Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 14
Formaður Iðnsýningarnefndar, Bjarni Björnsson, afhendir Kristínu Þorkelsdóttur verðlauuin. MERKIIÐNSÝNINGARINNAR 1966 Sýningarnefnd Iðnsýningarinnar 1966, sem haldin verður í septem fcer í Sýningar- og íþróttahöllinni í Reykjavík, ákvað að efna til sam keppni um hugmynd að merki sýn ingarinnar og var það auglýst þann Merki Iðnsýningarinnar 1966 6. marz sl. í skilmálum keppninnar var sagt, að merkið yrði notað sem tákn sýningarinnar og það þyrfti að vera unnt að gera af því prjón merki. Frestur til að skila hug- myndum rann út 20. marz. 14 aðilar tóku þátt í samkeppn inni og skiluðu þeir alls 26 úr- lausnum. Ein verðlaun voru veitt, að upp hæð 10 þúsund krónur, og hlaut þau frú Kristín Þorkselsdóttir, teiknari, Lindarhvammi 13 Kópa- vogi. Dómnefnd skipuðu sýningar- nefndin og fulltrúi tilnefndur af Félagi íslenzkra teiknara. Fulltrúi F.Í.T. var tilnefndur Ástmar Ólafsson, en í sýningar- nefnd eiga sæti Bjarni Björnsson, formaður, Björgvin Frederiksen, Davíð Sch. Thorsteinsson og Þórir Jónsson. Landshöfn Framhald af 2. síðu Byggingarkostnaður pr. 1. des ember 1965 var sem hér segir: Greitt Efrafalli kr. 48 494 383.29 Kostn vitam.st. kr. 3 482 510,83 samt. 51 976 894.12 Til frádráttar selt efni 1 999 855.00 Samt kr. 49 977 039,12 Enn eru mikii verkefni óleyst við hafnarframkvæmdir í Þorláks höfn og kostnaður við þær skipt ir tugum milljóna króna. Að ljúka þeim áfanga, er boðinn var út 1961 telur vitamálastjóri kosta um 30 millj. kr. miðað við verðlag í dag. Af öllu þessu virðist ljóst, að byggingarmál þorlákshafnar verða ekki leyst nemn fyrir atbeina og beina forgöngu ríkisvaldsins. Það hefur því þótt rátt að leggja 'til að Þorlálkshö^n Verði gerð landshöfn og er það tilgangur frumvarps þessa. Karlakór p'ramhald af 1. síðu farþegana, svo að þeir geti séð það markverðasta og skemmtileg asta í hverju landi, og allt er gert til að gera ferðina sem eftirminni legasta. Farmiðarnir kosta frá 19 til 30 þúsund krónur, og ferða- löngunum til hagræðis hefur verið samið um að um borð í skipinu verði verzlað fyrir íslenzka pen- inga, til þess að menn þurfi ekki að eyða þar gjaldeyri sínum. Og þá ber að lokum að geta þess að Karlakór Reykjavíkur heldur sína árlegu tónleika fyrir styrktarfé- laga 25, 26. 27. 28. og 30. apríl Stjórnandi verður Páll P. Pálsson, einsöngvarar Guðmundur Jónsson, Svala Nielsen og Friðbjöm G. Jónsson og undirleikari Guðrún Kristinsdóttir. Kórinn á fjörutíu ára afmæli á þessu ári, og verður í því tilefni gefið út 200 síðna afmælisrit með miklu af myndum úr sögu kórsins. Bóluefni Kramhald af 1. síðu. landbúnaðarráðuneytið í Washing- ton að það hefði fundið upp ódýra og auðvelda aðferð til að hreinsa korn af Strontium 90. Kornið er þvegið í mjög veikri sýruupp- lausn síað og þurrkað. Sagt er, að gæði kornsins spillist ekki við þessa aðferð. Barnaleiktæki ★ íþróttatæki Vélaverkstæði Bernliarðs Ilannessonar Suðurlandsbraut 12. Sími 35810. Frumvarp Farmhald af síðu 1. á verðlagningu búvörunnar og skil ar um það séráliti. Meðal þeirra breytinga frá því fyrirkomulagi, sem áður gilti í þessum efnum eru þe-sar helztar. ★ Við ákvörðun verðgrundvallar ins skal ekki taka tillit til afla hlutar sjómanna eða ákvæðisvinnu taxta verkamanna og iðnaðar- manna. ★ Heimilað er að greiða bænd um mismunandi hátt verð eftir árstíðum. Er þá reiknað með heim ild til að greiða lægra mjólkurverð á sumrin þegar fram leiðslan er sem mest, því fé verði varið til aukinna útflutningsbóta og til að örva framleiðslu vara, sem væru hagkvæmari fyrir bændastéttina og landbúnaðinn í heild. ★ Breytingar eru gerðar til að tryggja sexmanna nefnd verði starfhæf. þótt ekki tilnefndir all ir sem eiga rétt, menn í hana, og afnumig en „neitunarvald" í sex