Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.04.1966, Blaðsíða 8
Beatrice, ekkja Brendar, Behcns, segir frá hjónabandi sínu með hinu stórbrotna leikritaskáldi og rithöfundi, jbcr sem skiptust á skin og skúrir Á eftir Behan — syndaflóðið! Fléiri bækur en hann sjálfur nokk urn tíma samdi. Ævi hans, dáðir drýkkjuskapur og dauði. Um allt þe^ta hafa iðnir pennar fjallað, í heilögu nafni bókmenntatsögunn ar.i Ein er su manneskja, sem gerzt þekkti hinn stórbrotna persónu- leika, og í grein þecsari segir hún lesendum nokkuð frá niu ára sam vistum með Brendan Behan, en hún er engin önnur en ekkja hans Beatrice Behan. Hún er grönn, rauðhærð, tekin og virð ist eldri en árin 34 segja til um, enda gerir hún enga tilraun til þess að sprazla í rúnirnar með jukki og púðurdufti. Hún er blátt áfram hreinskilin og laus við til finningasemi. UIVÍ BRENDAN BF.HAN. — Ég bv sem stendur ásamt Blanaid, litlu dóttur minni, hjá móður minni. Það er verið að skinta húsinu mínu í tvennt, svo að ég geti leigt annan helminginn og sjálf búið í hinum. Ég verð að afla mér einhverra neninga á eig in snvtur. Nei. Brendan lét ekk ert eftir sig. ég á aðeins bað, sem ég hef sparað saman, og ég verð bráðlega að ieita eftir at.vinnu. Ég hef bó nokkrar áhyggiur, bar sem Bianaid er aðeins t.veggia ára og éc vildi giarnan geta verið leng ur heima hiá henni. Brendan sagði alltagf: Ég iæt þér þú alltaf eftir góð lífskjör — en höfundarrétturinn er ekki virtur sem skyldi, og svo er það vanda málið með skattana. En um það hug-aði hvorugt okkar — þá. — Þér eruð að semja bók, er ekki svo? — Ég hef lofað Hutchinson í London að skrifa siálfsævisögu, ég hef nú þegar lokið helmingnum, og iþegar ég flyt aftur í mitt eig ið hús, lýk ég við hana. En þetta er svo erfitt, þegar hæfileikana vantar. — Á hverju byrjið þér? — Nákvæmlega í miðjunni! All ir segja, að hafi maður í kollin um gott upphaf og góðan endi, þurfi aðeins þunna samloku inn á milli, og þá hafi maður í hönd unum góða bók. En ég hef aftur á mótj aðeins samlokuna og hef ekki minnstu hugmynd um hvern ig ég á að byrja og enda. Og hvar ætti ég svo sem að byrja? Hver hefur áhuga á mér fyrir tíð Brendans? — Hvað finnst yður annars um bókina „The World of Brendan Behan“? —Heldur léleg bók, mér finnst hún ekki gefa rétta mynd af Brend an. Hann var miklu stórkostlegri maður en kemur fram í bókinni. Hvernig á annað að vera? Með tveimur eða þremur undantekning um. hefur enginn af þeim, sem skrifuðu í bókina, nokkurn tíma hitt Brendan. Ég hef aldrei séð þá, og var þó gift honum í átta ár. Á mitt heimili hafa þeir a.m.k. aldrei komið. — Finnst yður fjallað um yður af ósanngimi? — Nei alls ekki — allir eru þvert á móti ákaflega vingjarnleg ir í minn garð, en sjálf mundi ég aldrei taka upp á þvi, að skrifa bók um Brendan, ég þori í hæsta lagi að íkrifa um sjálfa mig og ævi mína með honum. Ég vildi óska að sá dagur kæmi, að út kæmi bók, þar sem hann nyti full kominnar sanngirni, bók sem ég gæti skrifað undir. HLÉBARÐINN. — Sýndi pressan honum óbil- girni? : —Nei, pressan sýndi honum fulla sanngirni, og það fannst t honum;einnig sjálfum. Þar á móti vegar bað, að hann neitaði aldrei nokkrvtm um viðtal, hann hafði sjálfuriverið blaðamaður, og hvort sem ti| hans kom ungur nýliði eða fr^egur penni, þá tók Brend an allfaf vel á móti þeim. Hann vísaði • aldrei neinum frá. Þess vegna áttum við yfirleitt ekkert einkalíf, því að það var alltaf ein hver við dyrnar. Það er erfitt að búa í sambýli við frægðina, mað ur greiðir fyrir það með frelsinu. Brendan var vanur að segja, að enginn ætti að vera frægur lengur en í einn mánuð! Þegar ég kynntist honum var áfengið ekkert vandamál fyrir hann — bað kom með frægðinni. Ég á við eftir að leikritið „Gísl“ kom út, lagði hann heiminn að fótum sér — og þó að hann gleddist yfir velgengni sinní þá varð hann einnig hrædd ur. Margir hafa sagt við mig, og ég á eflaust eftir að heyra það í fram tíðinni aftur og aftur: Hvers vegna sendir þú hann ekki í burtu hver? vegna lokaðir þú hann ekki inni á spítala? En maður, sem evtt hefur fimmtán árum ævi sinn ar í fangelsi verður ekki lokaður inni. Fólk verður að þékkja fortíð hans og skilja hana. Síðustu ár in gat hann ekki þolað að sjá Brendan Behan: — Irska þjóðin er ekki áheyrendur mínir — hún er hráefnið mitt! ungt fólk ölvað á krá. Farið í fjallgöngur sagði hann, bíðið með að drekka þangað til þið verðið 21 árs gömul. Ég ætti að vita hvað ég segi — og það gerði hann. Hann hafði sjálfur drukkið síðan hann var 5 ára. En þegar hamn vann, drakk hann aldrei — kannski stundum, þegar hann skrifaði blaðagrein, en ég sá hann aldrei undir áhrif um við samningu bóka sinna. The Borstal Boy skrifaði hann í strik lotu, á 6 mánuðum — en svo fór hann yfir hana aftur, eyddi reynd ar 6 mánuðum í viðbót við að um skrifa hana. Frumhandritinu fíeygði hann alltaf, hann vildi ekki, að fólk gæti séð, hvernig hann ynni. Hann skrifaði niður athugasemd ir óg hugmyndir, og satt að segja þá eru allar persónur hans grund vallaðar á lifandi fólki — nei, það vi si aldrei um það, en ég þekkti það aftur í bókunum. Og Brendan gleymdi aldrei þessu fólki, hann gleymdi því aldrei, að þetta fólk var í rauninni hráefn ið. sem hann vann úr. Hann bauð mönnum út, eyddi miklum fjármun um í þá, hann var þeim einfald lega mjög þakklátur, þótt hann gæti ekki sagt það berum orðum. Hann var óendanlega vingjarn legur, mannlegur, einn af eigin g 21. apríl 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þjóðleikhúsið hefur sýnt eitt knnn£

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.