Alþýðublaðið - 20.04.1966, Side 4

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Side 4
UDS) BttstJAmr: GyUl Grðndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. — RltstÍ5rnarfull- trúl: ElBur GuBnason. — Slmar: 14900-14903 — Auglýalngaaími: 14900. ASaetur AlþýBubúslB vlB Hverflsgötu, Reykjavflt. — PrentsmlBJa AlþýBu bUBalna. — AskrUtargJald kr. 95.00 — 1 lauaasölu kr, 5.00 ClntaklO. Otgefandl AlþýBuflokkurlnd. SOÐN1HGIN OG SH ' í ■■■-■'■' ... FYRIR 2—3 ÁRUM varð það kunnugt, að Sölu- imiðstöð hraðfrystihúsanna hefði í hyggju að setja •.upp kassaverksmiðju til að framleiða umbúðir um •frystan fisk. Þá var upplýst, að til væri í landinu 'fyrirtæki í sömu grein, sem gæti framleitt meira ,en nóg <af þessari vöru. Þótti því almenningi frá ileitt, að milljónatugum væri varið til að byggja aðra verksmiðju, þar eð ein dygði, en tvær mundu hvorug 'hafa nægileg verkefni. Forráðamenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna beygðu sig fyrir almenningsáliti og hættu við áform sín. Hins vegar er komið á daginn, að þeir ■hafa ekki ætlað sér að láta í minni pokann fyrir 'þjóðinni, heldur taka málið upp síðar. Nú er að því ’komið, að þeir taki út hefnd sína, því vélar munu iþegar hafa verið keyptar, og skal Kassaverksmiðja SH rísa, hvað sem hver segir. Að sjálfsögðu gilda enn sömu rök og fyrr. Það &f til verksmiðja í landinu, sem getur fullnægt þörf 'inni fyrir fiskumbúðir. Það væri gjaldeyriseyðsla og Iþjóðhagslegt glapræði að reisa aðra slíka verksmiðju. *Ef fyrri verksmiðjan er grunuð um að misnota ein .okunaraðstöðu, verður að beita opinberri athugun t'til að hindra það. Nýtt fyrirtæki, sem kostar tugi ’ímilljóna, er of dýrt verðlagseftirlit með Kassagerð- ‘inni, og er þó einokun alltaf varhugaverð. Það vekur sérstaka athygli, að forráðamenn Irystihúsanna skuli geta ráðizt í slíkt stórfyrirtæki. sSíðustu ár hafa þeir um hver áramót gengið á fund •jríkisstjórnar og kvartað sáran um lélega afkomu. Þeir »iiafa ekki talið sig geta greitt sjómönnum og útgerðar Mtnönnum það verð fyrir fisk, sem vera þyrfti. Þeir (iiafa ekki hætt, fyrr en þeir hafa fengið ríkisstjórn :og Alþingi til að skjóta að þeim tugum milljóna í op infeera styrki. j Svo langt hafa þessi mál gengið, að ríkisstjórnin llhefur neyðzt til að hætta við niðurgreiðslur á fiski og smjörlíki til að geta veitt frystihúsunum þann styrk, sem þau þurfa til að starfa. Þetta eru ekki sárs aukalausar aðgerðir. Má mikið vera í húfi til að stjórnarflokkarnir hækki soðningu almennings eins og nú hefur verið gert. Þess vegna er það hnefahögg, þegar mennirnir, sem almenningur er látinn styrkja með hærra verði á fiski og smjörlíki, reynast hafa nóg af peningum til að byggja óþarfa umbúðaverk- smiðju fyrir tugi milljóna! Höftin í atvinnu- og viðskiptalífi hafa verið af numin, vegna þess að þau leiddu til margvíslegrar spillingar og misréttis. Frelsið hefur komið í þeirra siaó, en það má einnig misnota. Áformin um umbúða verksmiðju SH eru glöggt dæmi um misnotkun á því frelsi, sem atvinnuvegunum hefur verið veitt. 4 21. