Alþýðublaðið - 20.08.1966, Síða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal — Ritstjómarfull-
trúi: iSiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906.
Aðsetur Aiþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. —■ Prentsmiðja Alþýðu
biaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
VÍGSLUMENN í FRÍI
SÍÐUSTU dagana fyrir borgarstjórnarkosningarnar
í vor, leið varla sá dagur, að ekki væri tekið í notkun
eða vígt eitthvert mannvirki á vegurn borgarinnr.
Sumt af bví, sem verið var að stússa í kringum, með
lúðrablæstri og hverskyns gauragangi var aðeins hálf
klárað, þótt nauðsyn þætti bera til að koma því í
blöðin, áður en gengið var til kosninga.
Almenningur henti góðlátlegt gaman að vígsluat-
höfnunum, og bent var á að undarleg tilviljun væri
hve mörg mannvirki kæmust á lokastig síðustu vik-
una áður en kosið var.
Nú eru senn þrír mánuðir síðan kosið var og hefur
síðan lítið farið fyrir vígslum og þeim fyrirgangi sem
þeim fylgdi. Gefur auga leið, sem raunar alla tíð var
vitað, að hér vai' aðeins um kosningabragð að
ræða, bragð, sem átti að lokka kjósendur til fylgis við
meirihlutann, en bragðið mistókst eftirminnilega, og
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut hina herfilegustu útreið
í kosningunum, þrátt fyrir milljóna áróður og gaura-
gang.
RÁÐHÚSIÐ
Það hefur verið undarlega hljótt um ráðhúsið í sum-
. ar, en í umræðunum fyrir borgarstjórnarkosningar
benti einn af frambjóðendum Alþýðuflokksins, Bárður
| Daníelsson verkfræðingur, rækilega á og rökstuddi út
í í hvert fen og foræði það mál nú væri koruið.
| Fulltrúar meirihlutans treystust ekki einu sinni til
| að svara rökum Bárðar eða að reyna að verja mál-
stað sinn í þessu máli.
i Það er löngu vitað mál, að mikillar andstöðu gætir
,m,eðal almennings í borginni gegn þeirri ráðstöfun,
isem fyrirhuguð er, það er að segja að byggja ráðhús-
bákn á stærð við Hótel Sögu í Tjarnarkrikanum. Það
er næstum alveg sama við hvern er rætt, menn fást
' ekki til að ljá þessu máli lið.
Sú lausn, sem Bárður Daníelsson stakk upp á, að
byggt yrði lítið ráðhús við Tjörnina, en stórt skrif-
stofuhús fyrir borgarstofnanir í hinum nýja miðbæ, í
au$turbænum, virðist hins vegar mælast mjög vel fyr-
lri
Þföð er ekki ágreiningur um hvort byggja skuli ráð-
hi|s, heldur aðeins hvar og hvernig, og ekki er hægt
að? slá framkvæmdum á frest í það endalausa.
p ótt borgarstjórn hafi á sínum tíma ákveðið stað-
lingu hússins við T.jörnina, þá eru forsendur í dag
að mörgu leyti aðrar en þá voru. Það er því ekki að-
\einjp réttlætanlegt heldur nauðsynlegt og æskilegt, að
borgarstjórnin taki þetta mál til athugunar og endur
' skc/ðunar á ný, og velji þar skynsamari og hagkvæm-
aiji, leið, heldm en þá, sem einblínt hefur verið á til
t þessa.
t 4 20. ágiíst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Góðaksturskeppní
Framhalú ai 2. síðu.
(núll). Fyrir það að sinna ekki
stöðvunarskyldu fyllilega kom 25
í einkunnardálkinn og fyrir það
að bakka á pokann (sem vel
gat verið smábarn) var einkunn
30, en þessar háu tölur hlutu, því
miður, einn og einn. Þá fengu
margir mínus vegna ónákvæmní
í beygjum og stefnumerkjagjöf.
Leikniprufur (sumar) voru öðr-
um þræði til gamans, gengu mis-
jafnlega, en höfðu minni áhrif á
einkunn og úrslit.
Keppni af þessu tagi mun á-
reiðanlega vekja athygli og á-
huga bæði keppenda og þeirra er
á horfa, til þess að temja sér meiri
gætni og nákvæmni með bíiinn
sinn í umferðinni.
Um kvöldið söfnuðust keppend- |
ur, framkvæmdastjórn keppninn- ;
ar, ásamt fulltrúum frá lögreglu
og bifreiðaeftirliti að kaffiborðum :
í Café Scandia. Voru þar ræður i
fluttar og margt rabbað. Sigurð-
ur Ágústsson gerði grein fyrir
keppninni og lýsti úrslitum. Ás-
bjöm Stefánsson afhenti fögur
verðlaun, áletraða silfurbikara,
þeim þrem, sem beztum árangri
(Iægstri einkunnatölu) náðu.
1. Rögnvaldur B. Ólafsson,
Brekkugötu 45 (eink. 56). ,
2. Gunnar Eðvaldsson, Greni-
völlum 20, (eink. 63).
3. Biörn Sigmundsson, Löngu- i
mvri 20. (eink. 68).
Þeir næstu í röðinni voru mjög I
nálægt þessum, en þeir slökustu
náðu talsvert upp á 2. hundraðið.
Bindindisfélag ökumanna á
Akureyri vill að lokum þakka öll-
um þeim mörgu ekki sízt ungum i
skátum og tveimur frúm, sem góð-
fúslega hjálpuðu til við mót þetta.
Innan skamms verða þeir og þær
meðal keppenda í góðakstri.
(Fréttatilkynning).
SKRA
Um niðurjöfnun útsvara, aðstöðugjalda og
fasteignaskatts í Vatnsleysustrandarhreppi
fyrir árið 1966 liggur frammi mönnum til
athugunar í þinghúsi hreppsins, í verzlun-
um í Vogum og hjá undirrituðum frá og
með 20 ágúst til 4. sept.
Kærufrestur er til 4. sept. 1966.
Vogum 19. ágúst 1966.
ODDVITINN.
M.S. Anna Borg
Vöruflutningar
frá Ítalíu og Spáni
Ráðgert er að skip vort lesti vörur á Ítalíu
og Spáni til íslands fyrri hluta október n.
k., ef nægilegur flutningur fæst. Þeir sem
hug hafa á flutningi með skipinu eru vin-
samlega beðnir að hafa samband við skrif-
stofu vora í Garðastræti 3, sími 11120.
SKIPALEIÐIR HF.
★ VEIÐIMENNSKA.
„VEIÐIMAÐUR” hefur skrifað
okkur bréf, sem hér birtist dálítið stytt rúmsins
vegna: Fyrir nokkru fór ég með syni mína tvo aust
ur að Þingvallavatni, til að leyfa þeim að spreyta
sig á veiðimennsku í Vatnsvíkinni. Við vorum komn
ir skömmu eftir hádegið, og þarna var þá orðið
margt um manninn. Við stóðum þarna á vatns
bakkanum og dorguðum til kvölds í ágætu veðri
en urðum ekki varir. Allt í kringum okkur, með
allri strandlengjunni voru ungir sem gamlir með
veiðistengur. Engan mann sá ég draga fisk á
land og vorum við þó þama fram undir kvöldið.
Það getur verið að þarna hafi verið um eitt-
hvað sérstakt að ræða, en er ekki hæpið að selja
almenningi veiðileyfi þarna þar sem svo lítinn
fisk virðist vera að fá?
Væri ekki iiægt að gera eínhverjar ráðstaf-
anir til að auka fiskgengd í vatninu, þannig að
menn hefðu nokkuð fyrir snúð sinn?
Mér hefur alltaf verið sagt, að ekki mætti
veiða við austurbakkann, því þar væru klakstöðv-
ar fisksins. Við þjóðgarðshliðið gekk ég niður að
vatninu og þar var þá næstum því jafnsetinn
bekkurinn og í Vatnsvíkinni. Þþtta hélt ég að væri
ekki leyfilegt, en engin spjöld eða merki gefa
slíkt þó til kynna. Væri fróðlegt að fá að vita
hvernig í þessu liggur og hvort ekki á að vera
þarna eftirlit með að lögum og reglum, ef til eru,
sé hlýtt“,
„Veiðimaður“.
Við á Krossgötunum erum allsendis ófróðir
um þessi mál, en ef hlutaðeigandi vilja fá birfc
hér svar, er það að sjálfsögðu velkomið.
★ HRAÐATAKMARKANIR.
Oft hefur verið rætt um það hvorfc
ekki væri rétt að setja lágmarkshraða á vissa vegi
og götur, en ekki hefur þó neitt orðið úr. Hámarks
hraðaákvæði eru hér hinsvegar allstaðar við lýði,
sum óraunhæf og varla framfylgjanleg.
í erlendu blaði rákumst við nýlega á frétt
þess efnis, að Vestur Þjóðverjar hefðu nú í hyggju
að setja 120 kílómetra hámarkshraða á allar hrað
brautir þar í landi, og setja um leið ákvæði um
lágmarkshraða. Hraðbrautarnetið í Vestur-Þýzka-
landi er nú 4800 kílómetrar að lengd, og hómarks-
hraðaákvæði aðeins í gildi á fáum stöðum.
Ástæðan til þess að Þjóðverjar hyggjast grípa
til þessara ráðstafana er fyrst og fremst hihn gíf-
urlegi slysafjöldi. Á síðastliðnu ári biðu 15.710
manns bana í umferðarslysum þar í landi og 432
þúsund slösuðust.