Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 15
mun annar nýi geymirinn á Öskju hlíð koma í gagnið í nóvembermán uði næstkomandi og varastöðin við Elliðaár nýtast betur fyrir Hita veituna á komandi vetri en sl. vetur. Ástæða er til að leiðrétta þann misskiliýmg, sem ikomiið hjsi^r fram í blaðaskrifum, að fram kvæmdahraði hafi verið svo mik ill fyrri hluta 'ársins og lán þá fengin, sem greiða hafi þurft með útsvarstekjum síðustu vikurnar, að komið hafi niður á fjárhag borgar sjóðs nú. Engin rekstrarlán hafa verið tekin á þessu ári, sem falla. í gjalddaga fyrr en í desember, og framkvæmdahraði hefur verið eðlilegur að undanteknum þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa ver ið síðustu vikurnar til að draga úr greiðslum úr borgarsjóði þar til síðast á árinu. Stjórnendum Reykjavíkurborgar og flestum Reykvíkingum er ljóst að takmarka verður rekstrarkostn að og framkvæmdir borgarinnar við 'sjaldgetu borgarbúa. Verkefni, sem æskilegt væri að leysa, blasa hvajrvetna við, og kröfur borgarbúa til borgarfélags síns eru því miklar, en hljóta að takmarkast við það sem menn greiða í sameiginlegan sjóð. Borg arstjórnin vill að sínu leyti full nægja þeim kröfum. sem borgar búar gera, með því að verja sem hagkvæmast þe>'m fiármunum sem gjaldgeta borgarbúa levfir. Geir Hallgrímsson. Framhaldssagan. „ Framhald af 13. síðu. Carella aðeins. — Komdu ég býð upp á glas. Viltu það? — Já, svaraði Hawes. Þeir gengu niður ganginn sam an. Um leið og þeir 'gengu nið ur tröppurnar sagði Carella: — Hvenær 'áttu að koma á morg un? — Ég ætlaði að koma fyrir tímann, sagði Hawes. — Til að komast að einhverju um Petie? — Við eigum eftir að finna hann. — Ég veit það. Það var úrhellisrigning, þegar þeir komu út á götuna. ENDER J6n Finnsson tarL Lögfræðiskrifstofa Sölvhólsgata 4 (Sambandshásið) Símar: 23338 og 12343. HÉR Á LANDI er staddur í boði Háskóla íslands prófessor dr. med. Möller Christensen frá Kaupmannahöfn. Prófessor Möller Christensen á sæti í stjórn danska Rauða kross- ins og ferðaðist á sl. ári um Sov- étríkin í boði sovézku Rauðakross félaganna. í dag laugardag, mun prófessor Möller Christensen flytja erindi á vegum Rauða kross íslands. Erindið fjallar um starf Rauða krossins í Sovétríkj- unum og mun prófessorinn jafn- framt sýna litskuggamyndir frá ferð sinni. Erindið verður flutt Minnast dags Leifs heppna Íslenzk-ameríska félagið mun í ár líkt og undanfarin ár minnast dags Leifs Eiríkssonar heppna, sem er sunnudagurinn 9. október. Þann dag kl. 2 e. h. fer fram at- höfn við Leifsstyttuna á Skóla- vörðuholti. Þar munu flytja á- vörp þeir Emil Jónsson utanríkis- ráðherra og James K. Penfield, sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi. Lúðrasveit mun leika og Lögreglukórinn syngur. Að kvöldi sama dags verður árs hátíð Íslenzk-ameríska félagsins haldin að Hótel Borg. Ræðumaður kvöldsins verður Vestur-íslend- ingurinn Hjörvarður H. Árnason. Hjörvarður er varaforseti hinnar heimskunnu stofnunar Salomon R. Guggenheim Foundation í New York og framkvæmdastjóri Gugg- enheim listasafnsins. Hjórvarður H. Árnason dvaldi hér á landi árin 1942—1944 sem fulltrúi upplýsingadeildar Banda- ríkjahers, og á hér marga kunn- ingja síðan. 1947 — 1961 var hann forseti listadeildar Minnesota-há- skóla í Minneapolis og yfirmaður Walker Art Gallery í sömu borg Eftir Hjörvarð liggja fjölmargar bækur, tímarita- og blaðagreinar um listir og listamenn. Er ekki að efa, að marga mun fýsa að hlýða á ræðu þessa merka Vestur- íslendings. (Frá Íslenzk-ameríska félaginu). í 1. kennslustofu Háskólans og hefst kl. 4 é. h. Öilum er heimill aðgangur. Útlánstími Borgar- bókasafns lengist Útlánið í aðalsafninu verður hér eftir opnað kl. 9 á morgn- ana. Frá og með 1. október lengist útlánstími Borgarbókasafnsins og útibúa þess. Verður útlánið í að- alsafninu hér eftir opið frá