Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 13
Vofan frá Soho Óhemju spennandi CinemaScope kvikmynd byggð á sögu Edgar Wallace. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum, Sýnd kl. 5. Aukamynd: með Bitlunum. Ný tékknesk, fögur litmynd í CinemaScope, hlaut þrenn verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri: Vojtech Jasny. Sýnd kl. 6.45 og 9. HOIXENDINGmtlNN FLJÚQ- ANDI. Hin <afar spennandi mynd. Sýnd kl. 5 . Trálofimarhringar Wijót afgrejðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson rullsmiður Bankastræti 12. mitt... Ef til vill var það ekki hann, en það var -eitthvað. . . —Eitt'hvað hvað? —Ég veit það ekki. En það var eitthvað sem mér kom til hugar og um leið sagði ég við sjálfan mig - Auðvitað! Svo hvarf það aftur og ... og það var eitthvað. . .. eitthvað sem ég hef unnið við.... eitthvað um morð. —Þá hlýtur það að vera mað- urinn sem þú skauzt á í dag. —Já, kannski en . . . Hann hristi höfuðið. —Ég er að verða vitlaus. Svona hugmynd - burt! Hann dró hana að sér og kyssti hana á hálsinn. Svo sagði hann. —Það... það... —Hvað? spurði hún. —Hvað er eiginlega að þér? —Úr hverju ferðu? spurði hann. —Ég? — Svona nú Christine, sagði hann reiðilega,. Hann haítii húizt við að hún skildi hann strax og hann varð reiður þeg- ar hún gerði það ékki. —Við hvað áttu? —Fyrst, sagði hann. —Úr hverju ferðu fyrst! Er nokkur kona í huxum undir sokkabelt- inu? Er nokkur kona, sem ger- ir það? —Nei, hvernig gætu þær það? —Já en þá... já en þá, hvern- ig... já en sokkabandabeltið var á stólnum!! —Hvaða sokkabandabelti? —Ekki þitt!! Irenes! hrópaði hann og spratt á fætur. —Hverrar? —Irene Thayer! Sokkabanda- beltið hennar lá á stólnum hjá hinum fötunum. En hún var í buxum Christine!! Hvemig fór hún að því? —Áttu við sjálfsmorðið? Mál- ið sem þú varst að vinna við síðasta mánuð? —Auðvitað! Það var ekki sjálfsmorði! Hvernig fór hún að því áð fara úr sokkabandabelt inu án þess að fara úr buxunum fyrst? Geturðu sagt mér það? —Ég veit það ékki, svaraði Christine. —Kannski hefur hún berháttað. Og svo verið kalt og farið í buxur. Það gæti hún hafa gert. — Eða einhver gæti hafa fært hana -í þær!! Maður, áem veit ekki hvernig á að hátta konur! Hann leit æstur á hana og barði svo í borðið. —Hvar eru skórnir mínir? 28. kafli. Cotton Hawes beið í myrkrinu fv,rir utan liúsið í Riverhed. Hann heyrði fótatak nálgsast og svo voru dyrnar opnaðar og Amos Barlow sagði: — Já? Hawes benti með byssunni á hann og sagði: —Klæðið yður ■í frakka hr. Barlow. Leiknum er lokið. —Ha? Hvað? spurði Barlow. Undrunarsvipur færðist á and- lit hans. Hann starði á Hawes. —Þér heyrðuð hvað ég sagði. Leiknum er lokið. Við vorum að fá skýrslu frá rannsóknar- stofunni. —Ég skil ekki. Hvaða rann- sóknarstofu? Um hvað eruð þér að tala? —Ég er að tala um fingraför yðar á glösum sem þér þvoð- uð . og settuð í eldhúskápinn laug Hawes. —Ég er að tala um morðið á bróður yðar og Irene Thayer. Sækið frakkann. Þetta hefur verið langur dagur ag ég er þreyttur. Mig langar mest til að skjóta yður hér og ljúka þessu af. Skiljið þér það hr. Barlow? Hann beið í myrkrinu og bein- di byssunni að hinum. Hann beið og hafði mikinn hjartslátt því hann vissi ekki hvort Barlow tæki han ná orðinu eða ekki. Barlow sagði mjög lágt: — Ég hélt að ég hefði þvegið þau. —Það gerðuð þér, sagði Haw- es. —En þáð voru fingraför neðst á glösunum. Barlow kinkaði kolli og and- varpaði. Ég hélt að þegar þér komuð hingað og leituðuð að filmunum væri ég iaus við yður. