Alþýðublaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 10
Kasfljés Framhald af 5. fíðu j fyrir löngu og Castro hrökkl j azt frá völdum. Ekki kæmi á óvart, þótt þolinmæði Rússa væri á þrotum. Og ef til vill er þetta ástæðan til þess að ■- Castro virðist vera orðinn leik í brúða í höndum annarra afla, hvort sem hann er sjúkur eða ekki, nákvæmlega þins og Sukarno í Indónesíu. Eða er hann orðinn að „alvöldum písl arvotti“ eins og einn af ráð- herrum hans sagði nýlega? $kógurinn Framhald af 7. síðu. En allt þetta hefur einnig ver ið sagt í Noregi, þótt slíkar : raddir séu þagnaðar nú. Eitt höfuðmein íslenzks þjóð arbúskapar er fábreytni atvinnu ■ veganna. Vér þurfum margt að kaupa, en höfum fáar vörur að selja annað en , sjávarafla. Vandamál byggðanna aukast ár frá ári, svo að til landauðn ar horfir af sömu sökum og í Noregi.-Og jafnvel þéttbýlu sveitimar eíga í erfiðleikum. ' Öll rök mæla með því að auk- in skógrækt gæti leyst vanda sveitanna á verulegan hátt, þótt hún sé engin allsherjar lausn. Skógarafurðirnar eru £ undirstaða iðnaðar, og þar er ,j engin hætta á sölutregðu. Þann ig skapar skógræktin gjaldeyri t um leið og hún heldur við hinu | margumrædda jafnvægi í byggð * landcins. Athyglisvert er, að Norð- menn hafa breytt lítilsverðum birkiskógi í barrskóga. Hér ér eins og komið sé við hjartað í sumum, síðan skógrækt'n tók „ að planta barrviði í birkikjörr ',in. Mörg kræklukjörrin hér á landi eru lítilsvirði sem nytja land. en eru ákiósanleg til að ? hlífa hinum vaxandi ungskógi og greiða vöxt hans. ÞaB væri því fásinna að nota þau ekki til slíkra hluta. Dæmi Norðmanna má vera oss til fyrirmyndar um flesta hluti í þessum efnum. Vér get um margt lært af þeim í fram kvæmdum. Vér sjáum hver á- lirif skógræktin hefur á þjóðar haginn, og þá ekki sízt landbún aðinn. Og reynsla liðinnar ald ar hefur breytt hugafrarinu, svo að nú mun tæpast sá Norð maður finnast, sem ekki sér og skilur, að skógræktin er þjóðar nauðsyn og þjóðargæfa. Það þurfum vér líka að skilja. St. Std. il Ferðalag Framhald Ar opno. Frá Skálholti var ekið, sem leið lá að Hvolsvelli, þar sem ferðafólkið borð- aði ágætis hádegisverð. Frá Hvolsvelli var síðan haldið austur Fljótshlíðina í glampandi sólskini. Gengið var upp að Hlíðar enda og kirkjan skoðuð. Frá Hlíðarenda var ekið ofan Markarfljótsaura og í Landeyjamar og komið að Bergþórshvoli. Mjög gott útsýni var til Vest- mannaeyja og blasti við hyggðin í Heimaey. Vel sást einnig til Surtseyjar og gosstrókinn í nýju eynni bar við hlátt loftið. Frá Bergþórshvoli var svo hojldið að Keldum, * BILLINN Bent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ -29. júni 1966 þar sem gamli hærinn og kirkjan var skoðuð. Frá Keldum var síðan ekið heimleiðis um Selfoss og komið í bæinn um ell- efu-leitið um kvöldið. Fornleifafundur Framhald at síðu .8. glaðari. Þeir höfðu nefnilega sögu legt gildi Einn þeirra heyrði til Lutuf Eff endi Manniasi Zaada — guðfræð ingi og dómara, sem dó árið 1248 samkvæmt tímatali Múhameðstrú armanna — eða fyrir 158 árum síðan. Annar tilheyrði sonarsyni hans sem dó fyrir 137 árum síðan Steinunum hefur nú verið kom ið fyrir á safni í Istanbul, og forn leifafræðingar hafa þakkað öllum sem hlut áttu að máli að fundi þeirra, einkum þó Anitu Ekberg. Glugginn Framhald af 6. síðu Það ríkti gleði í Svíþjóð þenn an dag. En svo kastaði „Aftonbladet" sprengjunni 1. júní sl. Krónprins inn hafði fallið i reikningi. Eink unnir prinsins voru annars þann ig: Sænsk tunga og bókmenntir ba (mg—) Enska: ba (mg—) Þýzka: ba (mg—) Franska b (gott) Kristinfræði ba (mg—) Heimspeki ba (mg—) Þjóðfélagsfræði ba (mg—) Saga