Alþýðublaðið - 13.05.1966, Side 11

Alþýðublaðið - 13.05.1966, Side 11
Hermann Gunnarsson skorar fyrsta markiS fyrir Reykjavík. — Mynd: J. V. Reykjavík vann Akra- nes í allgóðum leik Bæjarkeppi Reykjavíkur og Akraness í knattspyrnu sem fram fór á miðvikudagskvöldið, var hin skemmtilegasta, þrátt fyrir að veðrið væri ekki sem ákjósanleg ast, stormur og kuldi. Leikar fóru svo að Reykjavík sigraði með 3 mörkum gegn 1. í hléi var staðan 1:0 fyrir Reykja vík. í síðari hálfleik bættu svo lieykvíkingarnir tveim mörkum við, en Akurnesingar svöruðu með einu. Þrátt fyrir þessi úrslit var leikurinn næsta jafn, og skall liurö nærri hælum við mörk beggja oft á tíðum, þannig björguðu báðir bakverðir Reykjavíkur tvívegis á línu, en Reykvíkingarnir áttu skot og skalla bæði í slá og stöng. Það var Hermann Gunnarsson miðherji Reykjavíkurliðsins, og einn bezti maður liðsins í heild, sem skoraði fyrsta markið, í skemmtilegri samvinnu við þá Ingv ar og Reyni. Aulc þess skoraði Hermann ann að mark seint í síðari hálfleikn um, sem var mjög vel gert úr þröngri og erfiðri aðstöðu. Var það þriðja mark leiksins, en í byrjun hálfleiksins var það Axel Axelsson er skoraði annað mark ið með snöggu skoti, eftir ágæta samvinnu Hermanns og Reynis, sem sendi vel og hnitmiðað fyrir fætur Axels. Er um 10 mín. voru eftir af leiknum skoruðu Akurnesingar, Hafnfirðingar efstir í Litlu bikarkeppninni Valur 55 ára á miðvikudaginn: Glæsilegt afmælis- hóf að Hliðarenda Á laugardag fór fram í Kópa vogi 3. leikur Litlu bikarkeppn- innar og áttust þá við heimamenn og Hafnfirðingar. Veður var dá gott og áhorfendur allmargir. Leiknum lauk með sigri ÍBH, sem skoraði þrjú mörk gegn einu. Leik urinn í heild var mjög þokkaleg leikinn af vorleik að vera og sýndu bæði liðin oft á tíðum sæmilegan leik. Hafnarfirðingar voru mun betri aðilinn og áttu svo sannar lega skilið að sigra. í fyrri hálf leik sóttu þeir nær látlaust og voru oft mjög nærri að skora, en það tókst ekki nema einu sinni og var þar að verki hinn ungi leik- maður Ólafur Valgeirsson. í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn nokk uð, enn skoruðu ÍBH 2:0 snemma í hálfleiknum og gerði það hinn gamalkunni leikmaður úr Val. Sig urður Sigurðsson (Sídó). Um mið jan hálfleikinn skoraði Guðmund ur v. innher.ii Breiðabliks eftir mistök ÍBH varnarinnar. Siðasta mark leiksins skoraði svo Sídó eft ir fallegt unnhlaup ÍBH. Eftir leik ÍA og ÍBK eru Hafn firðingar ef-tir eftir tvær umferð ir í kennninni. en eiga eft.ir að leika við ÍA og fer sá leikur fram á sunnudaginn kemur. ÍA og ÍBK léku. Leikar fórc. svo að ÍBK sigraði með 2:0. Jón Jóhannsson skoraði fyrra markið, en það síðara var sjálfs mark með hörkuskoti frá Jóni Le óssyni, scm hugðist hreinsa frá með því að sneiða boltann út fyr ir endamörk, en kýldi beint á markið óverjandi upp í vinkillínu. Ýmsa góða leikmenn vantaði í beggja lið. Áður en leikurinn fór fram lék fimmti flokkur og sigraði ÍA 1:0. Guðjón Finnbogason dæmdi leik ina. miðherji þeirra Guðjón Guðmunds son, rak með skoti sínu góðan endahnút á snögga sóknarlotu. í