Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 9
laikum hans var sá, að hann gleymdi aldrei vináttubragði, aldr ei nokkurn tíma. Hann gleymdi heldur aldrej einmanaleik sínum, — hann sagði alltaf að þegar hann ætlaði á dansleik og út með stúlk unum, þá var hann önnum kafinn í Stjórnmálabaráttunni, í þjónustu hinnar ólöglegu þjóðfrelsishreyf ingar íra — IRA. Hann var spurð ur að því í Ameríku, hvort hann í dag væri með eða á móti IRA. Hann svaraði: Hefur hlébarði nokkru sinni fengið nýja flekki? ÁN BRENDANS Nú eru liðin tvö ár frá dauða hans — en reyndar höfðum við bæði í langan tíma vitað að hverju stefndi. Þegar árið 1959 sögðu læknarnir, bæði við mig og hann sjálfan að ef hann legði ekki á- fengisdrykkjuna á hilluna, væri hann dauðans matur áður en 18 mánuðir væru liðnir. Brendan sagði aðeins jæja og hélt lítið eitt aftur af sér — en svo byrjaði hann aftur. Hann var satt að segja sjúkur maður þegar hér var kom ið. Hann hætti líka á meðan ég gekk með barn okkar —að segja að hann hafi alveg hætt værj að ýkja, en allan tímann, sf|n ég var ófrísk, dr«kk hann mjög lítið. Kvöldið, sem ég fékk verkina og Beatrice Behan, 34 ára, ásamt liinum þróttmikla eiginmanni sín- um, Brendan Behan. — Enginn ætti að vera frægur lengur en í liálfan mánuð . . . átti að fara á spítalann, áttum við af einhverjum ástæðum sama og ekkert áfengi — annars sá ég alltaf um, að nóg væri til af því í húsinu. Það var aðeins ein flaska til, en Brendan rétti mér hana og sagði: Þú þarft meir á henni að halda en ég. Því mun ég aldrei gleyma. sta rleikrit Behans, Gísl og er myndin úr því. Hann var mjög andsnúinn klerka valdinu, réðist oft gegn kirkjunni vegna þröngsýni hennar, en hann var að eðlisfari trúaður. Hann ragði oft við mig: Láttu mig ekki deyja án prests! Og tij þess kom heldur ekki. í rauninni sótti ég prest í hvert sinn, sem hann var mikið veikur í hvert sinn. sem ég hélt, að nú væri stund hans komin. Einn af síðustu dögunum, sem hann lifði, sagði hann við mig: Ein asta heimskan. sem þú hefur nokk urn tíma framið, var að giftast mér!! Hverju átti ég að svara? Hann var sá stórkostlegasti mað ur sem ég hef kynnzt, sá skemmti legasti. og hann söng svo dásam lega. Á írsku eigum við orðtak We saw the two days together" og ég vitnaði í það fyrir hann. Hinir stórbrotnu og ævintýralegu dagar en einnig hinir smáu og dimmu. Er hægt að krefjast meira? Þegar hann dó, komu þeir all ir saman, háir og lágir —- kató likkar og mótmælendúr, ír'kir að allinn og The Tinkers. Eins sökn uðu menn, Brendan Behan Hann var vanur að segja. Mikið vildi ég fá að vera viðstaddur mína eigin útför! Og hann hefði skemmt sér konungléga. .V. STÚLKUR vanar saumaskap óskast. Hreiðar Jónsson klæ$skeri Laugavegi 18. — Sími 16928. Plastlagðar spónaplötur í allar innréttingar, allar tegundir til. Vöruafgreiðsla í Ármúla 30. Afgreitt milli kl. 4 og 5 daglega. EVSagnús Jensson H.F. Austi'.rstræti 12. — Sími 14174. Húsgagnaspónn Nýkomiff: Eikarspónn Teakspónn Álmspónn Palisanderspónn Afromosianspónn Brennipónn Askspónn Vöruafgreiðsla v/Shellveg Sími: 2 44 59. 1 !• | I » ■ i : : i. I I : f Wirrther jbríhjól fást í þrem stærðum - ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. apríl 1966 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.