Alþýðublaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 9
veitzt undarlega margar skrýtlur
um káta málarann í Haarlem.
Kunnugt er það og, að honum
þótti sopinn góður og sat tíðum
að sumbli. Sagt er að nemendur
hans hefðu oftsinnis mátt styðja
hann ofurölvi heim til sín, svo
að hann félli ekki í síkin. Aðrar
þjóðsögur eru og á kreiki. Nem-
ar hans munu oft hafa leikið á
hann og hann mun títt hafa barið
konu sína í ölæðinu.
Þjóðsögurnar um heimslistar-
manninn Frans Hals eru óteljandi.
En einnig eru á vörum fólksins
til aðrar sögur og saklausari.
Einhverju sinni langaði hinn
fræga málara Van Dijk til bess
að kynnast honum. Van Dijk
heimsótti hann til Haarlem og
bað hann að mála af sér mynd.
Bað hann að vera skjótan að því
vegna þess að hann væri á hraðri
ferð. Frans Hals hafði ekki hug-
mynd hvaða maður þetta var, flýtti
sér að draga upp mynd hans. Van
Dijk leit á hana og sagði: „Að
hugsa sér — er það svona auð-
velt að mála. Kannski ég reyni“.
Og hann málaði jafnskjótt port-
rett af Frans. Þá vissi Frans, að
sá ókunni var enginn annar en
Van Dijk og listamennirnir féll-
ust í faðma. En því miður eru
þessar myndir ekki lengur til.
Þannig hljóða þjóðsögurnar, en
nú á dögum eru listfræðingar og
sagnfræðingar gagnrýnir á heim-
ildir. Þær eru fáar, sem unnt er
lynd, Þetta andlit er reyndar að
' skyttunum frá árinu 1639. Þetta
ns Hals sem mun þarna vera um
Stytta frá sautjándu öld. Þessi stytta var áður á gafli elliheimilis
ins í Haarlem. Hún sýnir gamlan mann með peningabauk undir liend-
inni. , ....
að treysta. Ekki er vitað, hvenær
Frans Hals er borinn og hvar.
Gert er ráð fyrir, að hann hafi
fæðzt milli 1581 og 1585 í Ant-
werpen. Það er ekki fyrr en 1591,
að menn vita með vissu, að for-
eldrar hans eru komnir til Haar-
lem og seztir þar að. 1610 er
Frans Hals orðinn meðlimur i
málaragildi. Ári síðar er honum
sonur skírður og 1615 missir hann
konu sína frá tveim börnuni. 1617.
kyænist hann í annað sinn. 1616
málar hann fyrstu mynd sím af
skyttunum. Sama ár krefur lána-
drottinn hann um skuld. Fleira
bendir og til a'ð Frans Hals hafi
átt í fjárhagsörðugleikum al’.a
ævi. Árið 1654 er t.d. seldur hiuti
úr búslóð hans. Á efri árum mun
hagur lians þó hafa vænkazt. Hann
fékk styrk af opinberu fé. Ári
áður en hanh dó fékk hann t.d.
mjög sæmilega þóknun. En hanni
var eyðsluseggur hinn mesti og
dó örsnauður.
29. ágúst 1666 lézt Frans Hals,
95 ára að aldri. í kix-kjubók Grote
Kii’k, dómkirkjunni í Haarlem,
stendur: „Dito een openinek in
de groote kerck voor Frans Hals
opt koor nr. 56. — F. 4. —“.
Það er lítt girnilegur fróðleik-
ur, sem stendur á rykugum skjöl-
um safnanna. Þar stendur lítið
um manninn sjálfan. Ef til vill
hefur hann sótt huggun til flösk-
unnar. Ef til vill leynist sannleiks
arða í skrýtlunum um hann. Eitt
er víst; að mála, það hefur verið
hans gleði. Hana má glöggt sjá
í verkum hans, enda þótt sum
þeirra séu ærið þunglyndislög.
Listin hefur verið honum nautn.
Snilld Frans Hals er ekki fólg-
in í því að mála lífsglaðan öl-
þarbara. Hún 'kemur fyrst
og fremst fram í því hve vel hon-
Framhald a 10. siffu.
Hirm 29. ágúst sl.
voru þrjú hundruð ár
liðin frá dauða Frans
Hals hins kunna hol-
lenzka málara. Saga
þessa málara er at-
hyglisverð: Vegur
hans var mikill í lif-
anda lífi, en verk
hans gleymdust skjótt.
Það var ekki fyrr en
á 19. öld, að listfræð-
ingar og málarar upp-
götvuðu myndir hans
og síðan hefur hróður
hans farið vaxandi.
MWIMVVttMHMimUMHYM
Hárgreiðslustofan Hörn
FRÁ OG MEÐ DEGINUM í DAG VERÐUR
símanúmer okkar 2-11-82.
Fljót og góð afgreiðsla, reynið viðskiptin.
Mávahlíð 30 - Sími 21182
Hárgreiðslustofan Hörn
VESTURBÆR
Vegna breytinga seljum við eftirfarandi á
niðursettu verði:
Drengjajakka, telþukjóla, peysur og fleira.
Góð bílastæði.
Verzlunin SIMLA,
Bændahöllinni, sími 1 59 85.
Frá Valhúsgögn
Falleg og vönduð sófasett, svefnbekkir og
svefnsófar. !
Traustir og vandaðir svefnstólar koma í
þessari viku.
5 ára ábyrgðarskírteini fylgir bólstruðum
húsgögnum frá okkur.
Skólavörðustíg 23. — Sími 23375.
HÓTEL BÚÐIR
Lokum sunnudaginn 4. september.
HÓTEL BÚÐIR
Snæfellsnesi.
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur ivantar við Samvinnuskólann
Bifröst, veturinn 1966-1967.
Upplýsingar gefnar eftir hádegi í dag, mið-
vikudaginn 31. ágúst, í síma 17973.
SAMVINNUSKÓLINN BIFRÖST.
Ný sending af
HOLLENZKUM KÁPUM
tekin fram í dag.
Bernhard Laxdal
Kjörgarði.
Áskriftasíminn er 14901
31. ágúst 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $