Alþýðublaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 2
eimsfréttir sidasfSsdnca nóff BUENOS AIRES: — Herinn í Argentínu tók völdin <?í4ar hendur |ær og steypti Arturo Illia forseta af stóli. Juan Cdrlos Ongania liershöfðingi hefur verið skipaður eftirmaður hains. LONDON: feommúnista um L — Wilson forsætisráðherra sakaði enn í gær að stjórna farmannaverkfallinu sem staðið (tveffur í sex vikur Hann sagði að stjórn sambandsins hefði ekki getað staðizt ásókn kommúnista, en kvaðst trúa því að hófsamir inenn í stjórninni væru nú að ná undirtökunum. Þess vegna tetaði hann nreinskilnislega og benti á þau öfl, sem stofnað gætu nýjum viðræðum farmanna og útgerðarmanna í liættu. SAIGON. — Bandariskar flugvélar gerðu enn árásir í gær á olfu- og bensíngeyma í Norður-Vietnam. í Saigon hélt búdd istáleiðtoginn Thich Tri Quang áfram hungurverkfalli sínu þótt æðsti yfirmaðiir búddistakirkjunnar hafi skipað honum að hætta verkfallinu, sem staðið hefur í 20 daga. CANBERRA: — Aðildarríki Suðaustur-Asíubandalagsins i SEATO) hafa á fundi sínum í Canberra gert nýjar áætlanir, sem eiga að konn x veg fyrir að Thailand verði vígvöllur skæruhern ítðar eins og Víetnam, Fulltrúarnir lýstu yfir stuðningi við áætl anir um að liert verði á baráttunni gegn uppreisnaröflum í norð- ousturhluta iandsins og er talið að samþykktar verði auknar fjár- yejtingar í þessu skyni. , BELGRAD: — Forsætisráðherra Kína, Chou En-lai, sagði í ræðu sem birt var í gær, að tilraunir Bandaríkjamanna til að -ífoma á friði í Vietnam væru „blekkingar frá upphafi til enda.” Chou sagði þctta í ræðu á vináttufundi í Tirana í fyrradag, en Itann fór áleiðts til Pakistan í gær. Chou sagði að Vietnammálið veeri mikilvægasta málið í stéttabaráttu þeirri sem nú væri háð á" alþjóðavettvi ngi og sakaði Rússa um að vilja leysa deiluna á samráði við Bandaríkjamenn. , PARÍS: — Vestur-þýzki hershöfðinginn Johan Adalf von Kielmansegg greifi tekur við starfi franska hershöfðingjans Jean Crepin sem yfirmaður liersveita NATO í Mið-Evrópu. Von Kiel- aAansegg fær þar með valdamestu stöðu í NATO sem nokkur Vestur-Þjóðverji hefur gegnt og verður yfirmaður 7. bandaríska íiersins, brezk.u Rínarhersins og herdeilda frá öðrum NATO-lönd m NEW YORK: U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, heimsækir Ivlöskvu dagana 25.-28, júlí, að því er tilkynnt var í gær. WASHINGTON: —■ Bandaríkjastjórn hefur slitið stjórn- análasambandi við Argentínu vegna byltingarinnar í gær, Banda ríska utanríkisráðiHieytið kvaðst harma byltingu hersrns gegn líinni lýðræðisiegu þingstjórn landsis. Við eyðum sex sinnum meira íé í Danmörku en Danir hér Reykjavík, EG. í þættinum „Á blaðamanna fundi“ í Ríkisútvarpinu í fyrra kvöld lét Lúðvíg Hjálmtýsson, form. Ferðamálaráðs, svo um mælt, að nærri lagi væri, að danskir ferðamenn eyddu hér um tveim milljónum danskra króna á ári, en íslenzkir ferða menn eyddu hins vegar eftir því sem hægt væri að komast næst um það sexfaldri þeirri upphæð í Danmörku. Lúðvíg kvaðst vera þeirrar skoðunar, að um það bil eitt hundrað milljónir króna vant- aði upp á jafnvægi í þessum málum, þannig að við hefðum jafnmiklar tekjur hér af erlend um ferðamönnum og við eydd um í ferðalög til útlanda á ári hverju. Búizt er við að hingað komi í ár um það bii 30 þúsund ferða menn eða rúmlega það, en ferðamannastraumurinn hefur aukizt með hverju árinu sem lið ið hefur. Talsvert fleiri íslend ingar fara hins vegar til út- landa á ári hverju. Þess ber að gæta að í þessum tölum eru ekki taldir þeir ferðamenn, sem stanza hér skemur en sólar- hring, og ekki þeir farþegar Loftleiða, sem hér stanza í einn sólarhring. Mikill fjöldi ferða- manna stanzar hér aðeins einn dag. Svo er til dæmis um flesta eða alla sem hingað koma á skemmtiferðaskipunum, en reiknað er meö að 19 skemmti ferðaskip komi hingað í sumar. Lúðvíg upplýsti einnig á fund inum, að fyrir 7 árum hefðu hótel í Reykjavík verið fimm, en væru nú tíu. Tala gistiher bergja hefði á þeesu tímabili aukizt úr 225 í 484 eða um 115%, en á sama tíma hefði tala gistirúma aukizt úr 366 í 849 eða um 132%. Nýjar og fullkomnar fiskvinnsluvél ar Húsavík. — EJ. FORSTJÓRI Fiskiðjusarnlags Húsavíkur, Vernharður Bjarna- son, kallaði fréttamenn á sinn fund fyrir skömmu og sýndi þeim nýja kolaflökunarvél að starfi, svo og þann hluta hinnar nýju hygg- ingar, sem tekinn hefur veriö í notkun. Forstjórinn gaf