Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 11
fcsRitstgóri Örn Eidsson axs ,Hvefjum til gagns?' Alfreð Þorsteinsson - alias alf. birtir þriðja þátt sinn í ófrægingar herferð sinni gegn KRR og stjórn þess í Tímanum, hinn 13. þm. jafnframt skal íitið á þennan þátt sem svar við hóflegri leiðréttingu undirritaðs á fyrri firrum Alfs í skrifum sínum í þessu sambandi, og birtist í Alþbl. 7. s.m. Ekki verður sagt, að hinum bless aða Alf fari aftur í skrifum sínum í umgengnj sinni við sannleik ann, um það vottar síðasti „sagna- þátturinn” ljóslega. Yfirleitt hefir sannleikurinn svei mér fengið að jkenna á því hjá Alf, í þessum skrif um hans um KRR, en varla tuskar hann sannleikann svo til, sem'raun ber vitni um, eingöngu í samskipt unum við það. Alf hefur mál sitt á því, að und irritaður hafi tekið þann kostinn að halda áfram að auglýsa hið ein- stæða framlag KRR til „Herferðar innar gegn hungri”. Auðvitað varð að minnast á þetta mál, sem er grundvöliurinn að hinni „miklu krossferð” Alf gegn KRR. En aðra afgreiðslu af ráðsins hálfu, en raun varð á, var ekki um að ræða eins og á stóð, vegna fyrri samþykkta, sem bundu ráð fullt.. Þetta vissi Alf mæta vel. En samt tönnlast hann sí og æ á þessu máli og lætur líta svo út, sem ;ú stjórn er nú er í KRR eigi alla sök á því að ckkert varð úr þessum títtrædda fjáröflunarleik. Væri Alf nýflutt- ur í bæinn væri þetta skiljanlegt, en þar sem hann hefur alið allan sinn aldur hér um slóðir, og m.a. verið starfandi í knattspyrnuhreyf ingunni um árabil, bæði sem leik- maður og starfsmaður félags síns og nú formaður knattspyrnudeild ar þess, er það ljóst að um þekk- ingarskort er hér ekki að ræða heldur annaðhvort meðfæddan eða R.víkurmót í bad- minton um helgina Meistaramót Reykjavíkur í bad- minton hefst kl. 3 í dag í Valshús inu. Keppendur eru um 40 frá TBR. og KR þ.á.m. allir beztu bad mintonleikarar landsins. Úrslita- leikirnir verða á sama stað á morg un, en þá hefst keppnin kl. 2. íslandsmóiið / handbolfa íslandsmótið í handknattleik heldur áfram að Hálogalandi um helgina. t kvöld kl. 8,15 leika Vík- ingur — Ármann og Breiðablik — Fram í I. deild kvenna, FH — Þróttur í 2. flokki karla og ÍR — Víkingur í 2. deild. Annað kvöld leika í I. deild Val ur — FH og Haukar — Ármann. áunninn naglaskap og löngun til að eiga í deilum, sem vissulega eru ekki í þessu tilviki að minnsta kosti neinum til gagns. Alf ætti ; líka, öðrum fremur að minnast af- stöðu nýafstaðins aðalfundar KRR, til þessa máls og annarra slíkra, þar sem samþykkt var með öllum atkvæðum gegn aðeins einu endur nýjum á fyrri stefnu, í þessu sam bandi. Eftir öllum gangi málsins, að því er tekur til afskipta Alfs og stuðning hans við það, virðist ekk ert hafa komið fram af hans hálfu nema skætingsgreinar um KRR, þar sem öllu er snúið öfugt. Grein ar gegnsýrðar af þessum sérkenni lega rembingi, er of oft einkennir skrif hans. Alf gengur sýnilega1 upp í þeirri mikilmennsku, að orð , sín séu sem lög og fyrirmæli, og j því allt nauðaómerkilegt, sem aðr I ir hafa til málanna að leggja. En enginn bætir tommu við hæð sína með slíku framferði hvorki andlega né líkamlega. Siklum er hollt að minna t þess sem sé vit—’ maður séra Hallgrímur Pétursson sagði: Lítillátur, ljúfur og kátur, leik þér ei úr máta. Varast spjátur hæðni, hlátur heimskir menn sig státa. Annars er ég á þeirri skoðun nú orðið, að Alf sé meira en sama um hag og heill hungraðara íbúa ausíurálfu og hafi alltaf verið, hitt sé honum fvrst og fremst hugleik ið að stilla hungur íþróttasíðu Tímans, og honum sé, hvað sem verða má til þess, jafn kærkomið. Þá talar Alf um það, að KRR menn skorti hæfileika en ekki dóm greind, og ber Ólaf Jónsson gjald sinni sagði Alf að Ólafur hefði sagt, að KRR menn skorti dóm- greind, en hefðu þá væntanlega hæfileika. Hvað á svona bull að kera KRR fyrir því. í fyrri grein þýða hjá manni, sem vill láta taka sig alvarlega, sem andlegan íeið- togq og forvstumann íbrót.ta. Þnð er ekki um annað að ræða, en Alf skorti hvorttveggja, bæði dóm- greind og hæfileika að minnsta kosti til hinna þarfari verka. Þá ræðir Alf enn einu sinni um fundarsetuna, sem honum er svo hugleiktö og