Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 13
EHDEjngRð Marnie Spennandi og sérstæð ný lit- mynd, gerð af Alfred Hitchcock með Tippi Iledren og Sean Conn ery. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Hækkað verð Bönnuð innan 16 ára. Þögnin Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. ■Sími 41985 Konungar sóiar- innar. (Kings of the Sun.) Stórfengleg og snilldarvel gerð ný, amerísk stórmynd í lituro og Panavison. Yul Brynner Sýnd aðeins kl. 5 Bönnuð 'nnan 12 ára. Leiksýning kl. 9, SMURI BRAUÐ Snittur Opið frá kl. 9-23,30 Brauðstofan Vesturgötu 25. Sími I60I2 Lesið Aiþýðubiaðið Ískrifiasíminn er14900 Mary finnst þú ýta henni til hlið ar, henni finnst þú ekki þarfnast liennar lengur. í byrjun áttuð þiö allt saman — bæði gott og illt. — Þú skilur þetta ekkl Alice ínamma, greip hann fram í fyrir henni. Þetta er allt orðið svo stórt og mikið. Mary gæti ekki lengur skilið um hvað það er hvað þá meira. Alice hallaði sér áfram og klapp aði á hönd hans. — Reyndu það samt Lee. Leyfðu Mary að vera með í þínu lífi. Það er það sem hún þráir og þarfnast. Litla stúlk an mín er einmana, hræðilega einmana........ Rödd hennar varð allt í einu veikluleg og Lee leit á hana. Hún var náföl í andliti. — Hvað er að Alice mamma? spurði hann áhyggjufullur. Hún leit á hann. — Það er pillu glas á snyrtiborðinu mínu .... Lee greip hana um leið og hún féll til jarðar. 14. Lee Sanders var ekki einn þeirra manna sem eru gripnir skelfingu og geta ekkert gert þeg ar vandamálin berja að dyrum. Ilann tók tengdamóður sína upp og bar hana varlega inn í rúm og neyddi hana svo til að borða pillu úr glasinu sem hún hafði talað um. Síðan hringdi liann til John Brough læknis sem var ekki aðeins heimilislæknir þeirra held ur og einkavinur. Brough læknir lofaði að koma að vörmu spori. Hann var að rannsaka Alice þegar Mary kom heim. Lee tók á móti henni. - Mömmu þinni varð illt Mary, sagði hann rólega John er hjá henni núna, svo að hún er í góðum höndum. Náföl af skelfingu gekk hún inn í stofuna og settist og beið. Bilið milli þeirra var enn svo breitt að Lee gat ekki sagt þau hughreystandi orð sem hann vissi að hún þarfnaðist. Þeim fannst elífðartími líða þangað til Brough læknir kom út úr svefnherbergi Alice. Mary spratt á fætur og gekk til hans. — Hvernig hefur hún það? spurði hún skelkuð. Brough læknir lagði töskuna frá sér. — Hún er búin að fá með vitund sagði hann. — Má ég fara inn til hennar? — Ekki enn Mary. Lee leit af lækninum á Mary. Hann vissi að fréttirnar yrðu slæmar. — Hve lengi hefur hún verið hér? spurði Brough læknir. — Einn mánuð. 8 — Hefur hún gefið í skyn á einhvern hátt að hún væri ekki heilbrigð. Mary hrissti höfuðið. — Nei hún hefur haft það, mjög gott. Ég hef sýnt henni New York óg hún hefur skemmt sér mjög vel. John Brough brosti og efasemd irnar skinu úr brosi hans. — Hún er hugrökk gömul kona. —. Hvað er að henni John? spurði Lee. — Segðu okkur sann leikann. Læknirinn leit alvarlega á hann. — Eftir því sem ég get bezt séð og eftir það sem hún sagði mér sjálf held ég að óhætt sé að segja að hún sé mjög alvar lega veik. Hún nær sér eftir þetta kast en einhvern daginn........ og það er ekki langt undan. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki leggjast inn en liún segist hafa svo mikið að gera þann stutta tíma sem eftir er. Hún segist bráðlega fara til Afríku. Lee kinkaði koli. - Já hún ætl ar að heimsækja son sinn þar. En það kemur auðvitað ekki til mála lengur. Við skulum hugsa um hana. John Brough tók tösku sína og bjó sig undir að fara. — Þið verðið auðvitað að ákveða það sjálf. En ég veit að ef ég óskaði jafn heitt og hún að sjá son minn aftur myndi ég hata þann sem bannaði mér að gera það. Mér finnst þið ættuð að losa hana við þau vonbrigði. Ég kem aftur á morgun........ 15. Næstu daga var hugsað betur um Alice Preston en það sem af var lífs hennar. Fyrstu dagana naut hún þess. Hún var svo hræði lega þreytt — næstum of þreytt til að hugsa. Lífið stóð kyrrt meðan veikbygggður líkami henn ar jafnaði sig smátt og smátt eftir áfallið. Brough læknir heimsótti hana tvisvar á dag og það gladdi hana alltaf að sjá hann. En þegar hann bað hana aftur um að leggjast inn á spítala neitaði hún stutt lega. — Það er ekki til neins og ég veit að það er ekki til neins jafn vel og þér sagði hún og vissi að hann myndi ekki heimta meira. Mary breytti algjörlega um allt á heimilinu til að þóknast móður sinni. Á hverjum einasta degi bjó hún til smárétti sem henni fannst liljóta að falla í smekk sjúklingsins og vera til þess falln ir að auka matarlyst hennar og hún bar matinn inn á blómum skreyttum bakka. Og hún virtist ákafari, glaðari og léttari í spori með hverjum deginum sem leið. Alice Preston veitti þvi eftir tekt sem öðru og hún sá að Lee kom heim snemma á hverju kvöldi. í fyrstu hafði hann verið stífur og feimnislegur og Alice gat sér þess til að hann ásakaði sjálfan sig fyrir kastið sem hún hafði fengið. — Ég skal segja þér eitt, Lee, sagði hún til að róa hann. Gall inn á mér er sá að ég reyni allt af að komast yfir meira en ég í raun og veru get. En brátt fékk hún að fara á fætur og þá fór henni að líða bet ur. Þegar Stuart Venables hringdi aftur var hún búin að jafna sig. Honum þótti leitt að heyra að hún hefði verið veik og kom að vörmu spori tií að heimsækja hana. En hún neitaði algjörlega að tala um sjúkdóm sinn. — Mér líður betur núna, sagði hún og þar með var málið útrætt. Stuart kom með blóm og Mary raðaði þeim fagur lega í vasa. Borðið kvöldverð með okkur, sagði hún. Við skulum hafa það gott í kvöld. Eftir hálftíma barst matarilmurinn úr eldhúsinu og þegar Lee kom heim var hátíðis matur tilbúinn. Um leið og þau settust til borðs minntist Alice síðustu máltíðar þeirra saman. í dag var andrúms loftið gjörólíkt og Lee opnaði vínflösku. Mary setti diskana á borðið og hugsaði um að allir hefðu nóg af öllu. Þegar máltíðin var á enda leit Stuart á Lee og sagði: — Þér eruð hamingjusamur maður .... að eiga konu sem bæði er fögur og góð húsmóðir! Gefið menntandi og þroskandi fermingar* gjöf. NYSTROM Upphleyptu landakortin og hnettirnir leysa vand ann við landafræðinám- ið. Festingar og leiðarvísir með hverju korti. Fást í næstu bókabúð, Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co Suðurlandsbraut 12 sími 37960. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. apríl 1966 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.