Alþýðublaðið - 21.08.1966, Side 16

Alþýðublaðið - 21.08.1966, Side 16
BEZTA FYRIRTÆKID EKKI voru jarðfræðingarnir fyrr búnir að lýsa því yfir með pompi og pragt, að Surtur gamli væri nú Ioksins dauður úr öllum æðum, Jtegar sá gamli mótmælti liarðlega og tók að gubba hrauni úr gígum sinum. Af þessu mættu jarðfræð ingarnir læra að vera ekki að tala gáleysislega um eldstöðvar, því að slíkt getur haft alvarlegar af leiðingar í för með sér. Að vísu má vera, að jarðfræðingarnir séu pvo slungnir og klókir að erta eld fjöllin okkar til þess að fá mynd arleg gos og hafa alltaf nóg að gera. Ef svo er í pottinn búið, þá tökum við virðulega ofan og ger um honnör fyrir jarðfræðingun- tira. Surtur er tvímælalaust eitthvert bezta fyrirtæki, sem nokkru sinni öiefur orðið til á íslandi. Hann er svo einkennilegt fyrirbæri, að út lendingar koma hingað í hópum til þess að sjá hann. Þeir eru löngu hættir að tala um gestrisni íslendinga, hina fornu bókmennta 1>jóð, sem hefur bókabúðir á fliverju horni í höfuðborg sinni, Itiar sem aðrar heimsborgir hafa krár og hvers konar svínarí. 1>að er meira að segja langt síðan út- lendingar hafa skrifað um fallegu íslenzku blómarósirnar, sem eru svp óumræðilega blíðlyndar og elskulegar og sýna útlendingum fyllstu gestrisni, án þess að taka nokkuð fyrir það. Nei, nú er bara talað um Surt og aftur Surt og meiri Surt. Og hverjum er það svo að þakka að Surtur gamli er enn við lýði og aflar meiri tekna en allir tog arar okkar. Auðvitað Sigurði Þór •arinssyni! Hann lét hafa það eftir sér í blöðum og útvarpi á fyrstu dögum gossins hér um árið, að þessi eyja mundi ekki standa lengi. Hún mundi sökkva í sæ jafn fkyndilega og hún reis og vera 3>ar með úr sögunni. Slíka ögrun gat Surtur gamli náttúrlega ekki tþolað og færðist því allur í auk ana. Ferðaskrifstofur, útlendingar og raunar íslenzka þjóðin öll, stendur í mikilli þakkarskuld við Sigurð fyrir þetta snjallræði, sér fitaklega þegar tekið er tillit til, að með þessu stofnaði hann fræði mannsheiðri sínum í hættu og varð að láta sér lynda, að almenn íngur brosti í kampinn. Almenn Ingur er nefnilega ekki eins klók ur og fræðingar, sem numið hafa æðri speki með framandi þjóðum, og þess vegna hlær hann, þegar jarðfræðingarnir segja tóma bölv aða vitleysu. Annars er sérfræðingur Bak- síðunnar í Vestmannaeyjamálum ekki sáttur við þessa kenningu okkar. Hann heldur því fram, að Surtur gamli hafi nú aftur byrjað að gjósa af tómri afbrýðissemi. Hann hafi ekki getað þolað allt það publisítet, sem sjónvarpið í Eyjum hefur fengið að undan- förnu og þess vegna bylt sér ræki lega til þess að minna á tilveru sína og fá myndir af sér í blöð unum. Hann hugsar eins og Kilj an og fleiri heimsfræg fyrirbæri, að það sé nauðsynlegt að minna öðru hverju á sig og láta kastljós heimspressunnar skína á sig og uppljóma sig. Nóg um Surt að sinni, og ljúk um við þessu spjalli á lofkvæði um Surtsey: Meðan Surtur gamli gýs glatt er með jarðfræðingum, kátir dansa í kringum kraumandi gos. Þótt von sé allra veðra, víst er gott að hugga sig við, að aurinn kemst þó alla leið upp frá þeim í neðra. • •••tflIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMXMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII ^ipilIIIiHIIIIIIIIIIIIIIMIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinil Það er alltaf svona í starfsmannaferðalögum. Karl mennimir eru alltaf of margir. Samkvæmt reglugerð um bú fjárhald í Kópavogi frá 23 marz sl. er sauðfjárhald og svína- og alifuglarækt bönnuð í kaupstaðnum nema með sér stöku Ieyfi bæjarins. Athygli skal jafnframt vakin á því, að í 41. grein lögreglusamþykktar fyrir Kópavogskaupstað mega sauðkindur ekki ganga lausar innan lögsagnarumdæmísins, nema þær séu í öruggri vörzlu. Augl. í dagblöðunum. Ekki spyr maður að déskot ans skriffinnskunni. í grein í Tímanum í gær las ég eftirfar and| ,,!ÞtAr sögðu okkur þá sögu þar, að ráömieytþá í Reykjavík, sem þetta heyrir undir, hafi látið semja regli- gerð eða varúðarreglur til að fara eftir við borunarverki-' Afgreiðsla þessara reglna gekk svo greiðlega í Stjórnarráðinu, að þeir voru því scm næst bún ir með verkið, þegar reglurn ar komu. . . Kallinn var að spyrja mig, hvort ég ætlaði ekki að halda áfram námi. Ég sagffist gjarn an vilja það, en það tæki bara svo mikinn tíma og ég hefði svo svakajega mikið að gcra. . . Það á ekki að tala um þjóð ina sem heild, hcldur kven þjóðina og karlþjóðina.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.