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ MAIMIVIS HUGURIIMIM I þýSingu Jóhanns S. Hannessonar, skóla- meistara á Lougarvatni, er FJÓRÐA bókin í Alfrœðasafni AB. Bókin MANNSHUGURINN fjallar um þaS, sem nefnt hefur verið merkasta viðfangsefni mannsins: hann sjólfur. MANNSHUGURINN kannar og skýrir flóknasta liffœrið: hug mannsins. Heilinn er miðstöð skilnings og skynsemi, en hvernig er starfsemi hans hótt- aS? Hvað er vitað um stjórn heilans yfir líkamanum eða eðli minnisins og getunnar til að lœra? MANNSHUGURINN fjallar' um starfsemi heil- ans og hugans, kannar geðrounir og geSrót, segir fró sólkönnuninni og rekur m. a. œvi og starf höfundar sólkönnunarinnar Sigmund- ar Freud. í bókinni er sagt fró margs konar sólfrœðilegum tilraunum og þar er einnig að finna greindarpróf. ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ ALFRÆÐASAFN AB í MÁLI OG MYNDUM ALFRÆÐASAFN AB flytur yður mikinn fróðleik í móli og myndum og er ómissandi fyrir hvert heimili. Það kynnir yður þýðingarmikil svið vísinda og fœkni og gerir þessi þekkingarsvið auðskiljanleg • hverjum manni. Hver bók er 200 bls. að stœrð með 110 myndasíðym, þar af um 70 í litum. Hverri bók fylgir atriðisorðaskró. ALFRÆÐASAFN M Bjórinn er dauður í bili! BJÓRINN ER DAUÐUR í bili. Frumvarpið var feilt í neðri deild með tuttujru oe þremur atkvæðum gegn sextán, að viðhöfðu nafna kalli. Málið var ekki flokksmál og skiptust flokkar og er ekkert um það að segrja. Þó að hér sé um að ræða djúpstætt félagslegt vandamál, þá eiga menn að vera frjálsir með afstöðu sína til slíkra mála, því að gera má ráð fyrir að afstöðu manna ráði einvörðungu skoðanir á því, hvaða áhrif fram ganga málsins mundi hafa á Þjóð félagið. ÞETTA SEGI ÉG þó að ég hafi fyrir löngu myndað mér bjarg fasta skoðun á bjórnum, en af staða mín miðast eingöngu við það. hvaða áhrif ég álít að brugg un og sala áfcngs bjórs hafi í för með sér. Ég er sannfærður um, að með bruggun og sölu áfengs öls mundi drykkjuskapur marg- faldast og leggja undir síg ein staklinga og Jieimili, sem .drykkju skapúrinn nær ekki énn til þrátt fyrir allt. ÞESSI SKOÐUN BYGGIST ein J göngu á þeirri reynslu sem er deginum ljósari af afnámi bann laganna. Meðan þau voru í gildi var lítið drukkið. Verkamenn drukku ekki og ekki millistéttar fólk. Það voru aðeins nokkrir ein staklingar, sem virtust vera út smognir að ná sér í áfengi af einliverri sort, sem þeir gátu orðið fullir af og yfirleitt voru þeir fyr irlitnir. ÉG ÞEKKTI engra konu, sem drakk, ég þekkti engan ungling sem drakk. Ég þekkti aðcins nokkra einstakiinga, sem veltust um fullir. — Þetta gjörbreyttist við afnám bannlaganna — og um ieið reið á slysaalda, sem sífellt liefur farið vaxandi, nýir sjúkdóm ar, taugaveiklun og andlegar veil ur, svo að tauga- og geðveikra liæli fylltust og rúma nú ekki nema lítinn hluta þeirra sem þurfa á iækningu að halda. REYNSLAN HEFUR dæmt and banninga. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að þeir hafi eklq gengið fram í góðri trú þeg ar þeir fengu bannlögin afnum in með sáralitlum meirihluta. Eins mun vera með þá menn, sem nú hafa flutt bjórfrumvarpið og greitt atkvæðj með því. Ég hef enga trú á því að nokkur þeirra hafi látið ráða afstöðu sinni annað en það, að framleiðsla og sala bjórsins mundi bæta úr hörmulegu ástandi. En ég álít, að þeim skjátlist. Báð ir höfum við jafnan rétt til að láta í ljós skoðanir okkar. BJÓRINN ER úr sögu\ni í bili. Hann verðnr endurvakinn, En það verður ekki gert fynslt um sinn. Ýmsir voru farnir að hugsa sér til hreyfings. Mér er sagt að ein hverjir hafi talið samþykkt máis ins svo vissa, að þeir hafj verið búnir að stofna hlutáfélag og panta vélar til framleiðslunnar. En bjórinn er dauður í bili. Hann var drepinn af miklum meirihluta þingmanna í neðri deild. Ilannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.