Reykjavíkurliðinu voru tveir Frh. á 14. síðu. Páll Guðnason FJÓRÐI leikur litlu bikarkeppn innar fór fram á Akranesi á sunnudaginn í glampandi sól og blíðskaparveðri og við mikla að sókn. Haraldur Pálsson varð göngumeistari Göngumót. á skíðum var haldið sl. laugardag og fór mót þetta fram í dalnum milli Skarðsmýrar fjalls og Flengingabrekku á Hellis heiði. Bílfært var að rásmarkinu. Veður var gott, frost 1 stig og sólskin. Átta keppendur tóku þátt í móti þessu frá Reykjavík, Siglu firði og Fljótum. Gengið var 7 km. í hring í dalbotninum. Mótsstjóri var Gísli Kristjáns- son, ÍR, og yfirtímavörður var Gunnar Hjaltason, Hafnarfirði. Sigurvegarar (20 ára og eldri); (Reykjavíkurmeistari) Haraldur Pálsson, ÍR 21:11 mín. Páll Guðbjörnsson, Skíðasveit Fljótamanna 21:56 — Hermann Guðbjörnsson, Skíða- félagi Fljótamanna 22:44 — Júlíus Arnarson, ÍR 23:21 — Björn Olsen, Sigluf. 26:07 — Þorb. Eysteinss., ÍR 27:16 — Unglingaflokkur, (sama vega- lengd) Eyþór Hafaldsson, ÍR 21:47 mín. Margir áhorfendur voru við mót þetta, sem var mjög skemmtilegt og fór í alla staði hið bezta fram. Göngumót hefur ekki verið haldið sunnanlands síðan 1958, en von- andi verður mót þetta upphaf þess, að göngumót munu aftur tíðkast sunnanlands. Á þriðja hundrað manns kom í heimsókn að Hlíðarenda á mið vikudaginn 11. maí í tilefni af 55 ára afmæli Vals. Formaður Vals Páll Guðnason bauð gesti vel- komna, en meðal gesta voru menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, forseti ÍSÍ og heiðurs forseti, auk annarra liðsodda í- þróttahreyfingarinnar, bæði for- menn félaga, ráða og sambanda. Meðal gesta, sem tóku til máls og báru fram heillaóskir voru: Heið urforseti ÍSÍ Benedikt G. Waage og forseti ÍSÍ Gísli Halldórsson, formaður KSÍ Björgvin Schram, Jakob Hafstein fyi-rv. formaður ÍR, Einar Sæmundsson formaður KR, sém jafnframt mælti fyi-ir hönd íþróttafélaganna í borginni og af- henti gjöf frá þeim og Frímann Helgason, formaður fulltníaráðs Vals og afhenti hann félaginu frá fulltrúaráðinu sjötíu þúsund króna sjóð til eflingar þjálfunarstarfa félagsins Þá voru nokkrir Valsfé lagar, konur og karlar sæmdir heiðursmerki félagsins úr gulli og silfri. Gunnar Vagnsson, varafor- maður félagsins framkvæmdi þá athöfn. Mörg skeyti bárust svo og blóm og blómakörfur, ennfremur pen- ingagjafir frá eldri félögum. Móttaka gesta stóð yfir til kl. 7 og tókst hún í alla staði mjög vel. Þarna hittust eldri og yngri félagar Vals og þar á meðal nokkr ir af stofnendum, samherjar og vinir úr öðrum félögum, fyrir- svarsmenn íþróttahreyfingarinnar og hugir allra stefndu að sama marki, að hylla eitt af traustusti* félögum iþróttanna í landim* og þakka því vel og drengile^a unnin störf í þágu æskunnar | landinu á liðnum árum. Norræna sund- í keppnin Norræna sundkeppnin fer fram á þessu ári og hefst á sunnudag. inn 15. nk., en lýkur 15. septcmber. Keppnisgreinin er 200 m. frjá)»- aðferð. Rætt verður nánar uií keppnina í blaðinu á morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. maí 1966 Xt

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.