Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 16
Hreinlæti og þjóðlegiieit GAMALL LJÓSMi’NDARI: Myndina tók ljcismyiidari ‘Mbl. Ólafur K. Magrnússon af ‘Reykjavík eins og hún var á því 'herrans ári 1786, þegar íbúa 'tala kaupstaðarins var áþekk 'því sem nú er í einu háhýsanna 'í borginni. Myndatexti í Mogg-a. Ég vissi það alltaf að ein 'hverjir þeir hlutir mundu ger 'nst sem björguðu okkur í bless 'uðum íþróttunum. Nú hafa 'blöðin fullyrt (og því verður ’tnaður að trúa) að franski dóm arinn hafi unnið Iandsleikinn og þar af leiðandi hafi þjóð 'vor alls ekki tapað. Sem sagt: rNú þurfum við í framtíðinni *livorki að eiga á hættu að tapa eða vimia heldur verða það ðómarar og línuverðir sem ‘þurfa að standa í slíku púli. Sumir hafa reynt að spæla 'inig með því að segja að ég sé •»-angeygður en þeir ættu bara •það geti vel verið að ég sé •rang eygður, en þeir ættu bara '«ð sjá kallinn. Hann er svo 'rangeygður að þegar hann fer á það í miðri viku, þá sér hann ’báða sunnudagana I einu. . . ' Oft er japlað á því hve aftar- lega við erum á merinni í hrein lætismenningu og yfirleitt er ekki talað um hana nema sem ómenn ingu. Merkar greinar um þetta efni birtust fyrir nokkru í tíma riti og einu dagblaðanna í gær. Og þarna ber allt að sama brunni sóðaskapurinn $ýnjst þjóðarein- kenni og ástæðunnar er ekki langt að leita. Það vantar heilbrigðis löggjöf fyrir allt landið en ekki aðeins fyrir einstök byggðarlög, eins og nú er. Eitthvað er veria að kvarta um gerla og matvælaframleiðslu. Og að ekki sé hægt að fá starfsfólk í matvælaiðnaðinum til að hlýða fyrirmælum eða fara eftir settum reglum í umgengni við gerlana. En það er með gerlana eins og guð, það er ekki hægt að sjá þá og því alls ekki allir sem fást til að trúa tilveru þeirra, og eiga gerla fræðingar þarna líklega við svip aða örðugleika að etja og þeir er boða fagnaðarerindið. Ekki þykir gott að neftóbaks blettir séu í dilkakjöti, en hvað ætli karlarnir í sláturhúsunum séu að hugsa um það. Þeir vita sem er að þeim verður bara gott að blessuðu tóbakinu og því skyldu þá aðrir vera að fúlsa við því. Og því skyldi vera verra að hafa svolítið tóbakskorn í steik inni, heldur en til dæmis demba yfir hana piparhaugum eins og sumir gera. Enn er kvartað um að séu heim sótt bakrými verzlana, veitinga- staða og matvælaframleiðenda sé engu líkara en verið sé að fram leiða skepnufóður, en ekki mat væli, og að skór starfsfólksins á Iþessum stöjðum sé% eins útlít andi að eigandinn sé nýkominn úr réttum. Varla er hægt að hugsa sér þjóðlegri siði í sambandi við matvælaframleiðslu. Réttir og mik ill og góður matur hafa löngum fylgzt að hérlendis, og er sjálfsag't að þeir sem fást við matframleiðslu fylgi fornum siðvenjum, að minnsta kosti að einhverju leiti. Og svo er það salernismenning in í samkomu og veitingahúsum. Sérfræðingur sem hefur langa reynslu í þessum efnum lætur liafa eftir sér, að hún sé vægast sagt argasta ómenning, sem yfirleitt verður ekki með orðum lýst, og al gerlega ósamboðin siðuðu fólki. Þar eigum við kannski mest ó lært, segir sérfræðingurinn, og þó að sagt sé að gestirnir eigi allt af að hafa rétt fyrir sér, nær sú regla ekki til salernanna. Ljótt er ástandið og er ekki að furða þótt þarna sé einhverju á bótavant? ef rétt er sem sagt er að salerni í samkomuhúsum séu að jafnaði gestkomandi. Hvert þau bregða sér annað veifið látum Við sérfræðinginn um. En líklegá væri ástandið betra ef hreinlæt isherbergin með viðkomandi tól um héldu sig á sínum stað og væru til taks þegar á þarf að halda. Svo mörg voru þau orð og merki legast af öllu er að ekki er minnst á að útlendingum einum séu ekki boðlegir afviknir staðir veitingahúsa. Heldur íslendingar sjálfs síns vegna að losna við þetta sjálfskaparvíti. Annars er auðvelt að losna við að bjóða títtnefndum útlendum ferðamönnum upp á íslenzkt hrein læti. Það kvað vera nokkru ódýr ara að fljúga tii Mallorka og dvelja þar um tólf daga skeið að meðtöldum hótel og fæðiskostn aði en að fljúga til Akureyrar og búa þar á hóteli jafnlangan tíma Þetta getum við bent útlendingum á áður en þeir kom til landsins og þar með væru öli vandamál í sambandi við ferðamenningu úr sögunni. Að lokum gömul saga um hrein læti á Fróni. Karl var gestkomandi á prests setri. Tók hann mikið upp í sig og spýtti víða. Maddömunni lík aði ekki háttalag karls og færði honum spýtubakka. — Þetta er óþarfi heillin góð, sagði karl. Gólfin eru nógu góð íyrir mig heima og ekki eru þau síðri hér. — Tökum fyrst það jákvæða .... hanzkahólfið og vinstra afturljósið er í superduper standi......

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.