Alþýðublaðið - 20.08.1966, Side 1

Alþýðublaðið - 20.08.1966, Side 1
Laugardagur 17. ágúst 1966 47. árg. - 186. tbl. - VERÐ 5 KR. Reykjavík OÓ. Mikið hraungos byrjaði í Surts- ey í gærmorgun. Þar hefur ekki gosið síðan í maímánuði 1965, og ekkert gos hefur veriö á þessum sló'ðum síðan 10. þessa mánaðar og var álit jarðfræðinga að Surts- eyjargosinu væri lokið. Alþýðublaðið hafði í gær sam- band við Árna Johnsen, eftirlits- mann í Surtsey. Kvaðst hann hafa vaknað í fyrrinótt við snarpan jarðskjálfta og um morguninn gekk hann upp eyjuna og sá þá að mikið hraungos austanvert við gamla gíginn. Árni segist ekki vera viss um hvenær gosið byrj- aði um nóttina eða morguninn. Nær 200 metra breið sprunga hef- ur myndast niðri á jafnsléttu neð- an við gamja gíginn. Stefnir hún frá norðri til suðurs og er 5 til 7 metra breið. Bullar hraunrennsli alls staðar úr sprungunni, og mest til endanna. Síðari hluta dags í gær var nýja hraunið orðið um 200 metr- ar að lengd og 100 metrar á breidd og þykkt þess yfirleitt um 3 metrar. Um 100 metrum sunn- Frh. á 13. síöu Brennuvargur 1r- — --r hiti r i íriii'MMn—HWMH— Reylcjavík, OÓ. BRENNUVARGUR kvcikti í tveim timburhúsum við Ingólf- stræti um eittleytið £ nótt. Miklar skemmdir urðu á öðru þeirra en fljótlega tókst að slökkva í hinu. Annað húsið sem kveikt var í er Ingrólfstræti 6. Hafði brennuvarg- urinn komjzt inn um klugga í kjall aranum cg kveikti þar í. Á mið- liæð hússins er lj'ósmyndastofa Péturs Thomsens og urðu þar all- miklar skemmdir, aðallega a£ vatni og reyk, en eldurinn var slökktur áður en hann náði a8 breiðast út upp á aðra hæð. Magnús Eggertsson, rannsóknar lögreglumaður, gerði fijótlega at- hugun á brununum og sagði hann að ekki nokkur vafi Iéki á að um íkveikjur væri að ræða. Ákveðinn maður var grunaður um verknað- 'inn þegar í nótt, en ekki var bn 1 ið að ná honum þegar síðast var vitað'. Barn drukknar Grafarnesi — SH — OÓ SEX ára gamall drengur drukkn aði hér í fyrradag. Sá engiim til er hann féll í sjóinn. Síðast sást drengurinn að leik milli kl. 2 og 3 um daginn. Þegar leið á daginn var farið að óttast um hann og var skipulögð leit. Tóku þátt í henni auk heimamanna flokkar frá Ó1 afsvík og St.ykkishólmi og var hjálparsveit skáta lögð 'á stað vest ur með sporhund, þegar lik drengsins fannst í fjörunni um tvöleytið um nóttina Var hjálpar sveitinni iþá snúið við. Drengurinn hét Hinrik Hinriks son og var sonur hjónanna Ragn heiðar Ásgeirsdóttur og Hinriks Elbergssonar, skipstjóra. Af efni hlaðsins í daé má nefna: ★ RÚMENINN Brancusi er einn af kunnustu myndhöggvurum nútíma myndlistar. Bandaríska Ijóöskáldið Ezra Pound taldi hanrt vera einn bezta iistamann sinnar samtíðar. Á bls. 7 er grein um ævi og verk Branrusi. ★ LAUGARBAGSGREIN eftir Gylfa Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra. Greinin nefnist: „Er aukin sauðfjárframíeiðsla lausnin?" og birtist á bls. 6. ★ í OPNUNNI er þátturinn „Konan og heimil- ið“. Þar eru myndir af nýjum kjólum frá Came- gie, grein og myndir um fangaklippingu njá Sass- oon og loks greinin „Hitað gólfteppi og þvotta- vél, sem gengur frá tauinu." Á MORGUN Af efni blaðsins á morgun: má nefna: ★ HEIMSÓKN til Jóns bónda í Möðrudal á Fjöll um. Jón er maður hagur og tónfróður. Hann leik- ur á orgel og syngur, þótt orðinn sá 86 ára gamall. ★ BREIN eftir bandaríska jafnaðarmanninn Mi- chael Harrington. í greíninni fjallar hann um kín- verska kommúnista og heimsskoðun þeirra, einn- ig deilur Kínverja og Covétríkjarp>a sem hvar- vetna kljúfa kommúnistaflokka í andstæðar fylkingar. ★ LEIKHÚSMYNDIR EFTIR BÖRN nefnist grein og myndir, og segir þar frá skemmtilegri tilraun tveggja teiknikennara hér i borg. TimiMiiMiiKimiiitiiMiniiik : timiimi immiimiiiimiiimmmiiiiMimimmommmmiiiiiii iiliiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiliimiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiHm. immmmmmmmimmimmmmmii iimiimMimiimiiiimiiimiimmmmmiMiiiititB* iiiitmiMiimiiiiiimiiiiitiitititiimiiiiiitiiiitiiiiiiiiiiiiiitmiimtiiiiMii""mi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.