gat fest taugina, sem hinir hófu sig síðan upp eftir. Þeir voru nú komnir svo hátt upp, að þeir gátu náð í taug, sem var látin síga Þegar ofan af fjallinu, og einn af öðrum voru þeir dregnir upp, þar til öllum hafði verið bjargað í þetta sinn. Þá byrjar einn að syngja og allir taka undir og syngja hinn hefðbundna þakkarsálm, sem oít liefur ómað hér úti í Atlantshaf- inu — af vörum fuglafangara, sem snúa heim úr björgunum og fiskimanna, sem koma heim úr róðri. Aðspurður um hvað hann hafi hugsað, segir Johan: — Það er til éinskis að hugsa við svona að- stæður. Það verður að hrinda frá sér öllum þönkum og vinna. 8 00 LANGVÍUR Á EINUM DEGI. Það er á hinum litlu klettasyllum, sem í'uglafangarinn kemur sér fyrir, reiðubúinn að beita háfn- um. Hann lætur hann síga og um leið og fuglinn kemur inn i seil- ingsfjarlægð, sveiflar liann honum eldsnöggt upp á við og veiðir fugl- inn i pokann. Það krefst krafts og nákvæmni að góma fuglinn þannig á flugi, en það kemur sjaldan fyrir að vönum fangara mistakist. Að sitja svona á klettasyllu milli himins og liafs, þar sem minnsta vanhugsuð hreyfing hef- ur dauðann í för með sér, er að eins á færi útvaldra. Aðeins beztu menn, með stáltaugar, mikla líkamskrafta og andlegt jafnvægi, geta hér nokkru áorkað. Á aðeins einum degi hefur Johan Hentze veitt 800 langvíur, sem er einstætt afrek og enginn hefur leikið eftir honum. Fyrir hvern einasta ' fugl þarf að sveiíla háfnum upp, taka bráð- ina úr honum og drepa fuglinn með einu snöggu liandtaki. Fugl- arnir hrúgast upp umhverfis veiðimanninn, sem bindur þá saman og sendir þá upp í taug eða kastar þeim niður í bótinn sem bíður. BUNDNIR FASTIR í KLETTASYLLUM. Þegar eggjatekjan er í algleym- ingi, sem er í byrjun júní. safna fangararnir á Skuey um það bil 20 000 eggjum. Þeir síga niður í línu og hafast oft við í björg- unum í vikutíma í senn. Á næt- urnar binda þeir sig fasta, svo að þeir hrapi ekki fram af kletta- syllunum, ef þeir bylta sér í svefninum. í dag telst fuglatekjan til í- þróttar eða dægrastyttingar, en áður fyrr var hún atvinnuvegur og sérlega mikilvægur, þegar Milljónir fugla sitja á syllum og í sprungum í fjallahlíðunum. 16. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.