Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.05.1966, Blaðsíða 8
— Hvenær fóruð þið í upplest- urinn? — Upplestrarfríið hófst með dimmission, sem var 21. apríl sl., en prófin hefjast 24. maí og þeim lýkur 13. júní. Það veitir ekkert af þessum tíma til upplesturs. Til gamans má geta þess, að þegar afi minn tók stúdentspróf rétt eftir aldamótin síðustu, var upplestrar- fríið tveir og hálfur mánuður! — Freistar ekki sólskinið og blíðan til útivistar? — Óneitanlega, og kjörveður okkar þessa dagana er rigning og rok. — Aðsókn nemenda í stærð- fræðideild hefur aukizt mjög und- an farin ár. Hvað veldur þessum umskiptum? — Straumurinn í stærðfræði- deild eykst stöðugt, og til marks um það má benda á, að í hitteð- fyrra voru máladeildarbekkir fleiri, í fyrra stóðu leikar jafnir, en núna eru stærðfræðideildar- bekkirnir 5 á móti 4 í máladeild. Mestu um þetta veldur ör tækni- þróun, og þar af leiðandi aukin eftirspurn eftir raunvísindamönn- um. — Telur þú, að munnleg próf gefi jafn örugga hugmynd um þekkingu nemandans og skrifleg? — Ég álít, að munnlegu prófin reyni meira á hæfileika spyrjand- AðalJuiður Vilhjálmsdóttir: Ætla í hjúkrun. TEXTI: KRflSTMANN EIÐSSON SVIYNDIR: JÓHANM VBLBERQ NÚ fer skólum senn að Ijúka. Unga fólkið tekur sinn endasprett, sem hefst með upplestrinum, en lýkur viö prófborðið Kennslu- mun nií lokið í flestum frarnhalds skólum og prófin í þann veginn að hefjast. Fyrstir í prófslaginn eru nemendur unglinga- og gagn- fræðaskólanna, en þeir munu Ijúlca öllum prófum í kring um 20. maí. N emendur landsprófs- deilda koma næstir í mark, um mánaðamótin, og síðastir verða svo þeir, sem lengst eru komnir, þ. e. nemendur sjötta bekkjar menntaskólanna, sem halda há- tíðleg vertíðarlok, skömmu fyrir þjóðhátíð. Okkur hefur dottið í hug að heimsækja nokkra nemendur, sem heyja nú stríð sitt við bækurnar og sólskinið og fá þá til að spjalla örlítið við okkur um skólana, — prófin og sitthvað fleira. Fleiri nemendur í stærðfræðideild FYKSTUR verður á vegi okkar Ásmundur Jakobsson, nemandi í 6. bekk Menntaskólans í Reykja- vík. ans til að fá út raunverulega kunn áttu nemandans. Annars virðist stefnan sú í Menntaskólanum að auka skriflegu prófin á kostnað þeirra munnlegu. T. d. verður stúdentsprófið í sögu skriflegt að þessu sinni. — Mælir þú með lengingu skóla- ársins? — Nei, sumarleyfið er nauðsyn- legur þáttur í uppeldi og mennt- un æskunnar, hún kynnist atvinnu lífi þjóðarinnar og sezt aftur á skólabekkinn að haustinu, endur- nærð og margs vísari. — Hvað hefur þú haft fyrir stafni á sumrin? — Ég hef unnið við landmæl- ingar undanfarin sumur, og ætla að gera svo einnig í sumar? — Hver eru framtíðaráformin? — í haust fer ég til Skotlands og mun leggja stund á efnaverk fræði við St. Andrewsháskóla, sem er skammt frá Edinborg. Þetta er elzti háskóli Skotlands og þar eru því við lýði margar traditionir, enda siður þar í landi að varpa því gamla ekki umsvifalaust fyrir borð til að rýma fyrir nýjungum. — Saknar þú nú ekki gamla skólans