Alþýðublaðið - 01.10.1966, Side 14

Alþýðublaðið - 01.10.1966, Side 14
JSkuldabréf Framhald af 3. síðu. að skipta stærri bréfastærðum í minni bréf við Seðlabankann. Getur það verið hentugt, þegar eigandi vill selja eða fá innleyst- an hluta af skírteinaeign sinni. Hins vegar getur eigandinn hald- Ið bréfunum allan lánstímann, sem er 12 ár, og nýtur hann þá fullra vaxta og verðtryggingar allt það tímabil. 3) . Verðmæti skírteinanna, tvö- faldast á tólf árum. Vextir og vaxtavextir af skírteinunum leggj- ■ast við höfuðstól, þar til innlau fer fram. Sé skírteinunum haldið í 12 ár tvöfaldast höfuðstóll þeirra, en það þýðir 6% meðal- vexti allt lánstímabilið. Ofan á innlausnarupphæðina bætast síð- an, eins og áður segir, fullar verð uppbætur samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. 4) . Skattfrelsi. Skírteinin njóta aiveg sömu fríðinda og sparifé við banka og sparisjóði, og eru þannig undanþegin tekju- og eignarsköttum, svo og framtals- skyldu. 5). Hagstæðar bréfastærðir. Lögð er áherzla á, að þessi bréf verði að stærð hagstæð öllum al- menningi. Verða bréfin í tveimur stærðum 1.000 og 10.000 krónu bréf. Eins og þessi lýsing á skilmál- um spariskírteinanna ber með sér, eru þau mjög hagstætt spariform fyrir allan almenning. Sérstaklega verður að telja hag- stætt það einkenni skírteinanna, að endurgreiðsla þeirra ásamt- vöxtum er bundin vísitölu bygg- ingarkostnaðar. Eitt megintak- mark fjölda fólks, er að safna sparifé til að geta komið sér upp eigin húsnæði. Á þetta ekki sízt við um ungt fólk. Þessi spariskír- teini ættu að henta sérstaklega vel í þessu skyni, þar sem þau veita sömu verðtryggingu, eins og fengist með því, að sama fjár- hæð yrði þegar í stað lögð í fast eign. Börn og unglingar, sem skír- teinin eignast, geta því litið á þau, sem fyrsta skref í þá átt að eignast eigið húsnæði. Annað atriði, sem miklu máli mun skipta og var algert nýmæli hér á landi með fyrri spariskír- teinaútgáfum ríkissjóðs, er að hægt er að innleysa bréfin, hve- nær sem er, eftir að lítill hluti lánstímans er liðinn. Þar sem enginn skipulegur verðbréfamark aður hefur verið hér á landi und- anfarin ár, hefur verið mjög erf- itt fyrir almenning að kaupa verð- bréf, þar sem ekki hefur verið hægt að selja þau, þótt eigánd- inn þyrfti nauðsynlega á fjárhæð- inni að halda. Spariskírteini eru innleysanleg, hvenær sem er eftir þrjú ár, en eftir þann tíma geta eigendur skírteinanna fengið full- an höfuðstól eignar sinnar ásamt vöxtum og hugsanlegum verð- bótum, ef þeir þurfa á að halda. Athygli er vakin á því, að bank- ar og stærri sparisjóðir taka að sér geymslu verðbréfa fyrir al- DANSSKÓLI HEIÐARS ÁSTVALDSSONAR. SÍÐASTI INNRITUNARDAGUR INNRITUN: Reykjavík: Símar 2-03-45, 1-01-18 (kl. 1-7) og 1-31-29. Kópavogur: Símar 3-81-26 (kl. 1:7) og 1-31-29 (kl. 1-7). Hafnarfjörður: Sími 3-81-26 (kl. 1-7). Keflavík: Sími 2097 (kl. 3-7). AFHENDING SKÍRTEINA FER FRAM: í Reykjavík að Brautarholti 4 sunnu daginn 2. október og mánudaginn 3. október frá kl. 1-7 e. h. báða dagana. í Kópavogi í Félagsheimilinu (neðri sal) sunnudaginn 2. okt. kl. 3-7 e.h. í Hafnarfirði í Góðtemplarahúsinu föstudaginn 7. okt. í Keflavík í Ungmennafélagshúsinu mánudaginn 3. okt. kl. 3-7 e. h. MUNIÐ AÐ í DAG ER SÍÐASTI INNRITUNARDAGURINN. menning gegn sanngjörnu gjaldi. Um nánari skilmála skírtein- anna vísast til útboðslýsingar, sem birtist í dagblöðunum sl. föstu- dag. Spariskírteinin verða til sölu í viðskiptabönkum, bankaútibúum, stærri sparisjóðum og hjá nokkr- um verðbréfasölum í Keykjavík. Vakin er athygli á því, að spari- skírteini eru einnig seld í af- greiðslu Seðlabankans, Ingólfs- hvoli, Hafnarstræti 14. Hefst sal- an, eins og áður segir, næstk. mánudag, 3. október. Drykkjarvatn Framhald af 3. síðu Fecal getur þýtt grugg, botnfall eða jafnvel saur, svo að þar er skiljan lega lítt aðlaðandi fyrir ís firðinga að svala þorsta sínum með vatni .,Coligerlar“ geta vald- ið allskonar óþægindum, m.a. magakveisum enda mun það tíður kvilli í bænum. Á fundi bæjar- ráðs var samþykkt að fela bæjar- stjóranum Jóhanni Einvarðssyni að athuga málið og kanna leiðir til úrbóta. í rauninni er vandséð um hverjar þær geta orðið aðrar en að setja klór í vatnið, en það er algert neyðarúrræði. Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, fer væntanlega til ísafjarðar innan skamms til að taka fleiri sýnis- horn, kanna málið frekar og reyna að finna einhverja leið út úr ó- göngunum. Vitni óskast Rvík, — ÓTJ. Föstudaginn 23. mánaðar slas að'ist kona alvarlega er hún varff fyrir bifreið á Suffurlandsbraut rétt hjá stræftisvagnafaiðskýli. í skýlinu stóff kona sem aff öllum likindum hefur séff slysiff, en hún var farin áffur en lögreglan kom á staffinn. Rannsóknarlögreglan biffur hana vinsamlegast að hafa samband viff Torfa Jónsson í síma 21100. Laugardaginn í fyrri viku varff svo árekstur milli Fiat og Vauxhali bifreiffa á mótum Lauga vegar og Laugarnesvegar. Tveir drengir voru Vitni aff árekstrinum og gáfu Iögreglunni nöfn sín. Nú vildi svo óheppilega til aff miff inn meff nöfnum þeirra glataffist, oíg eru þeir því vinsamlegast beffnir aff hafa samband viff rann sóknarlögregluna einnig í sima 21100. FRAMTÍÐIN Framhald af 2. síffu. rós Sveinsdóttir, Guðríður Elías ídóttir, Guðbjörg Guðjónsddttir, María Jakobsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir og Málfríffur Stefáns dóttir. Til vara: Ásta Jónsdóttir, Hildigunnur Kristjánsdóttir, Rakel Bjarnadóttir, Kristín Þorsteinsdótt ir, Gíslína Gísladóttir og Sigríff ur Björnsdóttir. RUDOLF HESS Framliald af 2. síffu. aldri, situr nú einn eftir í í fangelsinu. Vesturveldin vilja að lionum verði sleppt úr lialdi en Rússar vilja ekki fallast á það. Hess var dæmdur í ævilangt fangelsi í stríðsglæparéttarhöldunum í Núrnberg 1946. Von Schirach og Speer hafa nú afplánað sinn dóm, sem var 20 ára fangelsi. NÁMSíSEH) Framhald af 2. síffu. drengjum. Hráefnin sem notuð eru við vinnsluna eru tiltölulega ódýr, en koma þarf upp þar tii gerðum brennsluofnum í kennslu stofum til þess að þessi kennsla geti farið fram. Nemendur nám ■skeiðsins hafa reynzt mjög á- hugasamir og hafa þrátt fyrir stutt an n'ámstíma gert marga fallega gripi, Eru það einkum skartgrip ir sem þeir hafa búið til, svo sem armbönd, nælur, skyrtuhnappar og slíkt. Einnig er hægt að gera skál ar og öskubakka og sitthvað fleira í smelti. Aðferðin er sú að glerj ungur í ýmsum litum er brennd ur á málm, oftast kopar, og eru lít il takmörk fyrir möguleikum efn isins sé tæknileg kunnátta og list rænir hæfileikar fyrir hendi. HÚS REIST Framhald af 3. síffu. ekki sé varlegar farið með dýra hluti. Og hvað er áætlað kostnað- arverð hússins? Það er ekki svo gott að segja um það enn, vinnukostnaðurinn reiknast sér og við vitum ekki, hvað hann verffur mikill. En við verðum fyrir vonbrigðum, ef að kostnaður fer yfir 900 þúsund. Og svo ræðum við aðeins við norsku byggingamennina og þeir segja okkur að húsið sé smíðað hjá byggingameistaran- um Oskar Drivflaadt í Sta- vanger og hjá honum séu smíð- uð þrjú slík hús á dag. Og hús- in kallast Joku-hús. ■tf. r m 14 1. október 1966 9*. Vöruf/utningar í /ofti eru viðskiptaháttur nútímans Þér sparið tíma Það eru klukkustundir í stað daga, þegar þér flytjið vöruna meö Flugfélaginu. Þér sparið fé Sérfarmgjöld' fyrir sérstaka vöruflokka, örari umsetn- ^ ing, minni ‘1 vörubirgðir. > Þér sparið fyrirhöfn Einfaldari umbúðir, auðveldari meðhöndlun, fljót afgreiðsla. - :x T1 T 1 1 JL X Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli íslands og mikilvægustu viðskiptamiðstöðva íslendinga íEvrópu FLUGFÉLAG ÍSLANDS ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.