Alþýðublaðið - 20.08.1966, Síða 8

Alþýðublaðið - 20.08.1966, Síða 8
KONAN OG HEIMSUÐ Hitað gólfteppi og þvottavél, sem gengur frá tauinu AUtaf er verið að gera nýjar uppfinningar til að gera lífið auð veldara fyrir húsmæðurnar, og í framtiðinni munu öll húsmóður störfin verða framkvæmd með því einu að húsmóðirin ýtir á hnapp og taka þá til starfa sjálfvirkar vélar og tæki. Á húsmæðrafélagsfundi í Chiga- go nýlega var sagt frá „drauma“ eidhúsi framtíðarinnar, þar eru notaðir ljósgeislar til að eyða ryki, þar er uppþvottavél, sem þvær og fægir leirtauið, þvottavél, sem þvær, þurrkar, strýkur og brýt Óli litli fimm ára hafði nýlega eignazt litla systur, en hafði von azt eftir bróður. Þegar honum var sagt frá því að nýja barnið væri telpa, sagði hann við pabba sinn: — Jæja, það var nú bara ágætt að það var stelpa, því að þá fær mamma einhvern til að hjálpa sér við uppþvottinn. Margir halda að sé hárið klippt auki það hárvöxtinn. Það er þó ekki svo, «n að sjálfsögðu verður hárið ræktarlegra sé það klippt þar sem þá eru klipptir í burtu hárbroddarnir, sem oft eru farn ir að slitna. ur tauið saman. Allt þetta verða sjálfsagðir hlutir í eldhúsum, sem byggð verða eftir styttri tíma en 10 ár, saigði fyrirlesarinn. Tækniþróun nútímans hefur það í för með sér að þegar hefur tekizt að framleiða allar þessar vélar, en þar sem reyna verður vélarnar fullkomlega áður en byrj að er að nota þær, geta orðið um 10 ár, ef til vill 20, þar til þær koma á markaðinn. Sem dæmi um þær vélar, sem vænta mætti í framtíðinni, nefndi fyrirlesarinn sjálfvirkan kartöflu flysjara, sem flysjar kartöflur og grænmeti mun betur en hægt er að gera með höndunum og úrgang urinn gengur beint ofan í rusla fötu, sem eyðir ruslinu. Nýju kæliskáparnir og frysti kisturnar munu alveg breyta um svip. Þau munu líta út eins og húsgögn og verður því hægt að koma þeim fyrir hvar sem er á heimilinu, eftir því, sem þörf kref ur. Gólfteppi framtiðarinnar eiga að vera uphituð. Ryksugunum verður algjörlega breytt og skerm arnir á sjónvarpstækjunum verða af þeirri stærð sem hver óskar. Ef eitthvað af rusli verður eftir í sorpeyðaranum, hverfur það með hjólp Ijósgeisla. Þeir brenna ekki ruslið, heldur leysist það upp og hverfur. Öll þessi þægindi munu þó færa með sér ýmis vandamál, þar á meða aukinn frítíma, sem meira að segja í dag er vandamál. Kjólar frá Carnegie Við fengum þessar tízkumyndir sendar frá: tízkuhúsinu Carnegie í London, en oitthvað af fötum þaðan munu vera í tízkuverzlunun hér á landi. Til vinstri er kokkteil-kjóll úr glitrandi efni, fáanleg ur í bronzlit, gulllit og grænu og bláu. Kjóllinn að ofan er eins konar satinefni. Kjóllinn sjálfur er með stuttum ermum og er með perlusaumuðum rósum. Utan yfir er svo kápa úr sama efni. Við munum síðar birta fleiri nýjar tízkumyndir frá Carnegie. 0101 £ 20. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.