Alþýðublaðið - 07.07.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.07.1966, Blaðsíða 4
 BMatJörar: Gylfl Gröndal (4b.) og Benedlkt Gröndal. - RltetíSmarfull. trúl: aaöur GuBnaaon. — Slmar: 14900-14903 — Auglýatngaalml: 1490«. ABaetur AJþýOuhúslB vlB Hverflsgötu, Reykjavlk. — PrentsmlBja AlþýBu bköalna. - AstrUtargjald kr. 95.00 - t lausasölu kr. 6.00 felntakKL Utgefandl AlþýBuflokkuriniL VELKOMINN GESTUR í dag fagna íslendingar tignum gesti. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, U Thant, kemur hingað til lands í opinbera heimsókn. Mun hann ræða við forustumenn þjóðarinnar, en einnig tala í Háskóla íslands fyrir það landsfólk, sem hlýða vill. ' * U Thant hefur að baki merkanferil. Hann varkenn ari í heimalandi sínu Burma í Asíu. Hann varð fulltrúi þjóðar sinnar hjá SÞ og var valinn eftirmaður ,t)ags Hammarskjölds sem aðalritari eftir að Hammar- skjöld fórst í flugslysi í Kongó. U Thant hefur unnið kér mikla virðingu í starfi sínu og eflt Sameinuðu þjóðirnar við hinar erfiðustu aðstæður. Sameinuðu þjóðirnar eru draumur, sem smám saman verður að veruleika. Eftir mörg hundruð ára jskálmöld, þegar vopnin útkljáðu deilur einstaklinga !og þjóða, fæddist með batnandi samgöngum sú hug- Sjón, að allt mannkyn ætti að vera í einum félagsskap, Setti að hafa ein lög og Iþjóðlega lögreglu til að fram fylgja þeim. Þá mætti knýja þá, sem friði vilja spilla, til að leysa deilur á friðsamlegan hátt. Þá mætti á einum stað jafna auð mannkynsins og útrýma sulti og sjúkdómum. Þá mundi skapast sannur friður. I Slíkir draumar rætast ekki án þess að stórfelldar foreytingar verði á hugsunarhætti einstaklinga og þjóða. Þess vegna hefur miðað hægt í rétta átt — og þó. Segja má, að fyrsta stóra skrefið hafi verið stofn- un og starf Þjóðabandalagsins milli heimsstyrjald- anna. Það var ófullkomið, en aftur var reynt með pýjum eldmóði eftir síðari ófriðinn. Núverandi banda lag stendur framar hinu eldra og hefur komizt langt á réttri leið, þótt varla megi heita, að lokatakmarkið sé komið í augsýn. Starf Sameinuðu þjóðanna á sviði sérdeilda þess hefur verið stórbrotið, og nægir þar að nefna barnahjálp, matvælastofnun, menningar- stofnun og heilbrigðisstofnun. Stærsta skrefið í rétta' átt var þó stigið, er hersveitir undir merkjum SÞ tóku sér stöðu milli stríðsaðila og stilltu til friðar. Þetta hefur gerzt á nokkrum stöðum og hefur tvisvar komið í veg fyrir stórófrið, í Suezdeilunni og í Kongó. Við eigum Sameinuðu þjóðunum meira að þakka en flesta grunar. Sameinuðu þjóðirnar eru eins og alþingi hið forna vettvangur, sem tengir saman fjarlæga aðila. Smá- þjóðirnar hafa meira við þau tengsl að vinna en hinar stærri og eiga því að leggja sérstaka rækt við banda- lagið. Það þurfa íslendingar að gera í ríkari mæli í framtíðinni en hingað til. Vonandi verður heimsókn U Thant til að opna augu þjóðarinnar. 4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. júlí 1966 Guörún Guðmundsdóttir i frá Holtsmúla Koparpípur og Rennilokar, Fittings, F. 5. júlVl877. — D. 20. júlí 1965. NÚ á þessum fagra júlídegi leitar hugurinn í slóð minning- anna. Nú finn ég greinilegar en nokkru sinni fyrr, að sætið þitt er autt. Nú ertu gengin á fund feðra þinna og annarra ástvina, sem farnir voru á undan þér. — Minningin um þig lifir þó greini- lega í hugum ástvina þinna og þeirra, sem áttu því láni að fagna að kynnast þér. Veit ég að andi þinn mun svífa yfir heimilum þeirra með mildi og hógværð, eins og líf þitt einkenndist af. Góðvildar þinnar og gjafmildi naut ég og dóttir mín ætið hjá þér, þó að við gætum aldrei neitt gert fyrir þig í staðinn. Þess munum við ætíð verða minnugar og þökkum þér það allt hjartanlega um leið og við biðj- um þér blessunar á landi lifenda. Guðrún Guðbrandsdóttir var