Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 8
KASTLJÓS Sundrung í ítalska kommúnistaflokknum Helztu forystumenn ítalska kommúnistafloikksiins jhafa setið á fundum í Róm undanfarna daga. Látið er í veðri vaka, að á fundinum sé fjallað um Vietnam m'álið og heimsfriðinn, en vafa- samt er hvort þessi mál hafi bor- ið á góma. Raunverulegur til'gang- ur fundarins er, að ræða hina miklu erfigleika, sem ítalski komm istaflokkur Vestur-Evrópu, á við að stríða um þessar mundir. Eitt af því sem háir ítölskum kommúnistum, er fjárskortur. Málgögn flokksins skulda um 11 milljónir líra, og fyrirsjáanlegt er að Rómarútgáfa flokksblaðsins „Unita“ leggst niður, verði ekki ert að gert, en þá kæmi blaðið eingöngu út í Milano. Vikublað- ið „Vie Nuove“ rambar einnig á barmi gjaldþrots. En þetta eru aðeins sjúkdóms- einkenni. Erfiðleikarnir, sem flokkurinn á við að etja, eru langtum djúpstæðari og svo alvar legs eðlis, að framtíð hans er í veði. Hið alvarlega ástand í flokk- num á sumpart rót sína að rekja til sameiningar Nenni-sósíalista og jafnaðarmanna Saragats, en með þessari sameiningu rís upp öflugur vinstri flokkur, sem ógna mun áhrifum kommúnista og kristilegra demókrata, en jafu- framt er flokkurinn í aðstöðu til að hafa mikil áhrif á ítölsk stjórn mál, þar sem hann á fulltrúa í ríkisstjórn Moros. l>á hefur hin mikla deila í heimi kommúnista, deilan milli rétttrúnaðarmanna, er fylgja Pekjng að málum, og endurskoðunarsinna, er fylgja Moskvu að málum, sundrað flokk num. Einnig hefur mikil sundur- þykkja risið í flokknum síðan Ihinn gamli, mikilhæfi leiffito'gi flokksins, Togliatti, féll frá. Meðlimum flokksins fækkar stöðugt án þess að nýir flokks- menn komi í þeirra stað, og flokkssjóðirnir eru tómir. Og deil an í flokknum er ekki sízt pers- ónulegs eðlis. Flokksbroddar og fiokksklíkur eiga í hörðum inn- byrðis deiium og ofan á allt þetta bætist morðmál, sem haft getur afdrifsHkar afleiðiinjgar fytrir flokkinn. KREDDUMENN OG UMBÓTASINNAR í bæjar og sveitarstjórnakosn- ingum í nóvember bjóða jafnaðar menn Saragpts og sósialistar Nennis fram sameiginlega lista í fyrsta sinn um tuttugu ára skeið. X síðustu bæjar- og sveitarstjórna kosningum rýrnaði fylgi komm- únista mikið, og kann því sam- vinna jafnaðarmanna oig sósílista að hafa það í för með sér, að kommúnistar biði gífurlegan ósigur á mörgum stöðum. Vegna sameiningarinnar hafa áhrif lýð- ræðissinnaðra jafnaðarmanna í ríkisstjórnijnni aukizft til muna og mikilvægt er, að Nenni-sósía- listar hafa nú ekki lengur sam- vinnu við kommúnista í mörgum kjördæmum eins og þeir 'hafa gert til þessa. Víða getur þetta leitt til þess, að kommúnistar missi völdin. Afleiðingin er sú, að kommún- istar einangrast nú meir og meir í ítölskum stjórnmálum. Núverandi leiðtogi flokksins er Luigi Longo, gamalreyndur flokks maður, sem komst til áhrifa á dögum spönsku borgarastyrjald- arinnar en virðist nú ekki lengur fylgjast með þróuninni. Eins og í ljós kom á síðasta flokksþingi ríkir mikil úlfúð með „umbótar- sinnum“ undir forystu Amen- dola og „kreddumanna" undir for ystu Ingraos. Á flokksþinginu í janúar fóru „umbótasinnar" með sigur af hólmi, þar sem Longo gerði bandalag, við Amendola, en þetta hefur aukið á sundrunguna, óvissuna og efasemdirnar í flokk num. Forysta kommúnistaflokksins hefur gert fálmandi en árangurs- lausar tilraunir til að rjúfa ein- angrunina, meðal annars með því að friðmælast við vinstri arm kristilegra demókrata og jafn- vel kaþólsku kirkjuna. Longo hefur meira að segja gengið svo langt að tjá sig fúsan til að gefa fiokknum nýtt nafn og strika út orðið ,,kommúnistískur.