Alþýðublaðið - 21.08.1966, Side 15
Jón í Möðrudal
Framhald úr opnu.
um hefði frægur söngvari sem
hann tilnefndi komið í heimsókn
til sín. — En ég söng hann niður,
sagði Jón, enda dó blessaður mað-
urinn rétt á efti.
Næst hlýddi Jón konu minni
yfir tónfræðina fram og aftur
drykklanga stund. Þú ert annars
alls ekki svo blönk, sagði liann,
þegar prófinu var lokið, en finnst
þér ekki skrýtið, að 86 ára gamall
karl uppi á fjöllum skuli kunna
þetta allt saman? Svo hló hann
og sió sér á lær.
— Hvað kanntu mörg lög við
„Á liendur fel þú honum”, spurði
Jón nú allt í einu. Ætli ég kunni
nema eitt eða tvö, var svarið.
— Ég kann fimm sagði hann þá
að bragði. Ég kann fleiri lög við
sálma, heldur en nokkur annar
maður. Og ef sánkti Pétur verður
með éitthvert múður, þegar ég
kem til hans, þá fer ég bara í
sálmalagakeppni við hann. Ég er
sanhfærður um, að hann kann
ekki éins mörg sálmalög og ég,
sagði Jón Víst er um það, að söng
lærður má sánkti Pétur vera, tak
ist honum að skjóta Möðrudals
bóndanum ref fyrir rass.
— Þegar ég var á spítalanum,
þá sögðu þeir mér, að ég væri
skemmtilegasti maður, sem þang
að hefði komið, hélt Jón áfram.
Það var nefnilega orgel þar, og
þar sat ég og spilaði og söng fyrir
kerlingarnar, sem voru á leið til
himnaríkis.
Var nú slegið út í aðra sálma og
rætt um útvarpið. — Blessuð verið
þið. ég lilusta aldrei á útvarp,
sagði Jón. Það kemur fyrir, að
ég hlusta á eina og eina jarðarför,
er skelfing finnst mér leiðinlegt
lrvað þeir spila oft vitlaust þarna
fyrir sunnan. — Og þetta heyri
ég alla leið hingað norður! Þeir
sleppa oft heilum og hálfum nót
um. Fylgdi síðan löng lýsing á mis
tökufn, sem einhver organisti hér
syðra hafði gert sig sekan um að
dómi Jóns við jarðarför, sem ný-
lega hafði verið útvarpað.
Ætlunin var aldrei'að viðdvölin
yrði löng, en það teygðist úr tím
anum, og áður en varði urðum við
að halda af stað aftur. Það var
ekki við það komandi, að við fær
um frá garði án þess að þiggja
kaffi og meðlæti sem hvorttveggja
var vel útilátið.
Sáum við þá, að við höfðum
stanzað í tæplega tvær klukku
stundir. Fljótar voru þær að líða.
Jón var með glensyrði á vörum
í hverri setningu og hló og gí»nt
aðist eins og unglingur. Ekki
mátti hann heyra að við færum
tómhent frá sér, og verst þótti
lionum að eiga ekki útskorna smá
fjöl eða eitthvað því um líkt til
að gefa konu minni fyrir samspil
ið.
Á ég að skrifa nafnið þitt
skrýtilegar en nokkur annar karl
í allri Norður Múlasýslu, spurði
liann meöan við vorum að drekka
kaffið?
Settist Jón síðan við vinnuborð
sitt sem er stórt og voldugt, dró
fram hvítan pappír og teikniáhöld.
Dró síðan tvær beinar línur á blað
ið og byrjaði að skrifa nafn konu
minnnr þar á með höfðaletri.
Blístraði liann og sönglaði við
verkið. Yfirleitt finnst manni blíst
ur og flaut heldur fjarlægt rosknu
fólki, að maður tali nú ekki um þá
sem vantar ekki nema 4 um nírætt.
En einhvern veginn fór Jóni það
vel, og var eins og hann yngdist
um áratugi, þegar ' liann settist
við orgelið eða tók sér penna í
hönd. Það stóðst á endum, þegar
við liöfðum lokið við góðgerðirn-
ar var hann búinn að skrifa nafn
ið með höfðaletri, og síðan sitt
nafn undir með formföstum, stór
um og jöfnum skrifstöfum, og sá
var ekki skjálfhentur, og engin
voru gleraugu notuð við skriftirn
ar eða spilamennskuna.
Kvöddum við síðan Jón bónda
með virktum þökkuðum góðgerð
irnar og héldum af stað.
