Alþýðublaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 8
„Nú eru Bretar búnir að stela
frá mér patentinu", sagði Guð-
mundur Jónsson, kallaður
Briskó, þegar við hittum hann
að máli nýlega, og átti þar við
Briskó — gluggastillin, sem
hann hefur framleitt undanfar-
in ár, án þess að geta annað
eftirspurn.
„Mér fannst skritið að sjá
þessi ensku gluggastilli í glugg
um verzlana hér, nákvæmlcga
eins og mín í öllum höfuðatr-
iðum. Það fékk einn kunningi
minn lánuð hjá mér sundur-
tekin gluggastilli til þess að
senda til Englands samkvæmt
ósk fyrirtækis, sem ætlaði að
útvega mér slípivél til að slípa
gluggastillin fyrir krómun. Þeir
þóttust þurfa að sjá stykkin
fyrst. Slípivélin er ókomin, en
ný gluggastilli eru komin á
markaðinn: gölluð kopía af
minni uppfinningu!“
— Gölluð, segir þú. Að hvaða
leyti? — „Það er tvennt, sem
þeir hafa ekki áttað sig á, og
reyndar þrennt. í fyrsta lagi
eru þau illa slípuð. Kantarnir
eru eins og beinasög og hlið-
arnar holóttar og rispaðar.
Þetta er ljót vinna hjá mönn
um, sem hafa vélar til alls.
Þeir hafa meira að segja vél-
ar til að króma skrúfur. Hér á
landi er ennþá engin vél til
slíks. Og slípingin. Þetta geri
ég allt í höndunum. En þú
sérð heldur ekki gráðu á könt-
unum eða sýnist þér það? Nú,
svo er galli í þessum ensku
stillum. Það er gjugg í þeim.
Alveg sama, hvernig þau eru
stillt. Ekki hægt að losna við
gjuggið. Þetta er náttúrulega
einfalt mál. Þeir hafa borað
eitt gat of stórt. En þar með
er framleiðslan gölluð. Og svo
í þriðja lagi, þá hafa þeir
sleppt einu, sem ég setti fljót-
lega á • mín gluggastilli þeim
til styrktar. Sérðu þessa
bryggju hérna eftir miðjunni.
Hún gerir stillin miklu sterk-
ari“.
— Og hvernig lízt þér svo
á þessa nýju samkeppni?
„Þetta er að sjálfsögðu dá-
lítið ónotalegt og dregur sjálf
sagt eitthvað frá mér, ef fólk
er í sparnaðarhugleiðingum í
augnablikinu, því að ensku
stillin eru 30 krónum ódýrari.
En hann Gunnbjörn í Málningu
og JárnVörum, sem mest hef-
ur selt af þessu fyrir mig, segir,
að ég þurfi ekkert að óttast.
Mín framleiðsla sé vandaðri og
standi vel undir þeim verðmun,
sem á þeim er og hinum ensku.
Mér þætti líka skítt að þurfa
Framhald á 10. síðu
Árið 1913 var listasafn Haarlem borgar flutt úrráð husinu og í þetta hús, sem fyrrum var elliheimili
fyrir karia og hét ’t Oude Mannenhuis. Það var reist 1608. Um leið og listasafnið var flutt var hús-
ið skírt upp á nýtt og heitir nú Frans Hals safnið. í því er að finna mörg frægustu verk málarans.
g 31. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sagan um hollenzka málarann
Frans Hals er hin kunna saga um
jistamann, sem nýtur mikillar
virðingar í lifanda lífi, eh, hróður
hans gleymist skjótt eftir dauð-
ann. Mörgum áratugum eða jafn-
vel. öldum eftir lát hans, gerir
svo einhver listfræðingur þá upp
götvun, að þarna hafi verið mik-
ill listamaður á ferðinni og skömm
sé að því hve verkum hans er
lítiU gaumur gefinn.
