Alþýðublaðið - 21.08.1966, Qupperneq 3
HÆTTULEGIR HUGARÓRAR
Yfirlýsing sú, sem Lin Piao
varnarmálaráðherra Kína gaf, er
tuttugu ár voru liðin frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar, er
mjög mikilvæg. Hún markar að
nokkru leyti þáttaskil í deilum
sovézkra og kínverskra kommún
ista, og með henni má segja að
boðað sé upphaf nýs sögutíma
bils. í þessari yfirlýsingu var einn
ig ráðizt heiftarlega á Marxism
ann, og var sú árás gerð í nafni
Karls Marx!
Stjórnmálalegt mikilvægi þess
arar yfirlýsingar er augljóst.
Hinni nýju hugmyndafræði kín-
verskra kommúnista skal nú beitt
til framdráttar völdum fjölmenns
einræðisrílds þar sem það er ríkj
andi skoðun, a'ð í ákveðnum hluta
veraldarinnar sé til það afl, sem
á einhvern hátt muni flýta fyrir
falli kapitalismans, en greiða fyrir
framgangi „sósíalisma.”
Fram til ársins 1963 héldu kín
verskir kommúnistar því fram, að
aðai ágreiningurinn þá væri milli
„sósíalísku þjóðanna” og heims-
veldisstefnunnar. Það bólaði
snemma á þessari skoðun því
meira að segja í yfirlýsingum allt
frá árinu 1949, þegar kommúnist
ar tóku völdin í Kína, var vikið
að frelsishreyfingum, sem ekki
voru taldar hliðhollar kommún-
istum. Þeir sem þessa hópa skip
uðu, voru taldir reikulir í skoðun
um, updir borgaralegum áhrifum
og væri slíkum mönnum eða sam
tökum slíkra manna alls ekki
treystandi.
Þetta skapaði ekki nein vanda
mál meðan Stalín var enn á lífi.
En eftir dauða hans jókst ágrein
ingurinn með kommúnistaríkj-
unum, og tvískipting heimsins
samkværrtt gömlu kenningunni í
„sósíalista” og þá sem fylgdu
heimsveldisstefnum var alls ékki
lengur í samræmi við raunveru
leikann.
Árið 1963 ákváðu kínverskir
kommúnistar að láta nú til skarar
skWða gegn 9ovét-mönnum. í
deilunni sem síðan hefur staðið
óslitið hefur algjörlega verlð horf
ið frá tvískiptingarkenningunni.
í yfirlýsingu kínverska kommún
istaflokksins frá 14. júní 1963 var
því lýst yfir, að „þau svæði þar
sem mestur ágreiningur er ríkj
andi í dag eru Afríka, Asía og Suð
ur Ameríka. Þetta eru viðkvæm
ustu heimshlutarnir, þar sem
heimsveldisstefnan hefur yfirráð-
in ,og þarna er það sem heims-
bylting öreiganna verður að
greiða kapitalismanum þyngstu
hæggin .......... Því ef það í
vissum skilningi svo, að sigur í
byltingunni er háður því að bylt
ingarbarátta þessara þjóða beri á
vöxt”.
Kínverskir kommúnistar afskrif
uðu sem sagt með öllu jafnaðar
menn, sósíalista og jafnvel komm
únistaflokkana, sem starfa í kapi
talísku löndunum. Síðar í yfirlýs
ingunni sagði á þessa leið: „Hinn
örlagaríki baráttudagur mun renna
upp í þessum löndum, sem nú eru
heimkynni kapitalisma og heims
veldisstefnu. Þegar sá dagur renn
ur upp, verður pólitíska baráttan
óneitanlega hörðust í Vestur-Ev
rópu og Norður Ameríku”. En
þessi dagur er fjarlægur, þó ekki
sé sterkara að orði kveðið.
Þau landamæri, eða þær álfur,
þar sem átök eru á næsta leiti að
dómi Kínverja kalla þeir „þriðja
heiminn”. Hefur Mao Tse-tung að
sjáifsögðu átt þátt í að efla þess
ari skoðun fylgi. Hann og fylgis-
menn hans telja sig einmitt hafa
gert þesskonar byltingu í Kína
eins og nú sé í uppsiglingu hvar
vetna í „þriðja heiminum”, það
er að segja í Asíu, Afríku og Suð
ur Ameríku.
Það er þessi stefna, sem glögg
lega kemur fram í blaðagrein sem
Lin Piao skrifaði 3. september
1965. Þar segir á þessa leið:
„Ef við lítum á allan heiminn,
og Norður Ameríka og Vestur Ev
rópa eru kallaðar „heimsborgirn
ar”, þá eru Asía, Afríka og Suður
Ameríka sveitahéruð þessa sama
heims. Frá lokum fyrri heimsstyrj
aldarinnar hefur komið afturkipp-
ur í byltingaroflin í Norður Ame
ríku og kapitalistaríkjum Vestur
Evrópu en þessi öfl hafa hinsveg
ar vaxið ört og blómgast í Asíu,
Afríku og Suður Ameriku. X viss
um skilningi þá umkringja þessi
sveitahéruð heimsins nú heims-
borgirnar.” .■
Hin svo kallaða „þriðja veröld”
á nú að umkringja þróuðu þjóð
irnar, smábændurnir eru nú allt
í einu orðnir þeir sem gera bylt
ingar og rita söguna.
Erfitt er að hugsa sér sjónar
mið, sem er fjær Marxismanum.