mannanefnd og nægir nú einfald ur meirihluti þar. ★ Breytt er um fvrirkomulag yfir nefndar. í stað Hagstofustióra sem áður var oddamaður. er gert ráð fvrir að nefndin í heild tilnefni oddamann, en Hæstiréttur geri það ef samkomulag næst ekki í nefnd inni. ★ Gert er ráð fyrir. að verðlags grundvöllurinn sem ákveðinn verð ur haustið 1967 gildi í 2 ár og verði svo þar eftir. ★ Heimilað er að taka verðjöfn unargjald af fleiri vörutegundum, en áður hefur verið heimilt. Frumvarpinu fvlgia tillögur og greinargerðir frá Sæmundi Ólafs svni fulltrúa nevtenda í nefnd inni, þar sem hann meðal annars leggur áherzln á að viðmiðun verð lagsgrundvallarins eigi að vera kauptaxtar Viðmiðúnarstéttann'a, en ekki breytilegar árstekjur beirra vegna lengri eða styttri vinnutíma vegna ákvæðisvinnu einstakra manna í úrtakinu, sem notað hefur verið eða vegna mis mundandi góðs siávarafla. Sæmundur gerði og tillögur um að útflutningsuopbætur fyrir hverja sérgreinda vörutegund skuli aldrei verða meiri en 100% og þær bætur sem nú eru yfir 100 % skuli lækka í fimm jöfnum á föngum fram til ársins 1971 nið ur í 100% og að verðlagsráð 1966 —67 skuli hámarksskuldbinding i’íkissjóðs vegna útflutningsbóta vera 200 milliónir króna en siðan lækka sjö næstu verðlagsár um 20 milljónir króna á ári hvert ár, útvarpið Laugardagur 16. apríl 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 81.00 Óskalög sjúklinga Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir iögin. 14.30 í vikulokin, þáttur undk- stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00 Veðurfregnir — Umferðarm'ál. 16.05 Þetta vil ég heyra Jakob R. Möller stud. jur. velur sér hljóm plötur. 57.00 Fréttir. Á nótum æskunnar Jón Þór Hannesson og Pétur Steingrímsson kynna létt lög. 17.35 Tómstunda'þáttur barna og unglinga Jón Pálsson flytur. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Tamar og Tóta“ eftir Berit Brænne Sigurður Gunnarsson kennari les eigin þýðingu (9). 18.35 Söngvar í léttum tón. X>OOOOOO000O00000<XXXXXX> 18.45 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20.00 Einsönigur: Richard Tucker syngur aríur úr óperum eftir Verdi. 20.20 Leikrit: „Mannskemmdaskólinn“, gamanleik ur eftir R. B. Sheridan Þýðandi: Árni Guðnason. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Fyrri hluti. Persónur og leikendur: Sir Peter Teazle Valur Gislason Lady Teazle, kona hans Herdís Þorvaldsd. Joseph Surfaee Helgi Skúlason Charles Surface, bróðir hans Gunnar Eyj. Sir Oliver Surface Þorsteiim Ö. Stephens. Lady Sneerwell, ekkja Inga Þórðardóttir María Sir Benjamin Backite Careless Snake Crabtree Rowley Frú Candoure 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Kristín Anna Þórarinsdóttir Rúrik Haraldsson Róbert Arnfinnsson Gísli Alfreðsson Lárus Pálsson Gestur Pálsson Guðbjörg Þorbjarnardóttir ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOO -OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOC KuSks í sunnndagsblaðinu, sem út kemur um þessa helgi, birtist fyrsti hluti sögu eftir Abram Tertz, sem réttu nafni heitir Sina- javski, en liann er annar sovétrithöfundanna tveggja sem dæmd- ir voru til langrar fangelsismstar í byrjun þessa árs. Sagan nefn- ist Grýlukertið, og mun birtast í fimm blöðum. Auk þess birtist í blaðinu fyrri hluti greinar um Páskaupp• reisnina i Dyflinni, en um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá því að hún átti sér stað. Guðmundur Guðni Guðmundsson skrifar um Bjarna Bárðarson frá Hóli, bolvískan sævíking, sem þrisvar sinnvm bjargaði mönnum úr hinum mesta háska, og Hannes Jónsson ritar um námsferðalag til Suðurlands árið 1908. Þá er ennftemur í blaðinu krossgáta og gamanefni. IVMMMMMMMMMMVMMVMVMMVVMVMMVMMMMMVVMVVVM 3,4 1.6- apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.