Alþýðublaðið - 07.07.1966, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.07.1966, Blaðsíða 5
THANT TIL ÍSLANDS I DAG Þegar U Thant var kjörinn framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna urðu þáttaskil í sögu samtakanna. Áhrifa hinna ný- frjálsu ríkja í Afríku og Asíu tók að gæta í vaxandi mæli. Táknrænt þótti fyrir þróunina í heimssamtökunum og heim- inum yfirleitt, að framkvæmda stjórinn var ffá Burma, for- seti Allsherjarþingsins frá Pak istan og aðah'áðunautur fram kvæmdastjórans frá Ceylon. Það var ekki síður táknrænt fyrir þróunina innan SÞ, að fyrsti framkvæmdastjórinn, Trygve Lie, var frá vestrænu ríki sem aðild á að hernaðarbandalagi, að annar framkvæmdastjórinn Dag Hammarskjöld var frá vest rænu ríki, sem gætir hlutleysis í utanríkismálum, og að þriðji framkvæmdastjórinn er frá hlut lausu þróunarlandi. U Thant er verið hafði fasta fulltrúi Burma hjá SÞ síðan 1957, tók við framkvæmdastjóra starfinu í nóvember 1961, skömmu eftir að fyrirrennari hans, Hammarskjöld, fórst með duiarfullum hætti í flugslysi i Kongó. 30 nóvember 1962 var hann formlega kjörinn fram- kvæmdastjóri. Það þótti mikill sigur fyrir U Thant að Rússar studdu til nefningu hans, en þeir höfðu þá um skeið krafizt þess, að embætti framkvæmdastjóra yrði lagt niður og að í þess stað yrði komið á laggirnar „þrí- stjórn", þ.e. stjóm þriggja fram kvæmdastjóra og skyldi einn þeirra vera frá vestrænu ríki einn frá kommúnistaríki einn frá hlutlausu r-íki. Þessi tillaga hefði að öllum líkindum gert Sameinuðu þjóðirnaróstarfliæf ar, ef hún hefði náð fram að ganga, en hún strandaði á and stöðu hinna nýfrjálsu ríkja, sem Krústjov reyndi að hræða til fylgis við Rússa, þegar hann heim''ótti aðalstöðvarnar 1960 og barði í borðið' með skónuni. U Thant er 57 ára að aldri og sameinar á skemmtilegan hátt austræna heimspeki og vest rænar skoðanir, en þær segist hann ekki hvað sízt hafa öðlazt fyrir tilstilli dóttur sinnar, sem er 27 ára að aldri og gift Banda ríkiamanni og sonar síns sem er 24 ára gamall og stundað hef ur nám í Bandaríkjunum, „U“ er titill sem nánast merkir „herra", og fá Burmamenn þessa nafnbót er þeir ná fer tugsaldri, en fram að því eru þeir kallaðir „maung". Að loknu námi í háskólanum í Rangoon gerðist U Thant kenn ari í fæðingarbæ sínum, Pant anaw, og var skólastjórinn U Nu, sem síðar varð forsætjsráð herra Burma. Hann tók síðar við skólastjórastarfinu af U Nu og. gegndi því til ársins 1947. Frá unga aldri hafði hann fengizt við blaðamennsku og ritstörf, og eftir hann ijggja margar bækur, m.a. „Þjóða- bandalagið", „Borgjr pg spgur þeirra", „Til nýrrar menntun ár“ og rit í þremur bindum um „Sögu Burma eftir heimsstyrj öldina." Skömmu eftir að heimsstyrj öldinnni lauk og Burma hlaut sjálfstæði, hóf U Thant afskipti sín af stjórnmálum. Hann var skipaður blaðafulltrúi stjórnar innar í Burma 1947; upplýsinga málaráðh. 2 árum síðar og ráðherra án stjórnardejldar 19 53, en í því starfi var hann per U THANT. sónulegur ráðunautur vinar síns, U Nu. Áx-ið 1957 var hann síðan skipaður formaður sendi nefndar Burma hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var varafor- Myndin e>- tekin við brottför U Thants aðalritara Sameinuðu þjóðannx frá New • á myndinni eru talið frá vinstri; Hannes Kjartansson sendiherra ítiands hjá inu Alitaiia og Mario Majoli formaður fjórtán manna nefndarinnar -sm fjallar York nú um mánaðarmótin, Með honum S.Þ.,Gian Fridgerio frá ítalska flugfélag- um. fjármál S.Þ. seti Allshei'jarþingsins 1959 og formaður nefndar þeirx-ar, sem SÞ skipuðu 1961 til að koma á friði í Kongó. Þegar U Thant túk yið fram kvæmdastjói'astöðunni eftir frá fall Hammarskjölds var hann til tölulega lítt þekktur jafnt ihn an SÞ sem utan, enda hafa hon um alltaf leiðzt veizlur dipló mata. Talið var að hann hefði verið skipaður í embættið þar sem tilnefning hans mundi ekki vekja deilur og allir gætu sætt sig við hann og hann væri því atkvæðalítill og litlaus. En U Thant kom á óvart. Skoðanir manna á U Thant breyttust fljót lega og ekki hvað sízt eftir Moskvuheimsókn hans skömmu eftir að hann tók við embætt inu. Á heimleiðinni kom hann við i Varsjá og fór þar mjög hörðum orðum unx þá viðleitni sovézkra yfirvalda að halda stað réyndum leyndum fyrir þjóð inni ekki sizt í Kongómálinu. Þetta þótti djai-flega mælt þar sem afstaða Russa réði miklu um það, hvort hann yrði skip aður framkvæmdastjóri til frarn búðar. En engu að síður féllust Rúsc'ar á tilnefningu hans og bar það vott um hina breyttu afstöðu þeirra til SÞ og þá virð ingu, sem U Thant ávann sér‘ fl.iótlega eftir að hann tók til starfa. Menn komust að raun um að á bak við slétt og fellt yfirborðið og hina óbifandi ró semi íeyndust ákveðnar skoðan ir og rnikil seigla. Áður en U Thant féllst á að gegna embætti framkvæmda-; stjóra heilt kjörtímabU setti hann þrjú skilyx-ði, og var eitt þeirra persónulegt, eitt' Framhald á 11. síðu. n i ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. Júlí —1966 g.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.