Alþýðublaðið - 04.06.1966, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.06.1966, Síða 1
Laugardagur 4. júní 1966 - 47. árg. - 123. tbl. - VERÐ 5 KR. Bátur brennur og sekkur, mannbjörg Eskifirði MB, OÓ ELDTJR kviknaði- í vélbátnum Jónasi Jónssyni GK 101 á Rcyð arfirði í gærmorgun. Ekki fókst að slökkva eldinn og brann bát- urinn unz hann sökk. Engin slys urðu á skipshöfninni. Báturinn var 72 lestir að stærð, byggður árið 1961. Eldurinn kviknaði um kl. 9 í gærmorgun. Var báturini <þá á siglingu út Reyðarfjörð, á leið til Norðfjarðar, þar sem hann átti að fara til viðgerðar í dráttar- brautinni. Var báturinn kominn að svo- nefndri Flysju þegar skipverjar urðu varir við að eldur var kom inn upp í vélarrúmi. Var eldurinn þá þegar orðinn svo magnaður að ekki var unnt að komast niður í vélarrúmið. Eskifjarðarradíói var þegar gert aðvart hvernig komið var. Farið var með slökkvi Petrosjan sigraði í einvíginu — Geimfararnir Thomas Stafford og Eugeiie Cernan, mgmm \ . -- æ liHÍI \ ’ MOSKVU, 3. júní (NTB-TASS). — Heimsmeistarinn í skák, Tigr an Petrosjan, hinn 36 ára gamli verkfræðingur frá Ar-meníu. held ur titlinum í þrjú ár enn, þar sem áskorandi hans. Boris Spas- sky, gaf 22. skákina' í einvíginu um heimsmeistaratitilinn eftir 35 leiki í dag. Petrosjan hefur því hlotið 12 vinninga, sem nægja til sigurs í einviginu, og er því þar með lokið. Petrosjan vann fjórar skákir af 22, sem t.efldar voru, en Spas- sky, 28 ára gamall verkfræðing- ur frá Leningrad, vann aðeins tvær skákir. Hinum skákunum öll um lauk með jafntefli. Byrjunarleikur Petrosjans í dag sýndi glögglega að hann keppti a,ð jafntefli, ec þegar Spassky beindi skákinni ;nn á aðrar braut ir fann heimsmcistarinn mótleik, sem Spassky hafði gre •nilega ekki gert ráð fyrir og eftir 35 leiki gaf hann skákiná. liðsbíl út eftir ströndinni og var 'hann þar til taks ef hægt væri að renna bátnum á grunn og slökkva þar í honum En það reyndist ekki mögulegt. Um svipað leyti var náð í skips höfnina frá landi. Skömmu eftir magnaðist eldurinn mikið Búist er við að þá hafi eldsneytisgeym ir sprungið. Nokkru síðar kom vélbáturinn Björg frá Eskifirði, 50 lestir að stærð, að Jónasi Jónassyni. Hægt var að koma tói á milli og dró Björg brennandi bátinn inn fjörð inn. Um hádegi varð að sleppa honum aftur og logaði þá stafna á milli. Björg fór aftur inn á Eskifjörð og tók brunadælu um borð og hélt út aftur og spraut aði á eldinn, en allt kom fyrir ekki og sökk báturinn og var þá brunninn nær niður að siólinu Eigandi Jónasar Jónassonar var | Birkisútgerðin h.f Átti báturinn l að stunda dragnótaveiðar í sumar. Gemini 9. á braut en tengingin mistók Kennedyhöfða, 3. júni. (NTB-Reuter). Bandarísku geimförunum Thom as Stafford og Eugene Cernan tókst í kvöld að stýra geimjari sínu, Gemini 9, upp að eldflaug þeirri, sem skotið var á undan geimfarinu, en komust að raun uvi að þeir gátu ekki framkvæmt hina hárnákvæmu tengingu geim- farsins við eldflaugina eins og ráðgert hafði verið. Orsökin ,var sú, að hlíf, sem verndar þann hluta eldflaugarinn- ar, sem tengja átti gejmfarið við,. hafði ekki losnað eins og hún átti að gera, þegar eldflauginni var skotið á miðvikudaginn. Hin ráðgerða tenging átti að vera liá- punktur geimferðarinnar. Talsmaður bandarísku geim- rannsóknarstofnunarinnar NASA sagði, að úr því gæti ekki fengizt skorið hvort geimfararnir gætu losað hlífina fyrr en kl. 11,30 að íslenzkum tíma á morgun. En þá á Cernan að dveljast utan géim- farsins eins og ráðgert hefur verið. Hlífin á eldflauginni er úr plasti og vegur 136 kíló. Hún þekur op það í trjónuhluta eldflaugarinnar, sem tengja á Gemini inn í, og ó- víst er hvort framhluti geimfars- ins komizt í gegnum þessa hlif þannig, að framkvæma megi algera tengingu við eldflaugina. Þetta óhapp hefur ekki óhrif á aðrar tilraunir, sem gera á í geim ferðinni, sem stendur í þrjá daga, t. d. ekki dvöl Cernans utan geim- , farsins. Geimvisindamenn gátu ekki sagt Framhald á 14. siðu. MWMHUMMMWHtÍmiMMHmmMWMMWUHHMMMmi'1 HELZTA LEIÐTOGA if ?mFP2& VIKID FRá PEKING, 3. júní. (NTB- Reuter). — Einum valdamcsta Ieiðtoga kínverskra komniún- ista, Peng Chen, borgarstjóra í Peking, var í dag vikið úr embætti aðalritara komnuinista flokksins í Peking Hinn 67 ára gamli borgarstjóri er valda mesti, kínverski kommúnista- leiðtoginh, sem hreinsaður hef ur verið, síðan kínverska al- þýðulýðveldið var stofnað. Kunnugir í Peking telia ekki óhugsandi, að brottvikni hans sé upphafið á víðtækri hreins- un kínverskra kommúnistaleið toga. Brottvikningin leiddi til mik illa fagnaðarláta í Peking. Um 3000 manns gengu um götur borgarinnar, hrópu'ðu fagnaðar óp og báru rauða fána og stór ar myndir af leiðtoga landsins, (Mao Tse-tung. Vörubifreiðar með stúdentum fylgdu á eftir hópgöngunni. Fyrir utan ráð hús borgarinnar voru sungnir byltingarsöngvar og hápunktur fagnaðarlátanna var mikil flug eldasýning. Mannfjöldinn hróp aði, að brottvikning Peng Chens væri mikill sigur fyrir kenningar Mao Tse-tungs. Auk þess hrópaði manngrúinn að hann styddi hinn nýja íeiðtoga kommúnistaflokksins í Peking, Li Hsueh-feng. Kunnugir í Peking segja að þess sé ekki langt að bíða að Peng Chen verði einnie form lega vikið úr embætti borgar- stjóra, sem hann hefur gegnt síðan 1921. Það hefur verið Frh. á 14. síðu. rtWWMMWtWWMWMWWMWWMMMWMMMMWMiMWW MWWmMWMWMMWMMdWMWWMMMWMMMMMMHWW Hlaut 20 mán ðöa fangelsi í GÆR var kveðinn upp dómur í máli gegn Þorsteini Snorra Axelssyni, sem í okt óber í fyrra ók bifreið drukkinn á ólöglegum hraða eftir Langholtsvegi Þor- steinn ók á kyrrstæða bif- reið með þeim afleiðingum að einn maður beið bana og leigubílstjóri og stúlka slösuðust mikið. Þorsteinn 'hlaut tuttugu mánaða fang- elsi óskilorðsbundið og var sviptur ökuleyfi ævilangt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.