Hann stóð á hlaðinu og horfði
á eftir okkur, þessi gamli víkingur,
sem þarna hefur búið í sextíu og
tvö ár eða rúmlega það. Hárið var
orðið grátt en hreyíingarnar og
líkamsburðurinn snaggaralegur.
Auðséð var að þarna var sá, sem
einhverntíma hafði verið vel að
manni og það var eftirminnilegt
að hitta þennan tónfróða íslenzka
fjallabónda, sem alla sína ævi hef
ur háð stríð við náttúruöflin, og
borið sigur úr býtum.
Bæirnir á Fjöllunum voru einu
sinni með þeim afskekktustu á
öllu landinu. Þegar við ókum burt,
sáum við að sunnan við bæinn stóð
Kádiljálkur, sem þar var líklega
heimabíll. Afskekktir bæir verða
bráðum ekki lengur til á íslandi.
Hugarórar
Framhald af 3. síðu
ir. Það hlálega við þetta er, að það
eru einmitt þessir smábændur, er
eiga, þegar byltingin er um garð
garð gengin, að skapa þann um-
framauð, sem er forsenda iðnvæð
ingar í „þriðja heiminum”, það er
að segja ef þessar þjóðir ekki fá
veigamikla efnahagsaðstoð frá þró
uðu löndunum. Árið 1949 fengu
kínversku smábændurnir fyrst
hver sinn jarðarskika, en 1950 var
svo algjörri samyrkju komið á.
En þegar taka átti „stóra stökkið
fram á við” þá fór allt í handa
skolum og kommúnurnar, sem
komið var á fót, reyndust ekki
megnugar þess, sem þeim var ætl
að. Kínverskur landbúnaður, er
nú rétt að skríða saman eftir þessa
tilraun, sem gjörsamlega mis
heppnaðist.
Þessir hugarórar eru lika hættu
legir að því leytinu, að þeir kunna
að blekkja einhverja bæði meðal i
smábænda og annarra, og þar að [
auki stafar heimsfriðnum hætta
af slíkum kenningum, ef kenning
ar skyldi kalla.
Eitt hið eftirtekarverðasta í
grein Lin Piao er ef til vill það
sem hann segir um hættuna á
kjarnorkustríði. Hann segir: „Hin
andlega atómsprengja sem bylt-
ignarþjóðirnar ráða yfir, er miklu
öflugra og voldugra vopn, en hin
raunverulega sprengja". Þetta er
skáldlega mælt, en ekki í neinu
samræmi við veruleikann. Vetnis
sprengjan getur útrýmt byltingar
þjóðum, og öllum öðrum þjóðum,
sem byggja þennan hnött og hún
getur gert jörðina gjörsamlega
óbyggilega.
Þessir hættulegu hugarórar,
sem varla verða annað nefndir,
eru enn eitt misklíðarefnið milli
Kína og Sovétrikjanna. „Endur-
skoðunarsinnarnir, sem fylgja
skoðunum Krústjofs,” segir Lin
Piao,” halda þvi fram að lítill
neisti í einhverjum heimshluta
geti komið af stað allsherjar kjarn
orkustyrjöld, og gjöreyðingu
mannkyns Væri þetta satt væri
búið að margeyða öllum íbúum
| jarðarinnar. Þau tuttugu ár seiiji
I liðin eru frá lokum síðari heimþ
styrjaldarinnar hafa allstaðar vej-
ið háð frelsisstríð, En hefur eitj-
hvert þeirra breiðzt út í heimS
styrjöld? Með öðrum orðum héV
er röksemdafærslan þessi: Kjarji
orkustríð hefur ekki átt sér staji
enn, og því getur það ekki átt séþ
stað. . ,
Hér er hættan á kjarnorkustyrp
öld vanmetin á furðulegan hátt o£
sérhver stjórnmálastefna sem fyljj'
ir slíkri slcoðun hlýtur að verji
ógnun við friðinn.
Kínversku kommúnistarnip
segja, án þess að vísu að leggjá
á það þunga áherzlu, að Sovét
ríkin beri að telja til „hcimsborg
aranna”, þau séu með öðrum oré
um þróað land. Horfin er nu
skoðunin um tvískiptingu heims
ins í sósíalista og heimsveldis-
sinna, en þess í stað hafa Kínverj
ar tekið upp nýja heimsskoðun.
Verði framhald á þeim deilum,
sem undanfarið hafa geisað verð
ur ekki lengur hægt að tala um
ágreining meðal kommúnistá,
heldur virðist svo sem senn verði
um tvo algjörlega andstæða hópa
að ræða.
SMYRJIÐ MEÐ §iM®[l*SMJÖRii
Osfea- og Smjörsalan s.f.
21. ágúst 1966 ~ ALÞYÐUBLAÐK) 15