frétta- mönnum eftirfarandi upplýsingar. Fiskiðjusamlag Húsavíkur stendur á merkum tímamótum. — Eins og yður er kunnugt var það byggt 1950, fyrsta byggingin 561 ferm. á 2 hæðum, 3931 rúmm., og síðan ke.vpt 2 söltunarhús og lifr- arbræðsla norðar á uppfyllingunni samtals 664 ferm. og 2.325 rúmm. Árið 1963 var liafin nýbygging milli saltfiskhúsa og frystihúss sem er 427 ferm. á 4 liæöum, sam- tals 6.834 rúmm., og var hægt að taka 1. hæð í notkun í byrjun árs 1964, en þar fer fram öll fisk- móttaka, fiskaðgerð, sundurgrein- ing og ísun. 2. hæð er tekin í notkun fyrir nokkrum dögum, og er það viðbót við vinnslusal, og hefur öll flökun verið flutt þang- að. 3. hæðin sem er við götu ofan sjávarbakkans, og verða þar allar snyrtingar, kaffistofa og fiskbúð- ir fyrir bæ og sveit. Á 4. hæð verða skrifstofur og fleiri starf- semi. Eins og þér sjáið er allmik- ið eftir að fullgera þetta hús, þótt í notkun hafi verið tekið, sem stafar af tvennu, fjármagnsleysi og að nokkru vöntun á iðnaðarmönn- um. Frystitæki voru upphaflega ó- einangruð fyrir 2.700 lbs. en var aukið 1959—60 um 2.400 lbs. og 1964—65 um 3000 lbs. og all ein- angrað og geta tæki nú því tekið alls 8.100 lbs. Frystivélar voru auknar 1959 um helming, og verð- ur orka auldn í sumar aftur um helming, þannig að fjórföld orka verður miðað við það, sem byrjað Framhald á 14. síðu. SorphreinsuBiBn í óiestri Reykjavík. 28. júní. ÖSKUTUNNULEYSI plagar í- búa í sumum hverfum borg- arrihnar þessa dagana, enda . virðast hreinsunarmenn seinni á ferðinni en endranær og tt>nnur víða orðnar yfirfullar. ú Ér þetta einkum bagalegt fegna þess að þeir sem losa ðskutunnur borgarbúa neita að tttka rusl, sem ekki er sett í fttnnur, sem hreinsunardeild Reykjavíkurborgar á að útvega. í' einu hverfi borgarinnar I löfðu öskutunnur ekki verið 1 tsaðar í nær tvær vikur, og e í efúr auga leið, að húsmæður ; éru í hreinustu vandræðum rheð að koma frá sér rusli og þarf ekki að lýsa livers konar þrifnaður er að hrúga mataraf- göngum og öðru því sem tuhn- urnar eru ætlaðar fyrir í kassa og önnur ílát og stilla þeásu upp með tunnunum og ekki bætir ástandið að hreinsunar- menn taka ekki nema það rusl sem sett er í tunnur. Margar kvartanir hafa bor- izt til blaðsins undanfarna daga vegna þessa, og flestar úr sama borgarhverfinu. Hafa margir íbúanna beðið um tunnur til viðbótar, en ekki fengið og er þetta ástand óþolandi fyrir hús- mæður sem við það þurfa að búa. Blaðið hafði samband við lireinsunardeild Reykjavíkur- borgar og spurðist fyrir um hvernig á þessari vanrækslu stæði. Borið var við, að alltaf gæti komið: fyrir, að dregizt gæti um hríð að losa öskutunnur í einstökum hverfum og gætu frí- dagafe' í miðri. viku tafið starf- semina. Til dæmis hefðu fallið úr' tveir dágar í siðustu viku, 17: júní og laugardagurinn þar á eftlr, þegar hreinsunardeild- in liáfði nóg að gera við að taka til í miðborginni eftir há- tíðarhöldin, og • ekki getað annað öskutunnuhréinsun. Hins vegar var upplýst' að allir fengju tunnur að láni eftir þörfum. En þar ber hreinsun- ai'deiidinni alls ekki saman við þær húsmæður sem blaðið hef- ur haft samband við og ekki hafa fengið úrlausn á ösku- tunnuleysinu. I «WWWWMM*MWM*M<WMM*M*WWWWWWWWWWWWWWWHWWWWW» BÆNDUR HLUTSKARPASTIR I VERÐLAU NASAM KEPPNI í SAMBANDI við útgáfu kosn- ingahandbókar Fjölvíss fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í mai sl. efndi útgáfan til getraunar um úr- slitin í Reykjavík. Hlutskarpastir juðu tveir þátttakendur utan af landi, þeir Bjarni Bjarnason bóndi, Hraðastöðum, Mosfells- sveit og Jón Erlendsson, Firði 3, Seyðisfirði. Bjarni Bjarnason hafði aðeins 1459 atkvæðaskekkjur samtals lijá ölium flokkunum, en ranga full- trúatölu hjá Framsókn og Sjálf- stæðisflokknum. Jón Erlendsson hafði rétta full- trúatölu en 2580 atkvæðaskekkjur. Var það niðurstaða dómnefndar að skipta verðlaununum (2000 kr. og 1000 kr.) á milli þessara manna og hljóta þeir því 1500 krónur hvor um sig. Lausnir verðlaunahafa voru: Bjarni Bjarnason: A-listi 2 fuiltrúa (5679 B-listi 3 fulltrúa (6714 D-Iisti 5460 atkv. — 2) 7719 atkv. - 2) 19110 atkv. 7 fulltrúa (18929 - 8) G-listi 3 fulltrúa 7614 atkv. (7668 — 3) Jón Ei-Iendsson: A-listi B-listi D-listi G-listi atkv. fulltr. 5546 O íj 6709 2 20815 8 7112 3 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. júní 1966

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.