Alþýðublaðið - 04.06.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.06.1966, Blaðsíða 4
Rtiatjór&r: Gylfl Grðndal (Ab.) og Benedllct Grðndal. — Rlt8t#rn«rtuU. trul: Eitiur GuSnawn. — Slmar: 14900-14803 — Auglýalngaslml: 14909. ASsetur AlþýeuhúslS vlS Hverflsgötu, Keykjavík. — PrentsmlSja AlþýSu bUSdna. — Askxlltargjald kr. 95.00 — 1 lausasMu kr. 5.00 elntaJUO. Utgefandl AlþýSuflokkurlna. TUNGUÐ BANDARÍKJAMENN hafa enn unnið mikið vís- indalegt afrek með því að lenda „Surveyor" geimfar inu á tunglinu. Tókst lending þessi með ágætum og telja kunnugir, að maður hefði lifað hana af, ef um mannað skip hefði verið að ræða. * JFyrir nokkrum mánuðum lentu Sovétmenn nu IX. á tungiinu og tókst það eftir allmargar til raunir. Sú lending benti til þess, að yfirborð tungls ias'væri hart, nothæft til lendinga og að þar væru e|ki gljúpir sandar, eins og áður var haldið. Ame- rjjíumenn hafa nú staðfest þetta og er niðurstað an> ekki aðeins sú, að fólk hefur setið við sjónvarps tæki og horft á beinar sendingar frá yfirborði mán- atts, heldur eru vísindalegar líkur fyrir mannaferðum þSngáð út nú taldar meiri en fyrr. I ?: JÖRDIN UM LEIÐ og mannsandinn vinnur sigra á tungl- ^ínu, gerast á jörðunni tíðindi, sem benda til þess, }að siðferðilegur þrpski sé hér enn næsta bágborinn "*óg jaðri við hið versta meðal dýranna. m 4 Fregnin um aftökurnar í Kinshasi við Leopold- /ville í Kongó er hrollvekjandi. Fjórir fyrrverandi ráð Hherrar í stjórn landsins voru ákærðir fyrir samsæri *tii að ráða forsetann, Mobuto, af dögum. Snubbótt rskyndiréttarhöld fóru fram, engin vitni voru leidd, !én mennirnir dæmdir til dauða. Aftakan var síðan iátin fram fara á stóru torgi og landsstjórnin hvatti þjóðina til að fjölmenna á aftökustað. Ekki er Ijóst, hvort Mobuto vildi með þessu jhræða landsfóikið og innræta því ótta og virð- 'ingu fyrir stjórn sinni — eða aðvara pólitíska and- stæðinga. Hvað sem fyrir stjórninni hefur vakað, varð mannfjöldinn óður, þegar þriðji ráðherrann vár hengdur á torginu. Jafnvel þjálfaðir hermenn misstu stjórn á sér og flúðu. Þrátt fyrir göfugar hugsjónir, sem margar þjóðir og einstaklingar aðhyllast, verður ekki sagt, að manns lílið sét dýrt nú á dögum. Eiga fleiri sök á en gæfu- iausir ráðamenn í Kongó. í Suður- og Suðaustur-Asíu æe hungurdauði, þar sem ekki eru beinar blóðsúthell ingar. íÞótt ekki fari hátt, munu hendur stórveld- anna^eldur ekki vera hreinar, svo mjög sem þaa ástunda margvíslegt leyni- og njósnamakk. Svdna er ástandið — og þetta eiga að heita friðartímar, nema rétt á eínum stað. Nú'er leitað að lífverum á öðrum stjörnum. En hyað er það, sem maðurinn á jörðunni ætlar að kenna þeim — ef hann finnur þær? IVIinningarorð: Framhald af 7. 8Í5u. dýpstu samúð og bið allar góðar vættir að styðja þau og styrkja í þungri sorg. Hjálmar Ólafsson. Hugurinn hvarflar 36 ár aftur í tímann. Ég hafði komið til að freista að ná prófi upp úr I. bekk Menntaskólans á Akureyri. Mér og eflaust fleiri utanrkólanemend um, var nokkur geigur í brjósti, að setjast frammi fyrir þeim lærSu herrum í kennarskólanum , og verða að opinbera þar fákænsk una fyrir þeim og drjúgum hópi áheyrenda. Ef til var það ekki sízt þess vegna, að ég veitti sérstaka at hvali fyrsta prófsveininum. sem kallaður var til sætis við próf borðið. Axel Benediktsson kom, hæglát ur en hiklaus, dró sitt verkefni, leysti úr spurningum kennarans skýrt og örugglega og hvarf svo jafn hæglátur frá til þess að rýma fyrir þeim