Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 7
Bergsteinn Á. Magnússon: Hreinlæti við matvæla framleiðslu Hálfdán Sveinsson. Guðmundur Sveinbjörnsson. Bragi Níelsson. Undanfarna daga hafa birzt í ýmsum dagblöðum Beykjavíkur greinar um hreinlæti og um- gengni á veitingastöðum og við matvælaframleiðslu almennt. Eftir lýsingum á framansögðu málefni í ýmsum þessara greina væri eðlileg spurning hvaða ráð stafanir hefðu verið í gangi und anfarið t.d. við hina ýmsu mat vælaframleiðslu, sem tryggja ætti sjálfsagðar ráðstafanir um hrein læti. í einu dagblaðanna kom fram frásögn um, að nú væri klór bland að í vatn_ sem notað er við fisk vinnslu í hraðfrystihúsum, og einnig að þar væru notaðar papp írshandþurrkur í stað tauhand- klæða. Þetta er rétt, en ég vildi í þessu sambandi upplýsa nánar, að notkun þessara hreinlætis'ráð stafana í hraðfrystihúsum er lög boðin með fyrirmælum frá Fisk mati ríkisins, útg. 23. des. 19£3. Frá þessu er aðeins skýrt hér til þess að upplýsa ,að um þessi atriði hafa verið og eru opinber ar ráðstafanir. Hins vegar er þetta ekki upp lýst í þeim tilgangi að telja slíkt •Sllra meina bót í þessum efnum. HREINLÆTI ER AÐALS- MERKI MENNINGARÞJÓÐA. Frá sjónarmiði þeirra er meira eða minna hafa ferðart erlendis og kynnt sér matvælaframleiðslu eða gistihúsamál svo eitthvað sé nefnt, mun það ekki orka tví- mælis, að menningarþjóðir telia almennt hreinlæti pitt af siálfsögð um skyldum þjóðfélagsins og þegna þess. Einkum ber að líta svo á, að þjóðir, ?em t.d. byggja afkomu sína mikið á framleiðslu matvæla eða þjónustu við erlenda ferða menn. eigi þar mlkillar ábyrgðar að gæta. Það hefir einmitt komið fram, að einn af mest.u erfiðleikum í að stoð við svokölluð þróunarríki er að ráða bót á aldagömlum venjum í sambandi við óþrifnað. ÞÖRF SAMSTILLTRA ENDURBÓTA. Hér er um mikið mál að ræða sem ekki er unnt að gera fullkom in skil á í stuttri grein. Hins veg ar mætti benda á ýmsar ráðstaf anir, sem ættu að vera sjálfsagð ar án þess að velta málinu lengi fyrir sér. Ég vil í þessu sambandi minnast á nokkrar ráðstafanir er telja má sjálfsagðar. A. Það orkar ekki tvímælis. að pappírshandburrkur skammtað ar úr þar tilgerðum áhöldum, hafa hvað hreinlæti snertir algera yf irburði yfir tauhandþurrkur. Ein stök tauhandklæði eru ólirein eft ir að hafa verið notuð einu sinni. Tauhandklæði á rúllum eru held ur ekki örugg að því leyti að alls ekki er útilokað að tveir eða fleiri þurrki sér á sama skammti, t.d. á fjölmennum veitingastöðum eða vinnustöðum. Pappírshandþurrkur fyrir starfs fólk og gesti ætti því að fyrir skipa a.m.k. á eftirtöldum stöð um: 1. Við alla matvælaframleiðslu hverju nafni sem nefnist. 2. í öll um eldhúsum veitingastaða, hót ela og hvers konar staða er fram reiða matar eða drykkjarvörur til neyzlu. 3. í öllum matvöruverzlunum, mjólkur- og brauðbúðum. 