Að dómi Marx átti byltingin ein
mitt að eiga sér stað í þeim lönd
um, sem komin væru allvel á veg
bróunarinnar. Aðeins meðal slíkra
þjóða var til nægilega fjölmenn
stétt verkalýðs, sem hafið gætí
merki sósíalismans á loft. Það
var að dómi Marx, einnig aðeins
í þessum löndum, að tækni var
koniin á nægilega hátt stig til
að uppfylla mannlegar þarfir.
Væri bylting hins vegar gerð þar
sem fátækt og vanþróun réðu ríkj
um, hlyti slíkt illa fara, sagði
Marx.
Bolsévikarnir voru honum sam
mála 1917, þegar hýltingin var
gerð í Rússlandi. Súg bylting átti
sér ekki í stað sterkafeta vigi kapi
talismans, heldur þfví veikasta.
Lenin og Trotsky sÖgðu, að ef
hvergi yrði annars staðar bylting,
þá mundi illa fara, samkvæmt því
sem Marx hefði sagt. Því litu þeir
ekki á byltinguna í Rússlandi,
sem lokaáfanga; heldur var hér
aðeins um að ræða fyrstu átök
in í heimsbyltingunni, sem síðar
ldyti að koma. En Evrópubyltingin
sem Bolsévikarnir bjuggust við
1917 kom aldrei. í nafni „sósíal-
ismans” gerði Stalin fátæktina að
fylgikonu hins almenna borgara
í Sovétríkjunum, dró fé til hliðar
til að leggja í iðnvæðingu og skap
aði skrifstofuveldi, sem orsakaði
stéttamismun og fullkomna einok
un á stjómmálalegu valdi.
Það var þó þannig á pappírn
um að minnsta kosti, að það voru
verkamennirnir eða hluti þeirra,
sem voru byltingaraflið. Stalín
ríkti í nafni öreiganna og smá-
bændanna, sem hann þó um leið
kúgaði og rændi, en hann hélt sig
alltaf við kenninguna. Nú segja
hinsvegar kínversku kommúnist-
arnir, að það sé frá fátækustu
löndunum, sem réttlætið og vel
megunin eigi að koma, að það sé
vanþróun, en ekki háþróun, sem
gert hefur kleift að skapa tækni
þjóðfélög velmegunarinnar á Vest
urlöndum og í Bandaríkjunum.
Við fyrstu sýn virðast þetta al-
gjörir hugarórar, og ef málið er
skoðað niður í kjölinn sést að hér
er um að ræða staðfestingu á
klofningnum og deilunum, sem
undanfarið hafa geisað meðal
kommúnistaríkjanna
Yfirlýsing Lin Piaos var gefin
út á tuttugu ára afmæli „Sigurs
ins í andspyrnustríðinu gegn Jap
önum. „Þetta var engin tilviljun.
Því var haldið fram í Kína að leið
togar Kínverja í stríðinu við Jap
ani hafi skapað herfræði, sem
kennd er við „alþýðustríð”. En þá
vaknar sú spuring: Ef kínverska
þjóðin getur unnið sigur á jap-
önsku heimsveldisstefnunni, því
geta þá ekki þjóðir þriðja heims
unnið tejjgur 'íí bej úttunnk
við heimsveldisstefnu Vestur-
landa?
Til þess að fá röksemdafærslu
sína til að standast varð Lin Piao
að lesa sögu heimsstyrjalc arinnar
síðari með bundið fyrir bæði
augu. Hann lætur það lönd og
leið, að Japanir áttu um leiS í
heiftúðugu stríði við bæði Breta
og Bandaríkjamenn, og sömuleið
is lætur hann það sig engu skipta,
að kjarnorkusprengjan, sem varp
að var á Hirosima kunni að hafa
átt einhvem þátt í uppgjöf Jap-
ana. Hann gleymir sömuleiðis
hinni miklu aðstoð sem Banda-
ríkjamenn veittu Kínverjum, og
segir, að sigur Kínverja liafi að
mestu verið kínversku þjóðinni
sjálfri að þakka. Þetta er honum
nauðsynlegt þvi kenningin, sem
hann er að freista að sanna er
sú, að í þessu stríði hafi átzt við
„veikt ríki, sem enn var hálfgerð
nýlenda og voldugt land þar sem
heimsvaldastefnan var á oddin-
um”. Hið fyrrnefnda hafi svo sigr
að í baráttunni, og því er sannað
það sem sanna átti. En þetta var
nú einu sinni alls ekki svona.
Það er meðal annars þessir hug
arórar, sem liggja að baki kenn
ingum Kínverja nú um hið næst
um leyndardómsfulla afl, sem þeir
telja smábændur heimsins búa yf
Framhald á 15. síðu > 1
í BANDARÍKJUNUM er ekki raikið um jafnaðarmenn, sem kalla sig
því nafni. Hugsjónin og stefnan hafa að vísu haft mikil áhrif þar eins og
annars staðar, eins og sjá má á stefnu demókratískra forseta frá Roosevelt
til Johnsons. Jafnaðarmannaflokkur er þó til vestra, og fékk einu sinni mik-
ið fylgi við forsetakjör. Flokkurinn hefur átt borgarstjóra í nokkrum stór-
borgum og ýmsa merka foringja.
Einn þekktasti jafnaðarmaður Bandaríkjanna nú á dögum er Michael
Harrington. Hann skrifaði bók um fátækíina í hinum auðugu Bandaríkjum
og er almennt viðurkenning, að sú bók hafi hrundið af stað haráttu John-
sons forseta til að þurrka út örbirgðina.
Alþýðublaðið kynnir Herrington hér með og hirtir eftir hann grein um
fjarlægara málefni — stefnu kínverskra kommúnista.
21. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3