Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir
...... siáasfEiána nóft
IBUKAHEST: — Hinni dularfullu Rúmeníuheimsókn Le-
onid Bresjnevs, aðalritara sovézka kommúnistaflokksins, ier
sennilega loktð, að því er heimildir í Búkarest herma. Sagt er
að Bresjnev hafi haldið flugleiðis til Moskvu í gær að lokn-
um þriggja daga viðræðum við rúmenska leiðtoga í Búkarest.
BONN: — Vestur-Þýzkaland og ísrael undirrituðu í gær
fyrsta samninginn um efnahagsaðstoð. Samkvæmt samningnum
lána Vestur Þjóðverjar ísraelsmönnum 160 milljónir marka á
ári, 'þ.e. um 1700 milljónir króna. Samningurinn kcmur í
stað skaðabc(;igretð.slna VesturJÞjóðverja, er lauk fyrr í ár
og hafa viðræður um hann staðið 1 fjóra mánuði. ísraelsmenn
hafa beðið um aðstoð til að standa straum af kostnaði við
fjarskipti, húsnæðisbyggingar og tnnflutning fólks. Lán V-
Þjóðverja mun verða greitt á 20 árum með 3% vöxtum.
SAIGON: — ‘Heimildir herma. að bandarískar orrustu-
þotur hafi gert velheppnaðar árásir á eldflaugaskotpalla aðeins
16 km. frá nafnarbænum Haipliong í Norður-Víetnam. Heimild-
irnar herma; að bandarískar þotur hafi einnig ráðizt á skot-
mörk í nánd við tvo aðra hafnarbæi í Norður-Víetnam. Nýjar
loftárásir hafa verið gerðar á Mu Gia-skarðið 'á landamærum
Laos, og hefuí umferð stöðvazt um skarðið, sem er á leið þeirri
er Norður-Vietnammenn nota til flutninga ttl Vietcongmanna
í Suður-Víetnam. í síðustu viku féllu 82 Bandarkjamenn og
615 særðust. 61 stjórnarhermaður féll og 22 er saknað. 456
skæruliðar vuru felldir og 121 tekinn til fanga.
NEW i'ORK: — 31 Afríkuríki skoraði í gær á Breta
að setja samgöngubann á Rhodesíu á landi, sjó og lofti og beita
valdi til fð bola Smithstjórninni frá völdum. í ályktunar-
ttllögu, sem lögð verður fyrjr Öryggisráðið, er skorað á Breta
að ráðfærast við afríska leiðtoga í Rhodesíu í þeim tilgangi
að koma á laggirnar meirihlutastjórn. Sagt er, að viðræður
torezkra og rhodesískra embættismanna í London geti haft
óheillvænieg áhrif á baráttuna fyrir því að víkja minnihluta
stjórninni í Rhodesíu frá völdum.
LONDON: — 62.500 meðlimir brezka sjómannasambands-
ins liefja verkfall frá miðnætti á mánudag til að leggja
áherzlu á kröfur um hærri laun og bætt vinnuskilyrði. Stjórn
gambandsins hafnaði málamiðlunartillögu Ray Gunters verka-
málaráðherra. Þetta verður fyrsta landsverkfall síðan 1911,
Og mun verkfallið lama útflutning og innflutning iandsins,
birgðir af matvælum og eldsneyti munu minnka til muna og
tafir verða á siglingum um Atlantshaf og Ermasund.
JÓHANNESARBORG: — Efnt var í gær tl mótmæla-
aðgerða við ixáskóla enskumælandi manna í Suður-Afríku þar
eð skert hefur verið ferðafrelsi formanns stúdentasamtakanna,
NUSAS, Ian Pobertsson, sem er fjandsamlegur stjórninni.
BARCELONA: — Kaþólkskir menn á Spáni, lærðir jafnt
sem leikir hata brugðist harkalega við atburði þeim í fyrra-
dag, er lögreglan í Barcelona beitti kylfum gegn hópi presta
er fór í mótmælagöngu til lögreglustöðvarinnar að mótmæla
pyntingum lögreglunnar á ungum stúdent. Atburður bessi getur
þaft áhrif á sambúð ríkis og kirkju á Spáni.
ASWAN: — Kosygin, forsætisráðherra Rússa, heimsótti
í gær Aswan-stífluna í Egyptalandi, sem fyrirennari hans,
Krústjov vígði fyrir tveimur árum.
Ráðstefna um
mannréttindamál
Æskulýðssamband íslands efndi
til ráðstefnu um mannréttinda-
mál á mánudag 9. maí og var hún
haldin í húsakynnum Æskulýðs
ráðs Reykjavíkur að Fríkirkju-
vegi 11. Ráð^tefnuna setti Hannes
Þ. Sigurðsson, fyrrverandi formað
ur Æskulýðssambandsins. Fluttir
voru fjórir fyrirlestrar, er nefnd-
ust: „Mannréttindaskráin og Ev-
rópusáttmálinn,” „Suður-Afríka,
Rohdesía, Angola og Mosambiq-
ue”, „Einræði, Lýðræði, Mann-
réttindi” og hlutverk aðildarfé-
laga ÆSÍ í mannréttindamálum og
hvaða aðferðir eru tiltækar”. Fyr
irlesarar voru Elías Snæland Jóns
son, blaðamaður, Hallveig Thor-
laeíus, kennari, Hrafn Bragason,
lögfræðingur og Jón E. Ragnars
son, lögfræðingur.
