Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.04.1966, Blaðsíða 9
til þess að kveðja það — lá við að það yrði hans síðasta jerð í öðrum skilningi. MERKJASALA UÓSMÆÐRA FÉLAGS REYKJAVÍKUR fiskveiðar brugðust. Þá kom fólk langt að til þess að fá fugla, og í slíkum neyðartUfellum voru stórar klettasyllur oft hreinsaðar. Þær eru auðar enn þann dag í dag. — Það er mjög einkennilegt, og við getum enga skýringu fund- ið á því, segir Johan Hentze. — Voiði menn alla fuglana á einni syllu, koma þar aldrei framar fuglar. Stundum sitja fuglarnir svo þétt, að þeir geta sig varla hrært, en enginn þeirra ber það við að fara yfir hina ósýnilegu línu á þann stað, sem dauðinn eitt sinn lét greipar sópa. . . . Það útheimtir bæði kraft og ná- kpæmni að veiða fuglinn á flugi. Ljósmæðrafélag Reykjavikur var stofnað 19. júní 1942 af starf- andi Ijósmæðrum í bænum. Var frú Rakel P. Þorleifsson fyrsti formaður félagsins. Heiðursfé- lagi var Þuríður Bórðardóttir, formaður Ljósmæðrafélags ís- lands. í lögum félagsins kveður svo á, að ljósmæður eigi að efla sam- vinnu sín á milli og verða sem hæfastar til að gegna köllun sinni, fæðingarhjálp, hjúkrun og með- ferð ungbarna svo og að kynna mæðrum hver nauðsyn er á réttu mataræði barna og þá fyrst og fremst hve mikilvæg móðurmjólk- in er barninu. Ljósmæðrum er skylt að greiða veg cinstæðinga og munaðarleys- ingja, sem til þeirra leita. í 11. grein stendur: Félagskonur skulu temja sér prútt umtal um stéttarsystur sínar hvort sem þær eru innan eða utan félags. Á öðrum fundi félagsins var sarnin áskorun til bæjarstjórnar að stofna mæðraheimili fyrir ein- stæðar mæður, áður en þær fæddu og einnig eftir fæðingu, þar sem þær gætu dvalið með börnin. Okkur, sem stundum fæðingar- hjálp eru kunnastar aðstæður þcssara mæðra og manni rennur til rifja að þurfa að horfa upp á þvílíkt miskunnarleysi, sem ó- gift kona á við að búa fyrir það eitt að hún er móðir. Öll höfum við konur og karlar látið huggast við móðurbarm. Það er því synd- samleg blekking gegn því góða, sem með manninum býr, að haf- ast ekki að til hjálpar fyrir móður með saklaust ómólga barn, sem er gestur á hinum hrjóstruga vegi tilverunnar, þar sem það á alla sína gæfu, sem er einnig gæfa þjóðfélagsins undir því kom- in að vel takist til um heilbrigði barnsins og uppeldi. Þannig hljóð- aði áskorun til bæjarstjórnar fyr- ir 23 árum frá báðum Ljósmæðra- félögunum. Meðmælaskjal f.vlgdi með undirskriftum góðra manna: Vilhjálms Þ. Gíslasonar, Vil- mundar Jónssonar landlæknis, Magnúsar Péturssonar læknis, sr. Sigurbjörns Einarssonar, dr. Sím- onar Jóh. Ágústssonar, sr. Bjarna Jónssonar. Mæðraheimili var stofnað 1944, en því miður var það lagt niður nokki'um árum seinna og var það mikill skaði fyrir þá einstæðu og munaðarlausu. Árið 1949 fór Ljósmæðrafélag Reykjavíkur þess á leit að bæjar- sjóður greiddi hjálparstúlkum, sem aðstoða sængurkonur og aðra sjúklinga. Getum við þakk- að borgaryfirvöldunum framúr- skarandi stuðning og fjárframlög við Heimilishjálpina, sem hefur aukizt með ári hverju. Til fróðleiks læt ég f.vlgja skýrslu frá henni. Ljósmæðrafélagið hefur óvallt revnt að styrkja góð málefni m. a. Hallveigarstaði, Barnaspitalann og hvíldarheimili ljósmæðra hef- ur félagið rekið í átta ár og geta allar ljósmæður utan félags sem innan sótt um veru þar, sem skipt- ist nlður í 14 daga dvöl gegn mjög vægu gjaldi. Hafa margar sjúkar ljósmæður sótt þangað hvíld og aukna krafta. Til fjáröflunar hefur félagið haft bazar og merkjasölu einu sinni á ári og e’r þar mikið og Framhalð á 15. siðu Kassagerð Reykjavíkur H.F. TILKYNNING TIL VIÐSKIPTAVINA Verksmiðja vor verður lokuð vegna sumar- leyfa frá og með laugardeginum 25. júní 1966, til mánudagsins 25. júlí 1966. Pantanir sem afgreiðast eiga fyrir sumar- leyfi, verða að hafa borizt verksmiðjunni eigi síðar en 15. maí 1966. Kassagerð Reykjavíkur H.F. RÁÐSMANN vantar við Sjúkrahús Húsavíkur. Umsóknarfrestur til 5. maí næstkomandi. Launakjör: 19. launaflokkur. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjórnar Áske's Einarssonar bæjarstjóra Hxisavík. Stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur. t RÁÐSKONU vantar við Sjúkrahús Húsavíkur. Umsóknarfrestur til 5. maí næstkomandi. Launakjör: 13. launaflokkur. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjórnar Áskels Einarssonar bæjarstjóra Húsavik. Stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur. BÓKARASTAÐA Opinber stofnun óskar eftir að ráða bókara nú þegar. . Nokkur vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upp!/.dr.gum um aldur, menntun og fyrri störf send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. april n.k. merktar „Frarnlíð—1966“. í Keflavík Þeir sem ætla >að fá á leigu garðland í sumar geri pantanir sínar á þeim sem fyrst, til Guðleifs Sigurjónssonar. Fyrri leigjendur hafa forgangsrétt á stykkjum sínum til 1. maí. Leiga greiðist við pöntun. Fyrirhugað er að starfrækja skólagarða í Keflavík á sumri komanda, fyrir börn á aldrinum 9 — 13 ár>a, fáist næg þátttaka. Umsóknir um þátttöku og upplýsingar gefn- ar daglega til 1. maí í síma 1552. Garðyrkjusfcjóri. Áuglýsingasíminn er 14906 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. apríl 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.