Listasagan væri fátækari, ef
Frans Hals hefði ekki lifað og
gert þau verk,. sem enn halda
nafni hans á loft. Samtíð málar-
ans mat verk hms mikils og hefð
armenn ýmsir fengu hann til þess
að mála af sér mynd. Portrettið
var og höfuðviðfangsefni hans;
hann skorti aldrei fyrirsætur. Á
myndum hans má sjá glæsilega
aðalsmenn, borgarstjóra, kaup-
menn ríka, listamenn og vísinda-
menn. En Frans Hals málaði líka
alþý'ðumenn; hver man ekki eftir
svip hins áhyggjulausa drvkkju-
manns á vínkránni. Og væfum við
ekki fátækari, ef við ættum ekki
mvnd af heimspekingnum Des-
carte^?
En eins og margir kunnir lista-
menn, lifði Frans Iíals framan af
ævi við fremur bág kjör. Á efri
árum fékk hann revndar styrk frá
borgarstjórninni í Haarlem eins
og aðrir fátæklingar; sumpart var
þessi stvrkur í reiðufé sumpart
var hann fenginn til að mála. Hann
málaði til dæmis forstöðumenn
og forstöðukonur elliheimilisins í
Haarlem. Frans Hals dó örsnauð-
ur. Enginn vildi til dæmis borga
fyrir áð kirkiuklukkunum yrði
hringt við útför hans. En hann
var jarðsettur i dómkirkjunni í
Haarlem og má þar enn sjá leg-
stein hans.
Eftir lát Frans Hals voru verk
hans lítt í líávegum liöfð. Lista-
menn rókókótímans fyrirlitu verk
hans; þau áttu .heldur ekki upp
á pallborðið hjá myndlistarmönn-
um klassísmans. í þann tíma mátti
fá málverk eftir hann fyrir lítinn
pening. Ein mynda hans, sem sýn-
ir listamann faðma konu sina
var 1712 seld fyrir 10 gyllini.
En á 19. öld fór vegur þessa
málara vaxandi smátt og smátt.
1865 var mynd eftir hann seld á
uppboði fyrir 51 þús. franka, en
þessi sama mynd hafði verið keypt
fvrir 1500 franka. Um svipað leyti
fóru listfræðingar að veita mynd-
um hans eftirtekt. Meðal þeirra,
sem fyrstur manna bar skvn á list
Frans Hals, var Th. Thoré, en
hann skwfaðl undir dulnefninu
W. Biireer. Þessi sami Ii«tíræð-
ingur varð einnig fyrstur til þess
að unpeötva Vermeer. Listmál-
arar höfðu líka mætur á Frans
FTals oe má bar t.d. nefna Manet,
sem uppgötvaði verk þessa hol-
lenzka meistara um 1850,
Á þessum árum hófst kanp-
hlaupið um verk Frans Hals. Öll
söfn vildu eiga mynd eftir hann
og láta þau sjást í sýningarsöl-
um sínum. Menn leituðu víðsveg-
ar í Hollandi og sérstaklega í
Haarlem, þar sem enginn kimi
varð útundan. En mörg verka hans
voru glötuð; sum voru þegar kom
in til útlanda. En það er engin á-
stæða til þess að harma, að verk
hans séu út um hvippinn og hvapp
inn; slíkt hlýtur að verða lista-
mönnum til gagns. í átthögum
Frans Hals er samt að finna
meirihlutann af öllum verkum
hans. í Haarlem er að finna t.d.
flest málverk hans af skyttunum
og einnig þau, sem hann málaði
af forstöðufólki elliheimilisins
þar. Og vegna þessara verka reynd
ist það borgurum Haarlem fært
að stofna safn í minningu hans
og sýna mönnum verk hans í allri
sinni dýrð.
Safnbyggingin gat ekki verið
öllu ákjósanlegri. Það er hið
gamla elliheimili, þar sem hann
málaði á efri árum, enda þótt
hann dveldist þar aldrei. Húsið
er og fögur bygging. Hús þetta
var gert að safni 1913 og ber
nafn meistarans. Það sýnir, hve
mikla virðingu borgararnir í Haar
lem báru fyrir myndum Frans
Hals.
Nú á dögum eru verk Frans
Hals viðurkennd sem mikil list.
Menn vita einnig sögu margra
listaverkanna. Hins vegar er á-
kaflega lítið kunnugt um ævi og
lífsháttu málarans. Þó hafa varð
Hér liefur málarinn málað sjálfsm
finna í einu horni myndarinnar aí
er eina myndin, sem til er af Fra
sextugt.