Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 3
STRANGARI REGLUR I grær skýrðu blöð frá ]>ví, að tveir uuglingar hefðu slas ast við vinnu með dráttar vélum. Hafa fregnir um slys af þessu tagi verið óhugnan lega tíðar í sumar. Virðist svo sem íslending lun ætli seint að laerast, að dráttarvélar eru ekki fyrir böm og unglinga. í hönd um fullorðinna eru þetta af kastamikil tæki en stórhættu leg ef böm cru látjn stjórna þeim. Löngu er kominn tími til að setja strangari reglur um börn og dráttarvélar. Væri aö sjálfsögðu æskilegast að banna unglingum undir sautj án ára aldri með öllu að aka eða vinna með dráttarvélum. Mætti með bví móti áre'iðan lega forga mörgum slysum. Sömuleiðis virðist ekki úr vegi að lögfesta það, að h]ífð argrind einhverskonar skuli vera yfir sæti ökumanns, þannig að hann sé ekki með öllu óvarinn, ef vélin veltur Slíkar grindur eru til og þær eru ekki ýkja dýrar. Vikurit ið Newsweek greindi fyrir nokkru frá því, að komin væri á markað ný gerð af slík um hlífðargrindum. Þegar heyannir eru hvað mestar líður varla sú vika að ekki berist fréttir af ein hverjum óhöppum í sam bandi við dráttarvélar. Ættu yfirvöld að láta þessi mál til sín taka hið fyrsta og gera nauðsynlegar ráðst.itanir tií að freista þess að koma í veg fyrir þessi tíðu slys. IÐNSÝNINGIN OPNUÐ í GÆR: BÚIZT ER VIÐ 50 ÞUSUND GESTUM Reykjavík------ Iðnsýningin 1966 var opnuð í gærmorgun, kl. 10. Jóhann Haf steinj] iðnaðarmálaráðherra opn aði sýninguna með ræðu. Um 500 gestir voru viðstaddir opnunarat höfnina. Meðal þeirra var for 'Seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs son .sendiherrar erlendra ríkja og margir embættismenn. og forystu menn í iðnaðarm’álum. Sýningin var opnuð almenningi kl. 5 síð degis. Eftir ræðu iðnaðarmálaráð herra flutti Bjarni Björnsson for maður sýnin'garnefndar ávarp. í ræðu sinni sagði iðnaðarmála ráðherra m.a.: Iðnsýningin 1966 er haldin til þess að bera vitni íslenzkum iðnaði, einni af aðal atvinnugreinum landsmanna, á tímum mikilla framfara og tækni þróunar, vélvæðingar og vaxandi menningar. íslenzkur iðnaður bregst rösk lega við því hlutskipti sínu að heyja samkeppni í heimi vaxandi viðskiptafrelsis þjóða í milli, vit endi vel, að í samkeppnd felst stæling itil meiri átaka og auk inna afkasta, sem felur í sér meiri vörugæði og lægra vöruverð öll um almenningi til hagsbóta. .Síðar í ræðu sinni vék iðnaðar málaráðherra að erfiðleikum ís- lenzks iðnaðar og aðstoð hins op inbera við hann: Það er mikill misskilningur þegar því er hajd ið fram, að íslenzkur iðnaður eigi almennt í erfiðieikum veena tolla lækkana, sem hafi verið látnar skella yfir fyrirvaralítið og iðn. fvr’rtækin þannig verið lát.in sæfa óeðlilegri samkennni erlends jðn varnings. Lög um tollskrá eru frá 1963. en sú nvja tollskná fól í sér kerfisbreytingar en ekki af nám verndartolla iðnaðarvamings Þó að tollabreytingar hafi sums staðar torveldað samkeppnli ís- lenzks iðnaðar, þar sem lækkaðir hafa verið mjög háir tollar á full unnum vörum, má ætla, að tolla lækkanir til hags fyrir iðnaðinn vegi þar fyllilega á móti. Allt annans eðlis er aukið inn Framhald á 15. síðu. DE GAULLE í KAMBODJA Phnompenh (ntb-reuter). De Gaulle Frakklandsforseti var hylltur sem mesta mikilmenni sög unnar, er hann kom í opinbera heimsókn til Kamobdj’a í gær Forsetinn kom til Kambodja frá Franska Somalílandi á leið sinni um Afríku, Asíu og Kyrrahafseyj ar. Mikill mannfjöldi var saman kominn til að fagna forsetanum og breiddi mannfjöldinn blóm við fætur hans og þjóðhöfðingja lands ins. Sihanouk. Framhald á 15. síðu. Bjarni Björnsson, formaður sýningarnefndar, flytur ávarp sitt við opnun Iðnsýningarinnar. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, skoðaði Iðnsýninguna í prærmorgun. Á myndinni sést er hann skoðar deild vélsmiðjunnar Héðins. Sveinn Guðmundsson forstjóri sýnir honum deildina. Wilson á von á harðri gagnrýni London (ntb-reuter), Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands sagði í gær ’að ríkis stjórn Bretlands ætlaði ekki að leggja Rohdesíumálið fyrir Sam- ein.uðu þjóðirnar. Hann kvað við ræðum við stjórn Smiths ekki hafa verið slitið, heldur frestað. Þessi orð lét Wilson falla sem svar við spurningu Heaths leiðtoga stjórn arandstöðunnar, en þeir áttu með sér fund í gær. í gær hófst Wilson handa við að undirbúa fund forsætisráðherra samveldislandanna, sem hefst í London í næstu viku. Fulltrúar 23 landa sækja fundinn, og má telja víst að Wilson verði þar gagnrýnd ur harðlega fyrir Rhodesíustefnu sína. Erfiðast verður honum að koma í veg fyrir kröfur um að Bretland herði mjög aðgerðir sín> ar gegn stjórn Ian Smiths í Rhod esíu, og telja gagnrýnendur Wil sons, að Bretar eigi að beita valdi ef með þarf. Wilson vill hins vegar slá ákvörðunum um harðari aðgerð ir á frest til að vinna tíma svo að betur komi í ljós, hvaða áhrif viðskiptabannið á Rhodesíu hefur. í gær ræddi Wilsoni við sam veldismálaráðherrann Herbert Bowden og fulltrúa stjórnarinnar. Duncan Watson og Oliver Wright, en þeir hafa átt viðræður við Smith. Þeir voru skyndilega Icall aðir heim frá Salisbury í síðustu viku, er Smith-sjórnin breytti stjórnarskránni á þá leið að ríkis valdið getur fangelsað menn án undángengis dóms. Yiðræðurnar í dag voru til að undirbúa sérstakan ríkisstjórnar fund um Rhodesíumálið, sem liafd inn verður fyrir samveldisráðstefh una, er hefst næsta þriðjudag og stendur í viku. Kennefch Kaunda Zambíuforsefi hefur tilkynnt að hann muni ekki sækja samveldisráðstefnuna, ! fen Kaunda er sá sem harðast hafúr igagnrýnt stefnu Wilsons í Rhodes íumálinu. Hann krefst þess að sr rás verði gerð í landið til nn steypa stjóm hvíta af stóli. minnihlufc TYRKLANDSSÖFNUNIN: Ríkisstjórnin gefur 50 þús Ríkisstjórnin hefur afhent Rauða krossi fslands 50 þúsund 5 krónur til styrktar bágstöddu fólki á jarðskjálftasvæðinu i Tyrklandi. 31. ágúst 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 195. Tölublað (31.08.1966)
https://timarit.is/issue/184952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

195. Tölublað (31.08.1966)

Aðgerðir: