Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.08.1966, Blaðsíða 4
 tSQÆÍMI) RUstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal — Ritstjómarfull- trúi: iSiöur GuSnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu' blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00 — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi Alþýðuflokkurinn. MYNDARLEG SÝNING IÐNSÝNINGIN í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugard'al er glæsilegur vottur þess, að íslenzkur iðnaður stendur nú með blóma og hefur aldrei verið fjölbreyttari, né framleitt vandaðri vörur. Á sýning- unni má sjá margháttaðar framleiðsluvörur 140 ísl- lenzkra fyrirtækja, og er þessu aðgengilega og smekk- lega fyrir komið þannig, að almenningur, sem sýn- inguna skoðar, á auðvelt með að kynna sér og fræð- ast um allt sem þar er á boðstólum. íslenzkur iðnaður er enn ungur að árum og átti lengi vel við þá erfiðleika að etja, að svo virtist sem rótgróinnar tortryggni gætti hjá almenningi gagn- vart öllum innlendum iðnaðarvörum. Þessi tor- tryggni er nú horfin enda hefur íslenzkur iðnaður spjarað sig ótrúlega á tiltölulega skömmum tíma, og gæði íslenzks iðnvarnings hafa batnað með hverju ári. Blöð stjórnarandstöðunnar hafa stöðugt klifað á því undanfarir. ár, að íslenzkur iðnaður væri í úlfa- kreppu og ríkisstjórnin gerði honum allt til óþurftar. Ekki þurfa menn annað en ganga um sali í nýju sýningarhöllinni til að siá hversu fjarstæðukenndar þessar fullyrðingar eru. íslenzkur iðnaður hefur aldrei staðið í meiri blóma en einmitt í dag. Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir innflutningsfrelsið, sem haft.hefur það í för með sér, að hér er nú meira vöruval í verzlunum en nokkurn tíma áður. Það er hiklaust rétt, að innflutnings- frelsið hefur skapað íslenzkum iðnaði harða sam- keppni, og einstaka fyrirtækjum hefur það valdið erfiðleikum. En samkeppni er aðeins holl og nauð- synleg. í langflestum tilfellum hefur íslenzkur iðn- aður haft gott af heilbrigðri samkeppni, sem oft :hefur valdið bví, að íslenzki framleiðandinn hefur jkappkostað að vanda vöru sína enn betur. í skjóli :hárra verndartolla reis hér um tíma ýmiskonar iðn- ’aður, sem ef til vill ekki var þjóðhagslega hag- jkvæmur. Þessi iðnaður hefur átt í erfiðleikum jvegna þess, að hann var ekki samkeppnisfær við erlenda framleiðslu eftir tollalækkanir. Við eig- unv að einbeita okkur að því að framleiða þann iðn- tvaiýiing, sem við getum framleitt jafngóðan eða betri en aðrir, en flytja inn þær vörur sem við get- um ekki framleitt svo samkeppnisfærar séu. Framundan eru ráðagerðir um verulegar tolla- laalkanir. Skiptir þar meginmáli, að skynsamlega verði farið í sakirnar og fslenzkum iðnaði gefinn hæfilegur aðlögunartími. Hjá núverandi ríkisstjóm •,ríkjr skilningur á vandamálum íslenzks iðnaðar. Næg 'ir i bví sambandi að minna á, að á síðastliðnum ,..vetri var Iðnlánasjóður stórefldur. AJþýðublaðið vill hvetja sem flesta íslendinga til . að. skoða iðnsýninguna í Laugardal, og efla íslenzk- an iðnað með því að kaupa íslenzka framleiðslu. 4 31. ágúst 1966 - ALÞÝ-ÐUBLAÐiÐ Seljum í dag og næstu daga, meðan birgðir endast Enska kvenskó úr leðri -j< fyrir kr. 298.00 -jC Fjölbreytt úrval — Allar stærðir. SKÓBÚÐ AUSIURBÆJAR SKÓVAL Laugavegi 100 Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. „Sænskur tæknifræðingur óskar eftir 3-4 herbergja íbúð sem fyrst. Upplýsingar hjá Póst- og símamálástjórn- inni í síma 11000. Jon Finnsson hrí. LÖGFRÐISKRIFSTOFA Sölvhólsgata 4. (Sambandshúsinu) Símar: 23338 og 12343. euðjón Styrkársm hæ'ái—réttarlögmaSii*’. Austurstræti 6., 3. hæð, símil8354 Málflutningsskrifstofa krossgötum DRAGNÓT OG LANDHELGI. Fyrir nokkrum dögum hittum við á förnum vegi mann sunnan úr Garði. Hann hafði sógu að segja: í Garðsjönum hafa lengi verið fengsæl fiskimið og var þangað mjög sótt fyrr á árum. Erlendir togarar eyðilögðu þetta á sínum tíma, en svo, þegar Flóanum var lokað og landhelgin stækkuð, fór aftur að færast líf í fiskinn í Garð sjónum, og hófst þá mikil trilluútgerð úr Garð- inum, og öfluðu sjómenn þaðan fyrsta ílokks hráefnis fyrir útflutningsiðnað okkar. Nú er búið að hleypa dragnótabátunum inn á viss svæði, hélt maðurinn áfram og við því getum við svo sem ekkert sagt. En blóðugt þyk- ir okkur að horfa á bátana toga því sem næst uppi í kálgörðum og drepa þannig ungviðið unn- vörpum. Um daginn sást til varðskips, og þá voru þeir fljótir að færa sig út fyrir. Varð- skipið var ekki fyrr komið í hvarf, en þeir voru allir komnir upp í fjörur á nýjan leik. Um dag- inn ofbauð okkur gjörsamlega framferði skip- stjóranna á þessum bátum og við hringdum í Landhelgisgæzluna í Reykjavík, og sögðum þeim að nú væru nokkrir dragnótabátár hér alveg uppi ■ í landssteinum. Og hvaða svar heldurðu að við höfum fengið: Nú, mega þeir það ekki? Þá dám- aði mér alveg. Ég hélt satt að segja, að Landhelgisgæzlan ætti að passa það að íslendingar brytu ekki lög- in alveg eins og hún passar að útlendingar geri það ekki, sagði liann að lokum. + ENN UM BÍLNÚMER. Okkur hefur borizt svohljóðandi orðsending frá G. K.: Fyrir nokkru var skrifað um það í „Á. krossgötum", hvort það gæti verið rétt háft eftir forstöðumanni Bifreiðaeftirlits ríkisins, að „sérhagsmunir" stæðu gegn því, að tekið væri upp nýtt skrásetningarkerfi fyrir býla. Ef ég man rétt var hlutaðeigandi boðið rúm í blaðinu til þess að skýra sjónarmið sitt og hvaða sérhags- munir þetta væru. Ég hef verið að fylgjast með þessum dálki undanfarið, en ekki séð orð um málið. Geta hlutaðeigandi yfirvöld skorazt und- an að svara spurningum, sem svona eru bornar fram á opinberum vettvangi? Mér finnst það harla ótrúlegt. Ég vil því biðja Alþýðublaðið að ítreka spurninguna sína enn einu sinni. G.K. Spurníngunni er hér með komið á framfæri á nýjan leik og er ekkert sjálfsagðara en að ljá svari rúm. Karl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 195. Tölublað (31.08.1966)
https://timarit.is/issue/184952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

195. Tölublað (31.08.1966)

Aðgerðir: