Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 13
Trúlofunarhringar Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiöur Bankastræti 12. Fegurðarsani" keppnin (The Beauty Junglei THl O A N tSAt l ONVii; « VAt OUttT FROíTwcVtÖN'S IAN '■g& HENDRY JANETTE ' SCOTT RONALD FRASER EDHUND FURDOM rtk.M.Kcoí** •“ rn,.OUR Bráðskemmtileg mynd frá Rank í litum og Cinemascope. Mynd er lýsir ibaráttu og freistingum þeirra, er taka þátt í fegurðar- samkeppni. Aðalhlutverlc: Ian Hendry Janette Scott Ronald Franser Sýnd kl. 5, 7 og 9. Þögnin Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. hundalíf Walt Disney. Sýnd kl. 5. Augu hennar urðu kringlótt af undrun og skelfingu. — Er það satt? sagði hön. — í>á sit ég hérna fyrir mis- skilning. Hún tók saman haf- urtask sitt og leit hræðslulega umhverfis sig. Þrátt fyrir óþolinmæðira gat Stuart Venables ekki varizt brosi. — Ef yður hefur verið vísað ‘hingað inn sakir misskilnings verður ekkert við yður gert, sagði hann róandi. — Það var flUgfreyjan sjálf sem vísaði yð- ur hingað inn. Hún róaðist ögn. Hún gerði það! Það er alveg satt! Aliee Preston var aftur að jafna sig. Stuart rétti höndina fram. — Má ég sjá farseðil yðar. Hún rétti honum alla sína pappíra og lét hann sjálfan um að finna miðann. Hann leit á hann og svo forvitnislega á Al- iee Preston. — Þetta er fyrsta farrýmis miði, sagði hann. — Þér hljótið að hafa vitað það fyrirfram. Hún leit augnahlik skitnings- sljótt á hann. Svo Ijómaði and lit hennar skyndilega og hún. hló lágt. Það er hann Ben Barnes, hló hún eins og þessi ókunni ungi maður væri vinur sem hún gæti trúað fyrir öllu. — Svei mér þá ef hann hefur ekki borgað mismuninn úr eigin vasa Stuart Venables brosti 'kurt- eislega og reyndi að láta sem hann skildi hvað það væri sem var svo skemmtilegt. Hún er eitthvað skrýtin hugs- aði hann. Þess vegna hefur af- greiðslustúlkan neyðzt til að hugsa svona vel um hana 8. Hann leit aftur í blöð sín og reyndi að gleyma ferða- félaga sínum. En skömmu síðar þegár f arþegar voru beðnir um að spenna örygg- aftur að henni Hann leit á hana og sá að þreytulegt andlit henn ar ljómaði af hrifningu. Flugvélin hóf sig til flugs. — Ég er lögð af stað. tautaði Alice Preston hamingjusöm. — Loksins, loksins er ég á leið inni. Augnahlik sat hún kvrr með hendur í kjöltu sér og horfði hrosleit á skýin. Þá fann Stu- art Venables hjá sér hvöt til að hefja samtal við hana. — Er þetta fyrsta flugferð yð ar frú? spurði hann vingjarn- lega. Hún leit ljómandi augum á hann. — Já, ég er á leiðinni til New York til að heimsækja dóttur mína. — Ég er sannfærður um að yður finnst skemmtilegt að koma til New York sagð’ hann hrosandi, — New York er eng- um öðrum bæ lík .... Hann fór að lýsa með lit- ríkum orðum skýjakljúfunum, HIIMiaateiTí.ilCTlWgl'TOH—B iglæsilegum verzlununum, mann fjöldanum á strætunum. — Þetta lítur vel, út. sagði hún alveg laus við hrifningu. (Hún hefði ekkert gaman af að sjá New York, hugsaði Stu- art Venables reiðilega. — Verð ið þér lengi þar? sagði hann fremur kuldalega. — Ég ætla að heimsækja dótt ur mína. sagði hún. — Svo fer ég til Afríku til að heimsækja son minn og síðast til Atsír þar sem