Alþýðublaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.06.1966, Blaðsíða 16
J»eg-ar fréttist aS Warner fsræður hefðu keypt kvikniynda ♦'éttinn á þessum leik Edwards Jitbee glottu menn í barm sér.. Vísir. frað eru ekki nema altöffustu gæjamir, sem sjússa sig, með an þeir keyra. Langflestir «toppa, meffan þeir súpa á. Nú lief ég loks komizt aff því tciff hvaff er átt meff frysitingru f.parifjár. Þaff er auðvítað pen fngar, sem fólk eyðir í ísskápa Þg frystikistur. Nú eru Bílddælingar orffnir tannnála prestastéttinni. Þeir VÍlja ekki hafa neinn prest, og «*a» vill heldur eginn prestur vera hjá þeim SÍÐDEGIS á laugardag hitti ég mann, sem sagðist heyra einhvern ókennilegan hávaða, en þó í mikl- um fjarska. Ég gat ekki heyrt neitt, en hann sagðist vera sann- færður um, að ekki væri um of- heyrn að ræða. Ég sagði, að það þyrfti heldur ekki að vera svo, því að sjaldan væri skortur á há- vaða hér I þéttbýlinu. Ræddum við síðan nokkuð um hljóðburð og hávaða, og héldum því næst hvor til síns heima. En ég hélt áfram að velta þvi fyrir mér, livað þessi félagi minn hefði raunverulega heyrt, því að ég var alveg sannfærður um, að liann hafði heyrt eitthvað. Þetta var ekki maður, sem fór með neitt fleipur, og ég hafði áður þekkt hann að því að vera ótrú- lega næmur á hljóð. Mér liggur við að segja, að hann slagi upp í Heimdall, þennan sem heyrði gras gróa, og ég lief oft óskað sjálfum mér til lukku með það að hafa ekki slíka heyrn og þessi mað- ur, því að af tvennu illu er það áreiðanlega betra að heyx-a of illa en að heyra of vel. Ég fór sem sagt að velta því fyrir mér, hvað maðurinn gæti hafa heyrt. Þetta var eftir hádegi á laugardegi, svo að um vinnuvél- ar gat varia verið að ræða, og þetta gat heldur ekki verið lirot- ur starfsmanna á einlxverri opin- berri skrifstofu, því að opinberar skrifstofur eru allar lokaðar á laugardögum á sumrin. Sjálfsagt gæti hann hafa heyrt í bílum og öðrum ökutækjum einhvers stað- ar, en ég dró mjög í efa, að hann hefði farið að liafa oi'ð á því, því að hann lilaut að vera vanur þeim skruðningum. Nei, hér hlaut að hafa verið um að ræða einhvern óvenjulegan dyn. Eftir nokki-a umhugsun fann ég líka hina réttu skýringu, eða ég er að minnsta kosti alveg sann- færður um að það sé hin rétta skýring, — og því sannfærðari sem ég liugsa málið betur. Síð- ustu daga síðustu viku var nefni- lega framleiddur ekki svo lítill hávaði austan fjalls, en þá héldu lúðrasveitir með sér landsmót á Selfossi. Alls mættu til þess móts tólf lúðrasveitir eða samtals nokk- uð á þriðja hundrað manns, og það gefur auga leið, að hávaðinn liefur verið ærinn þegar allur blásaraliópurinn blés í lúðra sína í einu. Það er undarlegt, ef ein- hverjir sann-lúterskir heiðurs- menn í kirkjugörðum á Suður landi hafi ekki rumskað í gröfum sínum við þann lúðraþyt og hald- ið að dómsdagur væri kominn. Sjálfsagt hafa lúðrasveitirnar átt ánægjulega daga þarna eystra og vonandi þurfa Selfossbúar ekki að ganga með hellur fyrir eyrunum mjög lengi. Og það verð- ur einnig að vona, að blásúrunum sjálfum batni skjótlega, en sam- kvæmt frásögn eins dagblaðanna hljóp á einhverja þeirra, og er matareitrun kennt unx. Það er svo sem auðvitað, að einhverjum þurfi um að kenna, og vel getur verið, að þeir liafi fengið skemmdan mat. En gæti ekki magakveisan líka einfaldlega verið atvinnu- sjúkdómur? Frá leikmannssjónar- miði í lúðrablæsti-i að minnsta kosti liggur það í augum uppi, að það hlýtur að vera mikil á- reynsla á innyflin og geta komið róti á meltingarfærin að þurfa að framleiða allan þann vind, sem fer til að knýja stóra og hljóni- mikla lúði'a. Blóm ©g ávísanir I gróandanxxm grær hvert moldarflag, fær grænan Iit af sumarnál, Þaff færist næstum ofvöxtur í alit, jafnt ávísanafals sem gras og: kál. En unglingarnir byggja skýjaborg og búa stórt í skógarlaut. í vorbiíðunni vaxa falleg blóm við vonarstræti og miklubraut. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.