Alþýðublaðið - 21.08.1966, Síða 8
Þeir
spiia
vitlaust
fyr
sunnan
Heimsókn til Jóns í Möörudal
MYNDIR OG TEXTI:
EIÐUR GUÐNASON.
Möðrudalur á fjöllum er nú í
þjóðbraut, — vegurinn liggur um
hlaðið. En svo hefur það ekki
alltaf verið. Einu sinni var þessi
bær afskekktasta höfuðból á land
inu. Skemmst var þaðan í kaup-
stað til Vopnafjarðar, en þangað
töldu Fjailamenn 16 klukkustunda
lestagang. Enn leita Fjallamenn
til Vopnafjarðar, — stundum til
að bregða sér á böll, og þvkir það
ekki langur spotti til að skreppa
svo sem eitt hundrað kílómetra
til að fá sér snúning eina kvöld
stund.
„Auðnirnar eru forleikur náttúr
unnar að Héraðinu”, segir Gunn
ar Gunnarsson í árbók Ferðafé-
'lags ísiands, þar sem fjallað er
um Möðrudalsöræfin. Sannkallað
ar auðnir eru þetta og víst er til
breytingin mikil, þegar komið er
niður á Fljótsdalshérað. Þeim sem
ekki hefur komið þarna áður, er
allt þetta nýtt og enn ein lands-
lagsmynd síbreytilegrar íslenzkrar
náttúru greypist í hugann. Víða á
öræfunum sést ekki stingandi strá,
allt svart hvert sem litið er. En
viða er kjarnmikill gróður og frægt
er féð af Fjöllunum fyrir vænleika
og þjóðsagan um Hólsíjailahangi
kjötið er kunn. „Þrátt fyrir land
gæðin: meltöðu, melkorn, mýra-
og laufslægju og að heita má
þrotlausa beit, er það ekki heigl
um hent að reka búskap á Möðru-
dal og hefur aldrei verið, enda
hefur íslenzk seigla kjarkur og
atorka átt sér þar griðastað trygg-
ari flestum öðrum, — og íslenzk
gestrisni”, segir Gunnar Gunnars-
son í landlýsingu sinni.
Margt ferðafólk stanzar í Möðru
dal, sumir til að taka benzín, aðrir
bara til að íorvitnast skoða kirkj
una og freista þess ef til vill að
hitta tónsnillinginn hálfníræða
sem þar býr.
Við vorum engin undantekning
í þessu tilliti. Við vildum sjá kirkj-
una og hitta kirkjusmiðinn.
Kirkjan sem Jón A. Stefánsson
bóndi í Möðrudal byggði af eigin
rammleik til minningar um konu
sína stendur rétt við bæina. Þeir
væru líklega ekki í vandræðum
með að koma Hallgrímskirkju í
Reykjavík undir þak, ef í sókn
inni væru nokkrir á borð við Jón
Möðrudalsbónda.
Það bar vel í veiði. Jón stóð
á hlaðinu, er okkur bar að garði.
Var auðsótt mál að fá að skoða
kirkjuna og gengum við saman
inn. Á leiðinni vildi hann vita
deili á gestinum og fékk þau svör
að hann væri blaðamaður.
-— Og við hvaða blað?
— Alþýðublaðið.
— Það var þá líka blaðið.
Síðan hugsaði bóndi sig um
stutta stund, meðan hann var að
opna kirkjuna.
— Ja blaðamenn kunna víst
ekki mikið í tónfræði, sagði hann
síðan og leit liálf vorkunnsam
lega á mig.
— Nei, þau vísindi eru mér lok
uð bók, játaði ég hispurslaust. En
hinsvegar er konan mín ekki ófróð
í þeim efnum, hún kennir á píanó.
Leit þá Jón á mig furðu lostinn
og allt að því liálf hissa og hneyksl
aður. Og læturðu hana sitja úti
í bíl, maður?
Úr því var bætt í snatri og
sýndi bóndi okkur síðan kirkjuna,
sem er að einu og öllu hans eig
ið handaverk og meira að segja
málaði hann altaristöfluna sjálf-
ur, og þar má sjá himnaföðurinn
sitja uppi á fjalli með útbreidda
arma.
í kirkjunni voru trébekkir,
messuklæði fornleg og lúð héngu
á vegg og þar var að sjálfsögðu
orgel.
— Nú skulum við spila, Ijúfan
mín sagði Jón, en fyrst þarf ég
að laga orgelið, það liggur niðri
á því ein nóta. Náði hann síðan
í alllangan vírspotta, sem var
þarna við hendina, tók bakstykk-
ið af orgelinu og potaði inn í spil
verkið drykklanga stund, en allt
kom fyrir ekki nótuskrambinn
sat sem fastast niðri.
— Gerir elcki til, sagði Jón.
Ég á tvö orgel inni í bæ. Annað
þeirra kostaði 70 lömb, þegar
ég ke.vpti það og þótti dýrt. Það
liilIÍÍllÍÍiS
iPii
■■ ■■ . ■
PIÍTÍP
Altaristöfluna málaði bóndi sjálfur.
Jón fór upp á háa-c sem ekkert væri,
ALÞYÐUBLAÐIÐ