Alþýðublaðið - 21.08.1966, Page 9
Svo spiluðu þau sólma og lög eftir Inga T.
mundi líklega eitthvað kosta núna.
Við gengum síðan til stofu og
stóð heima, þar stóðu tvö orgel
til reiðu og ofan á öðru var heill
hlaði af nótnabókum. — Á stóru
borði voru pennar og reglustrika
og nokkrar litlar harðviðarfjalir
ásamt útskurðarhnífum. Málverk
eftir bóndann voru á veggnum.
Heimili hagleiksmannsins.
— Nú spilum við fjórhent, sagði
Jón og leiddi konu mína að org
elinu. Skiptu þau síðan með sér
verkum og spiluðu marga sálma
og lög eftir Inga T. að því er
ég gat heyrt og höfðu bæði gaman
af, Jón bóndi dró hverja nótna
bókina fram á fætur annarri og
leitaði uppi ný og ný sálmalög.
— Þetta er góð bók, sagði hann
um eina. Hún er sænsk og er frá
Hvítasunnumönnum. Ef þú girnist
hana skaltu bara koma þér vel við
þá. En passaðu þig á einu, eftir
að þú ert búinn að klófesta bókina
verðurðu að láta þá lönd og leið.
Var nú hver sálmurinn á fætur
öðrum spilaður og að lokum dró
Jón fram nótur með tveim lögum
eftir sjálfan sig og spilaði nú frú
in undir en bóndi söng. Var það
mikill söngur og verður ekki með
orðum lýst. Hann þarf að heyrast.
Þótt 86 ára væri titraði röddin
ekki á háu nótunum og rauk upp
á háa-c sem ekkert væri. Þegar
Jón hafði lokið söngnum sagði
hann okkur að fyrir mörgum ár
Eramhald á 15. síðu
ÖTSALA - ÚTSALA
20—50% afsláttur.
Verzlunin Ása
Skólavörðustíg 17 — Sími 15188
Aðvörun
til íbúðareigenda í fjölbýlishúsum við
HRAUNBÆ OG ROFABÆ
Skrifstofa borgarverkfræðings leyfir sér að
vekja athygli íbúðareigenda við fyrrnefnd-
ar götur á grein úr úthlutunarskilmálum
lóðanna, þar sem segir, að þeim aðilum, er
fengu lóðaúthlutun við Hraunbæ og Rofa-
bæ, sé skylt að slétta lóðirnar og koma þeim
í rétta hæð.
Eigi verður hægt að koma fyrir jarðstrengj-
um og rafmagnsheimtaugum fyrr en þessu
skilyrði er fullnægt.
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík
Skóialæknar
SKÓLALÆKNA vantar við nokkra barna-
og gagnfræðaskóla í Reykjavík á komandi
skólaári.
Nánari upplýsingar gefur forstöðukona
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í síma
22400.
Umsóknir sendist stjórn Heilsuverndarstcðv
ar Reykjavíkur fyrir 15. sept. n.k.
Reykjavík, 18. ágúst 1966
Stjórn lieilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Frá Vélskóla Islands
VÉLSTJÓRANÁMSKEIÐ verða haldin á
Akureyri og í Vestmannaeyjum ef nægileg
þátttaka fæst, og myndu þau hefjast um
miðjan september. Námskeiðin veita þeim
er standast próf, rétt til að vera yfirvél-
stjóri á fiskiskipi með allt að 500 hestafla
vél, og þeim er hljóta framhaldseinkunn
rétt til að setjast í 1. bekk Vélskóla íslands.
Inntökuskilyrði eru 17 ára aldur og sund-
kunnátta.
Umsóknir sendist sem fyrst, helzt fyrir 1.
september n. k. til Vélskóla íslands, Reykja
vík.
Gunnar Bjarnason skólastj.
<
21. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 0
Jón baukað lengi við orgelið, en ekkert gekk,