Alþýðublaðið - 25.09.1966, Page 2

Alþýðublaðið - 25.09.1966, Page 2
i&öSfSll %mms Sí$ísé§ Frá setninffu hins nýja Menntaskóla við Hamrahlíð í gærmorgun. (Mynd: JV). Nýr menntaskóli hefur göngu sína Hinn nýi menntaskóli við Hamra hlíð var settur í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í hiisakynnum skólans klukkan 11 í gsermorgun. Rektor skólans, GuSmundur Arnlaugsson, hóf mál sitt með því að bjóða kennara, nemendur og gesti velkomna til þessarar sögu- legu skólasetningar, en síðan flutti hann ræðu, þar sem hann rakti í stórum dráttum sögu Menntaskólans í Reykjavík frá upphafi í ræðu rektors kom m.a. fram af hve miklum stórhug gamli ekólinn við Lækjargötu var byggð Xir, en fyrsta starfsár hans voru nemendur aðeins 60. Hefur hann ,nú starfað óslitið í 120 ár, en hann var settur í fyrsta skipti ár ið 1846, og \ar fyrsti rektor hans Sveinbjörn Egilsson. Má segja, að gamli skólinn hafi verið fullnægj- andi í heila öld, en með heims- styrjöldinni síðari verður mikil breyting, og nemendum tekur að fjölga ört. Gat rektor þess, að velurinn 1945—’46 hafi nemendur verið 360, en tuttugu árum síðar, eða síðastliðinn vetur, var tala nemenda komin yfir 1000. Langt er síðan farið var að | ræða um byggingu nýs mennta- i skóla, enda gamla skólinn ekki í mörg ár verið fullnægjandi, bæði sökum smæðar og þess, að þar hefur ekki verið aðstaða til verk- legrar kennslu í raunvísindum. Það munu hafa verið menntaskóia kennararnir, Einar Magnússon og Sigurkarl Stefánsson, sem fyrst vöktu máls á þeirri lausn. að byggja nýjan skóla, og láta gamla skólann halda áfram með nauð- synlegum endurbórum. Þes.ar til lögur þeirra sem komu fram í grein, er þeir skrifuðu árið 1948, eru nú orðnar að raunveruleika. Ákveðið var að byggja nýja menntaskólann í áföngum, og var fyrsti áfangi boðinn út árið 1965. Var Einari Ágústssyni byggingar- meistara síðan falið verkið og verður ekki annað séð en vel hafi Framhald á 15, síðu. Fimm námskeið fyrir kennara 1 septembermánuði hafa stað’- ið yfir hér í Reykjavík fimm námskeið fyrir kennara og er þeim nú öllum lokið. Námskeið þessi voru öll á veg- um fræðslumálastjórnar eða með stuðningi hennar. Allt voru þetta dagnámskeið og sóttu þau um 165 kennarar, auk óreglulegra þátttakenda, sem voru milli 20 og 30. Kennarar þessir voru víðs veg- ar að af landinu, en ílestir kenn- arar við barna- og gagnfræða- skólastig. Munu þetta vera yfirgrips- mestu kennaranámskeið, sem haldin hafa verið hér á landi til þessa og ánægjulegt til þess að vita, hve vel sótt þau voru. Námskeið þessi voru: ins var íslenzkar bókmenntir og kynning þeirra í gangfræða skólum. Kennarar auk námstjórans voru: dr. Steingrímur J. Þor- steinsson prófessor, Jón Böðv- arsson menntaskólakennari og Baldur Ragnarsson. 4. Starfsfræðslu- og félagsfræði- námskeið stóð frá 5.—16. sept. Stjórnandi þess var Stefán Ólafur Jónsson, námstjóri. Reglulegir þátttakendur voru 28 en nokkrir sóttu hluta námskeiðsins. Aðalkennari auk námstjórans voru frú Margareta Vestin, skrifstofustjóri í Skolöver- styrelsen í Stokkhólmi og Kristinn Björnsson sálfræðing- ur, en auk þeirra fluttu er- indi og leiðbeindu 17 manns. 1. 3. Námskeið fyrir dönskukennara 5 stóð frá 1.-20. sept. — Það sóttu 38 kennarar. Stjórnandi námskeiðsins var Ágúst Sig- urðsson námstjóri. Kennarar auk námsstjóra voru Danirnir Niels Ferlov, menntaskólarektor, Henning Harmer, námstjóri, Sveinn Bergsveinsson próf. og Tor- ben Friðriksson, and. oecon. Námskeið fyrir söngkennara stóð frá 1. — 9. sept. og sóttu það 32 söng- og tónlistar kennarar. Stjórnandi þess var : Guðm. Guðbrandsson. Kennarar voru dr. Hermann ■ Regner frá Carl Orff Instltut | í Salzburg Sigríður Pálmadóttir : og dr. Róbert A. Ottósson. ; Námskeið fyrir íslenzkukenn- I ara í gagnfræðaskólum stóð : frá 5.—-16. sept. Stjórnandi ; þess var Óskar Halldórsson | námstjóri. Námskeiðið sóttu : 34 kennarar. Aðalviðfangsefni námsskeiðs- ; ■ ■ -----------------------------♦: Stærðfræði- og eðlisfræði- námskeið stóð frá 5.—17. september. Því stjórnaði Guð- mundur Arnlaugsson, rektor, Reglulegir þátttakendur voru 33 og 10—15 óreglulegir. Námskeiðið var bæði fyrir kennara í barna- og gagnfræða skólum. í eðlisfræði kenndu, Páll Theódórsson, eðlisfræðingur, Framhald á 15. síðu. ValtviðKópa- | vogsbrúna j Eins og sagt var frá í blað : inu í gær valt bifreið við ; Kópavogsbrúna í fyrrinótt. ; Myndirnar hér að neðan voru : teknar þá. Önnur sýnir bifreið : ina á hvolfi, en hin hvernig ; hún var útlits eftir slysið. ■ (Mynd'ir: Bl. Bl.) : lllPÍÍiis s' *' ■& <■ / Í „ 'r ,^ r • >4 ■■ :..........t.- 2 25. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.