kl. 9 á morgnana til kl. 22, en há- degistíminn kl. 12-13 dregst frá. Á laugardögum verður útlánið opið frá kl. 9—19 og á sunnudög- um frá kl. 14—19. Er þetta mjög aukinn útlánatími, þar eð útlán- ið var ekki opnáð áður fyrr en kl. 14. Lestrarsalurinn verður opinii á sama tíma og útlánið. Þá verður útibúið að Sólheim- um 27 hér eftir opið frá kl. 14 í stað 16 áður, og verður barna- deildinni lokað kl. 19, en full- orðinsdeildinni kl. 21. Hin útibúin, að Hólmgarði 34 og Hofsvallagötu 16 verða hér eftir opnuð kl. 16 í stað 17 áður og lokað kl. 19. Þó verður full- orðinsdeildin að Hólmgarði 34 opin á mánudögum til kl. 21, eins og verið hefur. Útibúin eru lokuð á laugardögj um og sunnudögum. | Dómsmálaráðiherra Svía, Herj man Kljng, kemur hjngað í boðj Háskóla íslands 2. okt. n.k. og mun dveljast hér nokkra daga] Dómsmálaráðherrann mun flytjíj fyrirlestur í I. kennslustofu Há4 skólans mánudaginn 3. okt. k]J 5.30 e.h. Efni fyrirlestrarins verð- ur „Den nya staflagstiftningen í Sverjge." Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. SMURSTÖÐIN | Sastúni 4— Sími 16*2-27 : Bílliim er smurðúr fíJ6H og Yeí, Scðjma allar tegruaölr af smurolítí „Inez" gerir usla á Kúbu Sjónvarpið Framhaid af 1. síðu. véla hefði sumstaðar mátt vera betri, en í hcild þótti sjónvarpinu takast mjög vel upp og smekkvísi sjónvarpsmanna í þularvali verður ekki véfengd. Þá mæltist kynningarspóald sjón varpsins vel fyrir, sem og teikni mynd erlend, sem sýnd var, en ekki haffti verið boðuð í dagskrá -og fréU.y^.'it sjónvarpsmannaj var með ágætum. Víða hvar var það svo að sjón varpstæki voru ekki rétt stillt eða loftnetið ekki af réttri gerð. Olli þetta því víða, að annaðhvort vant aði sumt af skýringartexta, eða truflanir komu fram í sjónvarp inu þegar textinn birtist, og sum staðar var engu líkara en þeir sem komu fram í sjónvarpinu væru illa tenntir, vantaði tennur og þær sem ekki vantáði væru skemmdar. En betta voi-u sem sagt gaHar sem orsökuðust af slæmum móttökuskilyrðum í emstökum sjónvarpstækjum en ekki sjón- varpinu eða útsendingartækni þess Samkomulag Framhald af 1. sfðu. ættu að máli. Þá sagði forsætisráðherra, að ekki væri ólíklegt að hann mundi í haust, þegar þing kem ur saman halda einskonar stefnuyfirlýsingarræðu af liálfu ríkisstjórnarinnar, þar sem drepið yrði á þau mál, sem helzt mundi unnið að í næstu framtíð. Ákvörðun hefði þó enn ekki verið tekin í þessu efni. Forsætisráðherra útilokaði möguleika á gengisfellingu, en kvað þau ummæli sín þó ekki vera stjórnaryfirlýsingu, og að- spurður sagði hann, að ekki , liefði komið til greina, að veita Alþýðubandalaginu aðild að ríkisstjórn, en samstarf við Al- þýðubandalagið væri þó sjálf- sagt, ef það vildi fylgja stjórn- arstefnunni. Fjárhagsvandræði Framhald af bls. 1 ætlun 1965 námu 685,7 millj. kr. og gerir því fjárhagsiáætlun nú ráð fyrir 22,8% útgjaldahækkun Útsvör og aðstöðugjöld eru sam itals áætluð nú 669,5 millj. kr. en voru áætluð á síðasta ári 533,6 m. kr. Hækkun um 25,5%. Lagt var á nú í ár að frádeginni skatt-vísi tölu og 5% afslætti í stað 4% í fyrra. 1 Rétt er, að það komi skýrt fram að útsvör og aðstöðugjöld eru í ár um 80% af heildartekjum borg arsjóðs. Segja má almennt, að útgjöld borgarsjóðs falli í gjalddaga jafnt allt árið og þá ekki sízt sumar mánuðina, hvað framkvæmdakostn að snertir. Hins vegar hafa tekj iur borgarsjóðs innheimt mun síð ar eins og sjá má af því, að lielm ingur útsvars- og aðstöðugjalds- tekna 'hefur innheimzt á þrem síð ustu mánuðum ársins og þar af fjórðungur þeirra í desembermán uði. Borgarsjóður hefur því oftast átt í nokkrum greiðsluerfiðleik- ufn síðla sumars og í byrjun vetr ar. Ástæðurnar til þess að þeir erf iðleikar eru meiri nú í ár en áð ur eru einkum þær, sem nú skal greina.: 1. Samkvæmt upplýsingum úr bókum gjaldheimtunnar í Reykja- vík var innheimta útsvara og að