næsta. Mér óxkjarkur. Máske var þetta ekki eins mikil raun og ég hafði haldið. Þannig voru mín fyr?tu kynni af Axel Bened'ktssyni. Samveran í skóla við leik og störf juku þessi kynni og við bundumst vináttu, sem síðan hélzt. þótt oft væri breið vík á milli, veena starfa á fiar lægum landshomum. Og myndin, sem upphafleea greyptist í huga minn, hefir ekki brevt/t, nema til að skvra^t og fyllast út. Axel var fiölhæfur gáfumað nr oa í huga hans ólgaði auðugt hugmyndaflug. sem hann lét bó ekkí udðí hver»dagsle)ga. nema við kunnuga. Hann var prvðileea skáldmæltur, bótt hann hirti ekki um að birta l.ióð sín, neitia lítið eitt og undir d«Inefni. Kom þar tii greina, me^ffPidd og áunnin hlédrægni og siálf=aaenrvní. En af tokkar löngu kvnnum hika ég ekki við að fullyrða, að HEKLU HERRA SOKKAR ríkasti þátturinn í fari hans var góðvild til samstarfsmanna oglöng Un til að rétta hlut þeirra, sem minna máttu sín. Hann haslaði sér völl í hópi þeirrar framvarða sveitar, sem vill vernda og styðja lítilmagnan og stóð þar ókvik uli þar til yfir lauk. Og hann kunni vel að halda á sínu máli og stóð fastur fyrir jafnt við hvern sem var að deila. Á síðari árum átti hann við heilsuleysi að striða, sem hann bar með æðruleysi og karl mennsku. Engum mun þó hafa verið ljósara en honum að hverju dró og fyrr en öðrum, þótt hann léti lítið á því bera. Síðast er við kvöddumst eftir að hafa ræðst við stundarkorn um sameiginlegt áhugamál, þar sem áhugi hans var jafn gneistandi og hugsunin skýr og forðum, þótt fársjúkur væri, lét hann þessi orð falla, um leið og hann brosti við: „Liklega hef ég mig nú ekki fram úr þessu i þetta sinn." í einkalífi sínu var Axel Bene diktsson hamingjusamur maður. Hann og hans ágæta kona, Þóra Guðmundsdóttir voru samhent um að skapa hlýiegt heimili þar sem þrjú mannvænleg börn ólust upp. Þeim vil ég votta innilega samúð, því að þeirra missir er mikill. í hópí okkar stúdentanna frá. M.A. 1935 er nú fyrrta skarðið höggvið. Við munum finna sárt til þess við næstu samfundi. Ég veit, að okkur öllum verður efst og innst í huea þökk fyrir sam fylgdina á líðnum árum og fyrir óhikula v'náttu. Og það er trú mín, að beirn öðrum, sem þekktu AxeJ Benediktsson bezt, sé hið sama í huga. Oddur A. Sigur.iónsson ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM Athugið, að merki þetta sé á » húsgögnum, sem ábyrgðarskírteini fylgir. Kaupið vönduð húsgögn. 02542 FRAMLEIÐÁM&ff: fJNO. FÉDAGltREYKjAVÍKUR . HUSGAGNAMEISTARAFELAG REYKJAVIKUR Hjúkrunairkonur Hjúkrunarkonur óskast að Borgarspítalan- um í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, til afleysinga í sumarfríum. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 22413. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíltur. Bifreiðaeigendur á Austurlandi Ljósastillingar á vegum Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda verða framkvæmdar á Reyðar- firði laugardaginn 4. júní og sunnudaginn 5. júní. Egilsstöðum mánudaginn 6. júní. Tunguhaga þriðjudaginn 7. júní og Seyð- isfirði miðvikudaginn 8. júní. Einnig er ráð gert að fara til Breiðdalsvíkur ef mögulegt reynist. Félagsmenn í FJ.B. fá 20% afslátt frá Ijósa- stillingargjaldi gegn framvísun félagsskír- teinis. Þeir sem ætla að láta stilla ljós bifreiða sinna eru beðnir um að hafa samband við umboðsmenn félagsins á viðkomandi stöð- um. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda. 4.,pií 1966 - ALÞYÐUBLADI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.