við Lækjargötu? — Vissulega. Þetta hafa verið skemmtileg og lærdómsrík ár, og það er alltaf ánægjulegt að eiga samleið með góðum félögum. Stytta má leiðina í landsprófsdeild ÞEIR nemendur, sem hyggja á langskólanám, verða yfirleitt að þreyta landspróf miðskóla. Próf þetta hefur verið mikið rætt á opinberum vettvangi og skoðanir mjög skiptar um gildi þess og framkvæmd. En hvað sem því líð- ur, þá vekur þessi fyrsti áfangi á langskólabrautinni ætíð nokk- urn ugg í brjóstum þeirra nem- enda, sem honum hyggjast ná. Við gefum okkur því á tal við einn þeirra ungu manna, sem glíma við landsprófið að þessu sinni. Heitir sá Stefán Unnsteinsson, nemandi í landsprófsdeild Réttarholtsskóla. — Mikið að gera, Stefán? — Já, alltof mikið. Við þurfum að lesa þetta 3—400 blaðsíður í hverri lesgrein. — Komizt þið ekki yfir náms- efnið í upplestrarfríinu? » — Jú, það er liægt ef vel er haldið áfram. — Nokkuð smeykur um útkom una? — Nei, ekkert að ráði. — Eruð þið mörg, sem reynið við landsprófið í þessum skóla? — Þeim hefur nú fækkað nokk- uð írá því í haust. Við erum eitt- hvað um 50. — Telur þú einhverra breytinga þörf á námsfyrirkomulagi, t. d. að hefja sérhæfingu fyrr en nú gerist? — Nei, ég álít nógu snemma byrjað á valnámi, t. d. hef ég enn ekki gert það upp við mig, hvort ég fer í stærðfræði — eða máladeiid. En ég tel breytinga þörf á skyldunámsstiginu. F.vrsti og annar bekkur gagnfræðaskól- anna er alltof léttur fyrir þá, sem hyggja á landspróf, og ineð því að endurskipuleggja námsfyrirkomu- lagið þar, mætti flýta fyrir lands prófsnemendum. — Nokkuð fleira, sem betur mætti fara? — Ég tel, að ekki megi minnka í neinu bóklega námið, en það mætti auka félagslífið og færa það í betra horf. Nemendur eiga aðl fá meira frjálsræði til að sinna á-l hugamálum sínum á sviði félags-T lifsins, án forskriftar skólayfir-| valda. — Og að lokum Stefán. Hvaðl ætlar þú að taka þér fyrir hend-| ur í sumar? — Ég ætla út á land að vinna.| Ég hefi undanfarin tvö sumu unnið í byggingarvinnu hér í| Reykjavík, en hef áhuga á að| breyta til að þessu sinni. Sagan gekk ekki eins og í sögu INNI í Réttarholtsskóla rekumstj við á Aðalheiði Vilhjálmsdótturl þegar hún er að koma úr dönskul próíi. Aðalheiður lýkur gagn| fræðaprófi í vor, og við byrjur á því að spyrja hana hvernig gengið hafi í prófinu. — Þetta gekk alveg sæmilega — Var þetta fyrsta prófið? — Nei, við erum búin með ís lenzkuna og söguna. — Gekk það ekki eins og sögu? -- Jú, íslenzkan, en ekki sagan.| Ég kom upp í Þorvaldi Thorodd-| sen og könnun landsins, og stóð mig ekki sem skyldi. — Það eru tvær deildir við gagnfræðastigið. Hver er munur-| inn á þeim? — Já, deildirnar eru tvær, —I verzlunardeild og almenn deild.| Verzlunardeildin er erfiðari og próf þaðan meira metin. í þeirril deild er lögð meiri áherzla á bók-T færslu og tungumál, t. d. er kenndl þar þýzka, en ekki í almennu| deildinni. Ásmundur Jakobsson. — Bara að hann vildi nú rigna. 3 13. maí 1966 - ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.