“ TEKJUMISSIR Á fundi sínum í Róm neyddist flokksforystan til að viðurkenna að það, sem nú setur helzt svip sinn á flokkinn er, að fjöldi flokks meðlima snýr við honum baki og deilur ríkja í röðum hans. Hvorki meira né minna en 300.000 flokks meðlimir hirtu ekki um að endur nýja flokksskírteini sín í fyrra og upptaka nýrra meðlima minnk- aði um 30 af hundraði. Þetta eyk- LUIGI LONGO: Flokkur hans í upplausn? 8 1. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ TOGLIATTI — eru fetirmennirnir ekki vand- anum vaxnir. ur fjárhagsáhyggjur flokksins, en þær eiga sér raunar aðra meginorsök. Á árunum síðan heimsstyrjöldinni lauk hefur ein helzta tekjulind ítalska kommúnistaflokksins ver- ið hlutverk það, sem flokkurinn hefur gengt sem milliliður í verzlun Ítalíu við Sovétríkin og austantjaldslöndin, Þessi verzlun fór lengi vel um nokkur verzlun félög, sem öll voru í eigu komm- únista eða undir þeirra stjórn og létu hinn mikla arð af þessari vax andi verzlun renna beint í sjóði flokksins. En nú hefur orðið breyting á. Hinar stóru, ítölsku iðnaðarsam- steypur eins og Fiat, Oljvetti, An- saldo, ENI o.fl., sem nýlega hafa gert samning um víðtæk viðskipti við Sovétríkin, þurfa ekki leng ur á aðstoð verzlunarfyrirtækja kommúnista að halda. Það eru fyrirtækin sjálf eða ítalska ríkið, sem semja við Sovétríkin beint, án nokkurra milliliða. Nú á dög- um hafa Rússar meiri áhuga á við skiptum en efnahagslegum hags- munum kommúnistaflokka í hinum ýmsu löndum. Deila Moskvu- og Peking komm únista hefur meiri áhrif í ítalska kommúnistaflokknum en nokkrum öðrum kommúnistaflokki, einkum og sér í lagi á Suður-Ítalíu. í Spezano Albanese til dæmis hafa allir meðlimir fldkksins 750 að tölu með bæjarstjórann í broddi fylkingar sagt sig úr flokknum og stofnað nýjan flokk sem þeir kalla „Samtök marxista*" í Palermo hefur fyrrverandi aðal ritari flokksins þar, Michele Semeraro, stofnað riýja, flokksK deild, sem fylgir kínverskum kommúnistum að málum. Sam£ hefur annar hásettur flokksstarfs maður, Pantaleone, gert í Trap- ono. Flokksdeildir þessar liafí með sér samvinnu og skrá með- imi í „Samtök Marxistískra-lenír ískra kommúnista á Sikiley". LUCA-MÁLIÐ En greinilegast héfur sund- rungin í flokknum komið í ljós í Mezzogiorno, þar sem einn kuna asti leiðtogi flokksins, Luca de Luca, sem hefur verið fulltrúi héraðsins Cosenza í öldungardeild inni í þrjú kjörtímabil, hefur sagl flokknum stríð á hendur. Fiokkurinn hefur rekið de Luca úr flokknum, enda sé hann óhæfur til að vera í flokknum, í pólitísku og siðferðilegu til- liti“. Önnur ástæða, sem gefin er fyrir brottvikningunni, er sú, að hann hafði skotið sér undan því að láta tilskilinn hlut launa sinna renna í flokkssjóðinn og látið í Ijáí „flokksft'ávíkjandi skoðanir", þ.e. kínverskar. En Luca hefur ekki lagt árar í bát. Hann heldur því fram, að morð kommúnista- og verkalýðs- leiðtogans Luigi Silipo í bæn- um Catansaro l.apríl í fyrra hafi verið pólitíst morð- De Luca segir, að flokksmeðlimur hafi framið morðið að skipun flokksins. Margt bendir til þess, að hann hafi á réttu að standa, og gæti mál þetta haft hinar alvarlegustu afleiðingai í för með sér fyrir flokkinn. Lögreglunni tókst ekki að up]: lýsa morðið en það er algengt þai sem Mafían er allsráðandi í hérað inu. En ný rannsókn hefur verið fyrirskipuð vegna staðhæfinga d( Lucas. Jafnframt hefur de Luca boðað, að hann muni bera málið upp í öldungadeildinni og ber£ fram sannanir. Skuggi þessarar morðákæru unc irstrikar aðeins upplausn þá sen hafin er í ítalska kommúnista flokknum. ítalskir kommúnistar máluðu nýlega merki sitt, hamarinn og sigð' ina, á ýmsar kirkjur I Róm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.