fædd 5. júlí 1877 að Heysholti í Landssveit í Rangárvallasýslu. Hún ól mestan aldur sinn í Holts- múla. Var með syni sínum eftir lát maka síns, Þorsteins Þor- steinssonar og svo siðar hjá dótt- ur sinni og tengdasyni í Barma- lilíð 36, þar sem hún lézt 20. júlí síðastliðinn. Það var stór heiðurs- fylking vina og vandamanna, sem fylgdi henni heim í sveitina sína i síðasta sinn þann 29. júlí síðast- liðinn, fyrir tæpu ári síðan, þar sem hún var jarðsett við hlið ást- vinar síns í Skarðskirkjugarði. Ég lagði ekki blóm á leiðið þitt, en nú legg ég þessi fátæklegu þakkar- og kveðju-orð á altari minninganna um þig, sem ég mun ætíð blessa. „Sértu í faðmi frelsarans, falin allar stundir. Vængjaskjóli væru hans vaktu og sofðu undir.” 5. júlí 1966. Fanney Gunnarsdóttir. BLAUPUNKT í blliim Öll þjónusta og viðgerðir j«t jr lesaa> mar 'wr ur hjá okkur. JL lÆJmfrJrwLÆ. Jr Radíóverkstæði og verzlun Skipholti 1 — Rvík — Sími 23220. Ofnakranar, Tengikranar Slöngukranar, Rlöndunartæki, Burstafell bygglngarvöruverzltu, Héttarholtsvegl S. Siml 3 88 40. t krossgðtum ★ ÞAKLAUS STÚKA. íþróttaunnandi hefur skrifað okkur á þessa leið: „Ég fer óft á knattspyrnuleiki á Laugardalsvellinum og nú í sumar hefur mér æði oft orðið hugsað til þess framkvæmdaleysis, sem þar er svo áberandi. Áhorfendastúkan er hálf- byggð og þaklaus, en lítið tillit virðist tekið til þess við verðlagningu aðgöngumiðanna. Eins má geta þess að svo virðist sem ríflega sé selt í stúk- una, þvi þar eru þrengsli ævinlega gífurleg, þegar stórleikir fara fram. ★ STÓR-STÚKA. Skammt frá þessu hálfbyggða mannvirki er að rísa mikil og glæsileg sundlaug, sem leysa skal gömlu Sundlaugarnar af hólmi. — Þetta er að sjálfsögðu gott og blessað. Yfir þessari . miklu sundlaug trónar gífurleg stór-stúka, sem sjálfsagt tekur um helmingi fleiri áhorfendur en stúkan við Laugardalsvöllinn, og þessi myndarlega stúka, sem enn hefur ekki verið tekin í notkun getur státað af miklu og glæsilegu þakl, sem er meira en hin getur. Nú tjá mér fróðir menn að áhorf- endur á sundmótum. séu næsta fáir, og væri kann- ski ekkl fjarri lagi að ætla að allir kæmust þeir fyrir á .fremsta bekk stór-stúkunnar nýju, — og mundu þá væntanlega allir sjá bærilega. Og nú er mér spurn sem íþrótta- unnanda og skattgreiðanda: Hefði nú ekki verið nær (og betur fallið til tekjuöflunar) að stækka stúkuna á Laugardalsvellinum og setja á hana þak, en hafa stúkuna við sundlaugina heldur minni, en með möguleikum til stækkunar, og þá jafnvel þaklausa fyrstu árin? . i ★ LIÐIN EKKI KYNNT. Fyrst ég er búinn að hripa þess- ar línur langar mig að bæta hér einu atriði við. Það hefur all lengi verið venja á Laugardalsvell- inum að kynna þau knattspyrnulið, sem eiga að leika með því að lesa upp nöfn leikmanna og hvaða siöðu þeir skipa. Út af þessu var brugðið síðastlið- ið mánudagskvöld, er við áttust Danir og íslend- íngar, en bent var á leikskrá íþróttafréttamanna, sem seld var á vellinum. Þetta fannst mér held- ur lítil kurteisi við áhorfendur. Ég er sannfærður um að okkar ágætu íþróttafréttamenn hefðu ekki heðið fjárhagslegt tjón af þótt liðin hefðu verið kynnt eins og venjulega.” — íþróttaunnandi. ★ TJÓN EÐA TJÓN EKKI. Þá hefur okkur borizt svohljóð- andi bréf um. bifreiðatryggingar: „Getið þið á krossgötunum — sagt mér, hvernig stendur á því að Samvinnutryggingar auglýsa: — Viðskipta- vinir gjaldfríir eitt ár eftir 10 ára tjónlausan akst- ur — eða eitthvað á þessa léið, en standa svo ekki við það í framkvæmd. — Eða ætli beri að líta á þetta sem vanalega auglýsingabrellu með svo mörg- um fyrirvörum — ef þetta eða hitt er svona eða sVona, þá — að aldrei komi til útgjalda vegna þéss- arar yfirlýsingar. — Rétthafi, R. 8406.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.