ba (mg—) Landafræði ab (mg-f) Stærðfræði (óhæfur) Líffræði ba (mg—) Eðlisfræði b (gott) Efnafræði b (gott) , í skriflegu prófunum fékk prins inn þessar einkunnir, sænskur stíll ba (mg—), ensku b (gott), stærð fræði c (óhæfur). Þess skal getið að í Svíþjóð eru einkunnir gefnar með bók stöfum, og eru því nánari skýr ingar í svigunum aftan við. Mg— útleggist mjög gott mínus. Birting einkunnanna kom af stað miklum umræðum í Svíbifið. Mörgum fannst það óviðeigandi að draga einkalif prinsins fram í sviðsliósið. Aðrir fögnuðu því, og Ivðveldishugmvndin fékk byr und ir báða vængi. Langflestir furðuðu sig þó á liinum lélega námsárangri krón prinsins. Sú skoðun hafði verið ríkjandi, að hann væri allgóður nemandi. Næst einkunninni í stærðfr., kom mönnum á óvart, að maður, sem í framtíðinni á að stjórna Sví þjóð, skyldi ekki fá nema meðal einkunnina ba í þjóðfélags- Verff: 11.500,00 kr. fyrir 19 dasra. Fararstj.: Steinunn Stefánsdóttir listfræðingur. mMORK 0G l-ÞÝZKALAND ýs/s/t //////. i FARGJALD SIÐAR GREITT //. /// Hin árlega Eystrasaltsvika verður haldin dagana 9,-18, júlí í Rostockhéraði, — Við skipuleggjum ferð þang að ?om hér segir: 7. iúlf: Flogið til Kaupmannahafnar. 8. júlí: Farið verður til Warnemiinde. 9. —18.júlí: Dvalizt á Eystrasaltsvikunni. 18.—24. júlí: Ferð með langferðabílum um Austur-Þýzka iand. Komið í Berlín, Dresden og Leipzig. 24. júlí: Farið frá Berlín til Kaupmannahafnar. 25. iúlí: Flogið til íslands. í Rostockhéraði hittast árlega á Eystrasaltsviku hóp- ar frá öllum löndum er liggja að Eystrasalti, auk Nor- egs og íslands. Þar fer fram allskonar skemmti- og fræðslustarfsemi. Baðstrendur ágætar, loftslagið milt og þægilegt. Þátt- taka er takmörkuð við ákveðinn hóp. Hafið samband við okkur fyrir 25. júní n.k. L AISI imaa FERÐASKRIFSTOFA Laugavegi 54. — Sími 22875 og SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK fræði! Daginn áður en stúdentsprófs- einkunnirnar voru birtar almenn ingi, hófst nýr kapituli í íífi krón prinsins. Þá ók hann til hins kon unglega sjóliðsforingjaskóla í Nas byparken í Stokkhólmi á nýjum grábláum sportbil — Volvo 1800 sem hann hafði fengið í prófgjöf frá Sibyllu prinsessu. Til að byrja með fær hann í laun rúmar tuttugu krónur á dag. Hann deilir herbergi með ósköp venjulegum Anderson. í sumar á krónprinsinn að vera á skólaskipi, því að ætlunin er að hann hljóti góða menntun sem sjóliðsforingi. Seinna kemur hann tii með að dvelja eitthvað á skipi landgönguliða flotanjs „Álvsnabben" og sigla á fjarlæg ar slóðir. Og þegar krónprinsinn nær 25 ára aldri, getur hann samkvæmt stjórnarskránni tekið sæti sem konungur Svíþjóðar. Vinnuvélar til leigu. Leigjum út pússninga-steypu- hrærivélar og hjólbörur. Rafknúnir gr jót- og múrhanirar með borum og fleygum. Steinborvélar — Víbratorar. Vatnsdælur . m.fL L.EIGAN S.F. Sími 23480. SMURIBRAUÐ Snittur Opið frá kl. 9—23,30 BrautSstofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Krossgötur Framhald á 10. eíðu. ★ ATHUGA ÞARF MÁLIN. Hér var vikið að því fyrir nokkru síðan, að ekki færi ýkja mikið fyrir starfsemi ís- lenzku neytendasamtakanna, en það eru einmitt mál á borð við þetta, sem neytendasamtökin ættu að kanna og komast að raun um hvort þarna hefur verið vegið að hagsmunum neytenda eða ekki. Þetta er ef til vill ekki stórt mál í sjálfu sér, en víða gætir mjög vaxandi tilhneigingu til sam- komulags um verðákvörðun og þannig útilokað það sem kallað er samkeppni. Þessu þarf að gefa gaum í tíma og fullkomlega er liklega kominn tími tll að athuga hve mikil brtígð eru hérlendis að slíkri háttsemi. — Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.