Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 15
Ferðafélag fslands heldur AÐALFUND að Café HölL, uppi, miðvikud'agmn 27. apríl kl. 20,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. — Laga- breytingar. Stjórnin. Borgarstjórnar- kosningar Framboðslistum við borgarstjórnarkosning- ar í Reykjavík, er fram fara 22. maí 1966, verður veitt viðtaka í skrifstofu hrl. Einars Baldvins Guðmundssonar, Aðalstræti 6, III. hæð, miðvikudaginn 20. apríl kl. 9—17 og kl. 23—24. Yfirkjörstjórnin. KR. Framhald af 11. slðu. kvöldið fóru fram í Valsheimil- inu úrslit í 2. flokki karla og 2. flokki kvenna. - Léku til úrslita í 2. flokki kvenna Snæféll og KR. Urðu stúlkurnar frá Stykkishólmi hlutskarpari eft- ir jafna og skemmtilega keppni, 19:12. í 2. flokki karla léku til úrslita Ármann, ÍKA, Skarphéðinn og Skallagrímur. Fór svo að Ármann sigraði alla keppinauta sína. Úr- slit urðu sem hér segir: KA. - Skallagrímur 35:25 K.A. Skarphéðinn 40:59 Á. - Skallagrímur 62:28 Skallagr. - Skarphéðinn 34:55 Á - K.Á. 35:28 Á. - Skarphéðinn 64:51 Einnig fór fram leikur milli Snæfells og Skallagríms. Lauk honum með sigri Snæfells með 55 mörkum gegn 49. — G. M. Hátíðahöld Framhald af 2. slðu Iðnó og er sú skemmtun fyrir eldri börn og unglinga, k’. 4,30 verður svo barnaskemrntnn þar með ýmsum skemmtiatriðum. í Austurbæjai'bíó verður fjöibreytt barnaskemmtun og í Háskólabíó verður skemmtun, sem sérstaklega er ætluð yngri börnum, en fóstr ur sjá um þá skemmtun. Aðgöngumiðasala að skemmtun um þessum er í húsunum sjálfum frá kl. 12,50 — 3 á sumavdaginn fyrsta, en ekki síðasta vetrardag eins og verið hefur. Bók barnanna, Sólskin, kemur út á vegum Sumargjafar og er það 37. árangur. Bókin er 95 blað síður og flytur fjölbreytt efni fyr ir börnum. Jónas Jósteinsson sá um útgáfu. Einnig gefur Sumargjöf út blaðið Sumardagurinn fyrsti, en merkjasala fellur niður í stað þess leggur félagið meiri áherzlu á sölu íslenzka fánans. Barnavinafélagið Sumargjöf rek ur nú 6 dagheimili og átta leik skóla og eru um 700 börn á leik skólunum daglega og um 400 á dagheimilum. Félagið rekur Fóstruskólann og útskrifast það- an um 25 fóstrur árlega. I stjórn Sumargjafar eru: Ás- geir Guðmundsson, formaður, Jónas Jósteinsson, varaformaður, Helgi Elíasson, Sigurjón Björns son, Valborg Sigurðardóttir, Arn heiður Jóndóttir og Þórunn Ein arsdóttir. Framkvæmdastióri er Bogi Sigurðsson. Listamannalaun FramhalO af 2. sfðu um, að slíkt skipulag þessara mála væri ekki til frambúðar. Æskilegt væri, að sérstakri stofnun væri fengið það verkefni að úthluta listamannalaunum. Ólíklegt er, að nokkurn tíma verði fundin aðferð, sem allir verði ánægðir með og tryggi fyllsta réttlæti í þessum efnum, svo mikið álitamál er það, hvað sé styrkt eða verðlauna vert á sviði listsköpunar og túlkunar. En það er skoðun flutningsmanna þessarar tillögu, að nauðsynlegt sé að freista nýrra leiða, þegar um er að ræða verðlaunaveitingu til íslenzkra listamanna. Þess vegna er þessi tillaga flutt. Ef vatnsleiíslan bilar I húsi yðar má telja víst aS af því teiSi tjón, er hæglega getur numiff tugum þúsunda. Gegn þessu er unnt að tryggja með VATNSSKAÐATRYGGINGU HQSEIGNA, en hún tekur til tjóna, sem verSa á húseigninni af völdum skemmda eSa bilana á vatnsleiSslum og öSrum tækjum innanhúss. IðgjaldiS er reiknaS af brunabótamati, eins og þaS er á hverjum tíma, ein króna af hverju þúsundi. Ekki eru teknar til tryggingar einstakar íbúSir, heldur aSeins heilar hús- eignir. Vátrygging þessi er því miSur ekki nægilega algeng meðal húseigenda. Vér veitum ySur allar nánari upplýslngar. HringiS til vor og fáiS tryggingu á húseign yðar nú þegar. Sími 11700, SJOVAIRYtiUlNGARrELAG ISLANDS HE ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. apríl 1966 |,5 t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.