yngsta dóttir mín er. — Þér ætlið svei mér að líta í kringum yður, sagði hann með endurvöktum áhuga. Hún leit á hann. — Ég hef engan áhuga fyrir að ferðast um hverfis hnöttinn ungi maður. Ég fer til þess eins að hitta börn in mín. Sjálf vil ég alhelzt vera í Oniston. Og meðan flugvélin hélt á fram leið sinni yfir Atlantshaf ið hlýddi Stuart á lýsingu henn ar af hinum litla enska öæ. Áð ur en þau lentu í New York höfðu þau kynnt sig hvort fyr- ir öðru og Stuart vissi allt um Oniston og íbúa hennar. 9. Stuart stóð við hlið Alice í tollinum því hann langaði til að sjá dóttur hennar eftir allar viðræðurnar við hana. Hann hafði ekki búizt við að sjá þessa fögru og glæsilegu konu sem gekk til móts við þau með tárin í augunum og faðmaði Aiice Preston að sér. Alice leit 'á hávaxna mann- inn sem stóð að baki^ dóttur hennar. — Góðan daginn Lee, sagði hún hjartanlega og tók í hönd tengdasonar síns. — Þú hefur ekkert breytzt. Velkomin til New York Alice mamma, sagði hann og kyssti hana hlíðlega á kinnina. Alice náði í Stuart Vpnables og augu hennar ljómuðu af gleði. — Mary og Lee má ég ekki kynna ykkur fyrir hessum indæla unga manni sem ég kynntist á leiðinni. Hr. Stuart Venables .... sem aldrei hafði heyrt minnzt á Oniston fyrr. (Hugsið ylckur! — En nú veit ég líka allt um bæinn, sagði Stuart glað- lega. Alice varð hrifin þegar Mary og Lee buðu Stuart að aka með þeim og enn hrifnari þegar Lee þauð honum að koma og heim sækja þau. Þegar Stuart steig út úr hifreiðinni fyrir framan hótel sitt rétti hún honum hönd ina og sagði: — Svo ég má þ'á treysta því að þér komið til okk- ar? Hann hrosti til hennar: — Ég stenzt alls ekki freistinguna Alice veifaði til hans þegar þau lögðu af stað. Mary átti erfitt með að halda . aftur af tárunum. Það hafði verið áfall fyrir hana áð sjá móður sína svona ellilega og tekna og hún ásakaði sjálfa sig fyrir að hafa iátið svo mörg ár líða síðan hún sá hana síð- ast. — Er virkilega lifandi fólk í þessum húsum? stundi Alice Preston hrifin þegar þau námu staðar fyrir framan stórt fjölbýl ishús. Mary fór með hana gegn um hringdyrnar inn í giæsileg- an forsal þar sem einkennisbú inn dyravörður kom hlaupandi og tók við farangri hennar. Skömmu síðar opnaði Lee dyrnar að glæsilegri nýtízku- legri íbúð og spurði: — Jæja, hvernig lízt þér á? Alice gekk undrandi um risa stóra stofuna án þess að segja orð. Loks sneri hún sér viS og leit á dóttur sína og tengda son. — Guð minn góður' hvísl aði hún. — Þetta líktist Buck- ingliam Palace! — En hvað þú ert lík sjálfrl þér mamma, hló Mary og þrýsti Alice að sér. En hún sá að móðir hennar var þreytt og flýtti sérað stinga upp á að hún færi f heitt bað og legði sig. — Á morgun kem ur annar dagur bætti hún við 1 \ Fermingar- "etf* / / gjofin i ar Gefið menntandi og þroskandi fermingar- gjöf. NYSTROM Upphleyptu landakórtin og hnettirnir leysa vand ann við landafræðinám- L ið. Festingar og leiðarvísir með hverju korti. Fást í næstu bókabúð. \ Heildsöluhirgðir: Árni Ólafsson & Co Suðurlandsbraut 12 sími 37960. ©PIB COPIMUSIM 'f ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. apríl 1966 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.