4. í öll um skólum og samkomustöðum. B. KLÆÐNAÐUR VERKA- FÓLKS. Hreinn ltlæðnaður og höfuðbún aður verkafólks við matvælafram leiðslu er nauðsyn. Það veldur miklum erfiðleikum í þessu sambandi hér á landi, hvað fólk skiptir oft um störf. Varla er önnur lausn á þessu en framleiðslufyrirtækin leggi verkafólki til hæfan klæðnað á vinnustað og væru fyrirtækin ábyrg á því sviði. C. Á snyrtiherbergtfum allra vinnustaða er framleiða matvæli þarf að .vera sérstakur eftirlits maður er lítur eftir allri umgengni starfsfólks, m.a. því að fólk þvoi ^ér um hendur. Fljótandi sápulögur í föstum á höldum er nauðsyn. Sama ætti að gilda um alla veitingastaði, ■ skóla og samkomustaði. D. Þá þurfa að vera lögboðnar vatnsrannsóknir alls staðar, hvort sem um er að ræða til notk unar við matvælaframleiðslu, eða veena. almennrar neyzlu. E. Til þess að unnt sé að krefj ast hreinlætis af starfsfólki í mat væla iðnaði og annars staðar þarf strangar kröfur um að t.d. snyrti herbergi og öll aðstaða á vinnu stað sé í fullkomnu lagi. F. Ef það er ekki nú þegar í skólum landsin», ætti að gera að skyldunámsgrein kennslu í hrein læti við meðferð matvæla é vinnustöðum og annars staðar. Sérstök allsherjar löggjöf í þess um efnum er tímabær en um íeið barf að gera sér ljóst, að slík lög giöf er ekki mikils virði nema að hún sé skvnsamleg og örugglega séð fyrir framkvæmd hennar. FYRIRMÆLI UM HREIN- LÆTISRÁÐSTAFANIR VIÐ Guðmundur Vésteins«on Skúli Þórðarson tífiKi Guðjón Finnbogason. .,, I3V Bára Daníelsdóttir Arnór Ólafsson. Ilaukur Ármannsson. Listinn á Akranesi t Tf LTSTI ALÞÝÐUFLOKKSINS við bæjarstjórnarkosningarnar á Akranesi liefur verið ákveðinn og er hann þannig skipaður: 1. Hálfdán Sveinsson, bæjar- fulltrúi 2. Guðmundur Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi 3. Bragi Nielsson, læknir 4. Guðmundur Vésteínsson, tryggingafulltrúi 5. Skúli Þórðarson, verkamaður 6. Guðjón Finnbogason, verzl- unarmaður 7. Bára Daníelsdóttir, húsmóðir 8. Arnór Ólafsson, múrafameist- ari 9. Haukur Ármannsson, trésmið ur. 10. Jóhannes Finnsson, sjómað- ur 11. Margrét Valtýsdótti’', banka ritari 12. Baldur Ólafsson, fram- VNNSLU A FISKI SEM ER FRYSTUR TIL ÚTFLUTN- INGS. 1 gr. Allt vatn eða sjór, sem notað er lil þvotta á fiski, áhöldum, hús næði eða til handþvottar fyrir verkafólk, skal blanda með klór eða öðrum jafngildum efnum. Styrkleiki blöndunnar svo og all ur útbúnaður til blöndunarinnar er háð samþykkt Fiskmats ríkis ins. 2. gr. Handþurrkur á hreinlætisher- bergjum eða annars staðar til notkunar fyrir verkafólk, sem starfar í hraðfrystihúsum^ skulu framvegis vera úr pappír, enda ekki leyfðar handþurrkur úr öðru efni. Útbúnaður og efnj í þessu sam bandi er háð samþykki Fiskmats ríkisins. 3. gr. Ráðstafanir samkvæmt fyrstu og ánnarri grein óskast gerðar svo fljótt sem tök eru á, með tilliti til afgreiðslufrests tækja, svo og uppsetningu þeirra, er viðkom kvæmdastjóri ; 13. Pálmi Sveinsson, skipstjqri 14. Knútur Bjarnason, múrara- meistari 15. Kristján Pálsson, verkamað ur 16. Guðmundur Kr. Ó'afsson, vélstjóri 17.Sveinn Kr. Guðnnmdsson, bankaútibússtjór. í 18. Séra Jón M. Guðjcnsscjn, sóknarprestur. j andi aðilum gefinn frestur söm hér segir.: - f A. íblöndun gerileyðandi efiia í vatn eða sjó til 1. maí 1964. : B. Pappírshandþurrkur til ’l. marz 1964. 4. gr. Fiskmatsmönnum vp5 komandi frystihúsa, svo og viðktjm andi yfirfiskmatsmönnum ber að sjá um að fyrirmælum samkv. 1. 2. og 3. grein þessara fyririnajla verði framfylgt; svo og að tæki og útbúnaður sé í fullkomnu lqgi á hverjum tima. Reykjavík, 23. des. 1963. i B. Á. Bergsteinsson. fiskmatsstjóri. • ’ ALÞVÐUBLAÐiÐ 21. apríl 1966 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.