Ráðstefnuna sóttu 22 fulltrúar
frá aðildarfélögum Æskulýðssam-
bands íslands. Sjórnandi ráðstefn
unnar var Einar Hannesson, for
maður Mannréttindanefndar
Æskulýðssambandsins.
Stefán Jónsson rit-
STEFÁN JÓNSSON, kennari og
rithöfundur, Iézt í gaermorgun, sex
tugur að aldri. Mikill fjöldi bóka
hans kom út frá hans hendi, bæðl
smásögur og skáldsögur. Einna vin
sælastar urðu barnabækm’ hans,
Þessa kunna rithöfundar verður
nánar getið síðar hér í blaðinu.
Gunnar Ásgeirsson (t.v.) ásamt einum fulitrúanna.
Ráðstefna umbobs-
manna vinnutækja
Safn Markúsar ívarsson-
ar sýnt í listasafninu
Reykjavík — OÓ.
SÝNING á listaverkasafni Mark
úsar ívarssonar, sem nú er í eigu
Listasafns ríkisins verður opnað
í húsakynnum þess á morgun. Eru
iwwmwwawwwwtvwy
! Hverfisstjórar
Fyrir Melaskóla og Mið
bæjarskóla eru beðnir að
! | mæta á áríðandf fundi kl.
8,30 í kvöld á skrifstofu Al-
;! J þýðuflokksins.
MWWWWWWWWWVV
2; 13. maí 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
þar sýndar 57 myndir sem erfingj
ar Markúsar afhentu Listasafninu
þegar stofnunin tók til starfa. Síð
astliðinn vetur afhentu erfingjar
Markúsar Listasafninu gjafabréf
fyrir öllum listaverlcunum.
Sýningin í gær var sýnd nokkr
um gestum. Þeirra á meðal voru
menntamálaráðherra, Gylfi Þ.
Gíslason og frú, ekkja Markúsar
ívarssonar, Kristin Andrésdóttir
og dætur hennar og tengdasynir
og listaráð Listasafns ríkisins.
Þessi gjöf var á sínum tíma
mjög stór hluti af listaverkaeign
Listasafnsins og er ómetanleg eins
og vænta má. Alls eru listaverkin
eftir 22 málara, og fylla þau fjóra
salf safnsins.
Markús ívarsson lézt árið 1943.
Hann byrjaði mjög snemma að
kaupa listaverk og greiddi mjög
götu listamanna meðan hann lifði.
Eins og fyrr er sagt voru raálverk
hans afhent Listasafninu að hon
um lótnum og var hann áður bú
inn að láta þá ósk í Ijós að það
væri ætlun hans.
Sýningin verður opin daglega
kl. 13.30 til 16,00 næstu tvær vik
ur.
Reykjavík, — OÓ.
Ráðstefna umboðtmanna Bol-
inder - Munktell á Norðurlönd
um hefur staðið yfir í Reykjavík
undanfarna daga. Fyrirtækið er
dótturfyrirtæki Volvo í Svíþjóð
og hefur heildverzlun Gunnars
Ásgeirssonar umboð fyrir það fyr
ii’tæki eins og kunnugt er og hef
ur Gunnar allan veg og vanda af
framkvæmdum ráðstefnunnar hér
lendis eins og vænta má.
Bolinder-Munktell leggur á-
herzlu á framleiðslu á vinnuvél
um, svo sem vegheflum, ýtum, á-
mokstursvélum og slíku. Einkum
hefur fyrirtækið lagt áherzlu á að
framleiða minni vélar af þe sum
gerðum sem vel munu henta í
sambandi við fiskflutlnga og bygg
inganneisturum sem fást við í-
búðabyggingar og slfkt.
Alls taka 17 umboðsmenn þátt
í ráðstefnunni, og bera þeir sam
an bækur sínar um þarfir fyrr-
greindra tækja, hver í sínu landi.
og má ætla að fyrirtækið þurfi
að tvöfalda framleiðslu sína fyr
ir árið 1971 til að anna eftir
spurninni. Sé dæmi tekið af vin
sældum framleiðslu þess á Norður
löndum má geta þess að hehning
ur veghefla sem nú eru í notkun
á íslandi eru framleiddir hjá Bol
inder - Munktell í Eskilstuna og
Framhald á 15. sfðu.
Stuðningsmenn
A-listans
Alþýðuflokkurinn lieitir á alla
'stuílífl -(ísýiM-jnn. ifna að veita
flokknum lið', ekki eingöngu vi8
kjörborðið heldur eining með
starfi á kjördag, og fram að hon
ein, ennfremur heitir hann á þá
er aflögufærir eru á fé, að leggja
einliverja fjármuni að mörkum I
kosningasjóð flokksins. Framlög
mn er veitt móttaka á aðalskrif
stofunni í Alþýðuhúsinu.
FundurA-listans í Kefiavík
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖG
IN í Keflavík halda fund í-
Aðalveri í kvöld 13, maí
kl. 8,30. Ragnar Guðlcifsson
flytur stutt yfirlit yfir störf
bæjarstjórnar síðastliðið
kjörtímabil og svarar fyrir
spurnum. Stutt ávörp flytja:
Ólafur Björnsson, Karl Stein
ar Guffnason, Þorbergur Frið
riksson og Guðfinnur Sigur-
vinsson. Fundarstjóri verður
Sveinn Jónsson, bæjarstjóri
Ölluin stuðningsmönnum AI-
þýffuflokksins er heimill að
gangur meðan húsrúm leyfir.