segir að seta á 800 fundum þurfi ekki að vitna um mik störf. Þetta getur verið rétt, eins og t.d. að 1000 laðagreinar um málefni, svo sem íþróttir, þurfa ekki að hafa gert þeim neitt gagn, frekar ógagn, hafi einhver and- legur umskiptingur haldið um pennan. Hinsvegar leikur enginn vafi á því, að seta 800 funda myndi í slíku tilfelli þjóna íþróttunum betur en 1000 blaðagreinar. Að svo mæltu læt ég útrætt um þetta mál. Slíkt pex sem þetta er svo sem ekki frjótt né uppbyggilegt, hins- vegar má um það deila, hvort hvaða subbu eða soðfanti sem er, eigi mótmælalaust að haldast það Framhald á 15. síðu. Árangur íslenzka landsliðsins í körfuknattleik á Norðurlanda- mótinu um páskana var með á gætum. Að ná 3. sæti væri okk ur eigi mögulegt í nokkurri ann arri flokkaíþrótt. Umsagnir danskra blaða svo og finnskra um frammistöðu íslands, eru mjög jákvæðar. Eru íslending ar taldir annað bezta lið keppn innar hvað tækni og leikað- ferðir snertir. Kom þetta vel fram í leik íslands og Svíþjóð ar. en þar réði eingöngu hæðar mismunur úrslitum. Tveir risa vaxnir leikmenn Svía skoruðu 64 stig af 85 sem skoruð voru. Framkvæmd keppninnar og allur aðbúnaður hjá Dönum var eins og bezt er á kosið. Bjuggu keppendur í nýrri íþróttahöll í Herlev sem ber byggingarlist Dana gott vitni. Kostnaður við bygginguna var 5 millj. danskar krónur. Er þar ekki verið að sóa fjármununum í harðviðarklæðn ingu á stóra veggi slegna kop arnöglum, eins og hér, heldur kappkostað að hafa allt fullkom ið og stílhreint, en án nokkurs íburðar. Þess ber og að gæta að í þessari byggingu og inni- falið í þessu kostnaðarverði, eru tveir stórir veitingasalir og 8 herbergi ætluð til skrifstofu halds. Svo við snúum okkur aftur að frammistöðu ísl. liðsins, þá ber fyrst að nefna Kolbein Páls son, sem átti glæsilega leiki, og skoraði alls 50 stig í 3 leikjum. Eigi verður þáttur Þorsteins Hallgrímss. minni hann skor aði 52 stig í fjórum leikjum. Þorsteinn var þó ekki jafn góð- ur nú sem í Helsinki 1964, en þá skoraði hann 77 stig í 3 leikj um. Sá sem mest kom á óvart, var Einar Matthíasson. Hann skoraði 39 stig og lék oft glæsi Iega. Danir halda því fram, að ísl. ; I liðið hafi lært mikið á Banda- 1 ríkjaförinni. Hafa þeir nú í ; hyggju að senda danska lands- ! liðið í svipaða ferð. Danir hafa ; að mínu áliti tekið mestum 1 framförum frá síðasta Polar j ; Cup. Hittnin hefgur lagast og S knattmeðferð einnig. 3t' Eins og áður er komið fram, ! var ákveðið, að næsta Polar j Cup-keppni verði á íslandi 1968 j i >■ < 1 Bíður því ísl. körfuknattleiks ; r manna erfitt verkefni, því geysi [- mikil vinna liggur í undirbún j ingi slíkrar keppni. 4, f a 1 Heppnist Polar Cupurinn vel j ? á íslandi 1968, verður það á- 1 ir íslenzkan körfuknattleik og ; skapar þessari glæsilegu íþrótta ! grein ugglaust fjölmarga áhang j endur — G. M. * 1 HWWiiWWWWWMWWWMiWiWWW fAUWWWVAWWViWiWWWWWWWi Islandsmótið í körfu■ knattleik um helgina íslandsmótið í Körfuknattleik heldur áfram um helgina. í kvöld kl. 8 verður leikið í Valshúsinu og þá fer fram úrslitakeppni í 2. flokki karla. Fyrst leika Skalla- grímur og sigurvegari Reykjavíkur riðilsins, en strax á eftir Skarp- héðinn og Akureyri. Þriðji leikur kvöldsins er í 2. deild milli Skalla gríms og Snæfells. Loks leika í 2. flokki Skallagrímur og Skarp héðinn. Annaðkvöld kl. 8,15 heldur keppnin áfram í Valshúsinu. Fyrsti leikur kvöldsins er í 2. flokki kvenna, þá leika Snæfell, Stykkis hólmur og KR til úrslita. Að þeim leik loknum heldur keppnin áfram í 2. flokki karla, fyrst leika sigur- vegarar Reykjavíkurriðils og loks Skallagrímur og Akureyri. Á mánudagskvöld kl. 8,15 fara fram tveir leikir í I. deild að Há- logalandi, fyrst leika KR og KFR og síðan Ármann og ÍR. Skiðamót menntai skólans háð « í Hamragili : [öí Skíðamót Menntaskólans í Reykja vik verður haldið við skiðaskálft: ÍR í Hamragili á sunnudag l?«í apríl kl. 3 síðdegis ,eða strax eftií - Steinþórsmótið. Sí. Keppt verður í svigi karla, nafnft kall verður kl. 2. Ferðir verða frá Menntaskólan- um kl. 10 f.h. og kl. 1 e.h. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. apríl 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.