stöðugjalda miðað við 20. sept. 42, 1% í fyrra en 39,6% nú, eða 2,5% lakari. Eftirstöðvainnheimta er einnig lakari í ár en í fyrra. — Munar hvort tveggja þetta borgar sjóð 25 — 26 m. kr. og má þegar fullyrða, að engir umtalsverðir greiðsluerfiðleikar væru nú hjá borgarsjóði, hefði hann þessa upp hæð til ráðstöfunar. Á sama hátt og innheimta lögboðinna gjalda hefur gengið verr hafa og ýmsar aðrar kröfur borgarsjóðs, t.d. á hendur sumum nágrannasveitarfé lögum, fengizt siður greiddar nú en óður. 2. Borgarsjóður hefur greitt 6 — 7 millj. kr. í peningum aðeins á þessu ári vegna Bæjarútgerðar innar vegna ábyrgða, sem á borgar sjóð hafa fallið Auk þessa eru fyr irsjáanlegar milljónagreiðslur vlð ársuppgjör vegna reksturs Bæjar útgerðarinnar á yfirstandandi ári Ljóst er, að útgerð togara Bæjar útgerðarinnar verður ekik haldið áfram að óbreyttum aðstæðum og verður úrslitum vandamála tog aranna eigi frestað nema í nokkrar vikur eins og nú er komið. Eigi verður lengur undan því komist að taka ákvörðun um hvort togararnir fái endurheimt fyrri veiðisvæði við landið og samið verði um til svarandi áhöfn á íslenzkum tog urum sem erlendum. 3. Fjárhagsáætlun yfirstand- andi árs er samin á grundvelli kaungiayts og verðlags í nóvem bermánuði 1965, og kemur fram á árinu óhjákvæmilegur kostnaðarauki borgarsjóðs vegna kaup- og verðlagshækkana, sem síðan hafa orðið. 4. Ekki hefur tekizt að fá auk in rekstrarlán, hvorki til þess að vega upp á móti lélegri innheimtu nú í ár en í fyrra, né heldur til þess að brúa meira bil, sem verð ur allt til síðasta mánaðar ársins, milli láfallins kostnaðar og inn- heimtra tekna með hækkandi fjár hagsáætlun frá ári til árs, þar sem tekjur koma svo seint á árinu, sem raun ber vitni. í þeim 'greiðsluerfiðleikum, sem verið hafa, hefur verið lögð á- herzla á, svo sem unnt hefur ver ið að firra viðskiptamenn borgar sjóðs vandræðum og þeir hafa sýnt skilning nú sem fyrr er þakka ber. Þegar fullreynt var að eigi var unnt að afla frekari rekstrarlána var dregið úr eða hægt á ýmsum framkvæmdum borgarsjóðs og má ætla að eigi verði fjármagn fyrir hendi a.m.k. ekki 'áður en veð ur spillast, til að framkvæma að fullu ákveðnar gatna- og gang- stéttaframkvæmdir í Heimahverf inu svo og gangstéttagerð, en á herzla verður lögð á að láta þær framkvæmdir sitja fyrir á næsta ári. Jafnframt hefur láinsfjáröflun til framkvæmda •ýrnissa borgarfyr irtækja svo sem liitaveitu gengið var en búist var við og þess vegna hefur ekki verið hafizt handa um lagningu hitaveitu í Árbæjarhverfi eða önnur ný hverfi og fram kvæmdum við kyndistöð í Árbæjar hverfi hefur seinkað. Hins vegar MIAMI, Florida, 30. sept. (NTB-Reuter) Fellibylurinn Inez gekk yfir aust anverða Kúbu í morgun með 160 km. hraða á klukkustund. Óttazt er, að efnahagslíf landsins verði tyrir miklum skakkaföllum af völd um ofviðrisins. Fellibylurinn gekk yfir strönd- ina skammt frá bandarísku lier- stöðinni Guantanamo í Orientehér aði og var miðbik fellibylsins að eins 32 km. frá stöðinni. Vatn flæddi yfir kaffiakra Kúbu í fár viðrinu í nótt, og í dag reyndi fólk að breiða yfir plönturnar og vernda þær á annan hátt gegn fellibylnum til að afstýra því að atvinnulíf landsins verði fyrir skakkaföllum. Fidel Castro forsætisráðherra flaug til Santiago de Cuba í Orien tehéraði og tók að sér að stjórna þessu starfi og eftirliti með brott flutningi fjölskyldna verkamann- anna. 1200 Kúbubúar fórust þegar fellibylurinn Flora gerði mikinn Usla á Kúbu fimm daga í röð fyr ir þremur árum. Til þessa hafa 39 manns beðið bana af völdum felUbylsins Inez í Dóminikanska lýðveldinu fórust 33 manns, þegar feUibylurinn gekk þar yfir fyrir þremur dög- um. Á eynni Martiniquc eru menn við öllu búnir ef ske kynni að hitabeltisstormurinn Judith breitt ist í fellibyl. 1. október 1966 ~ ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.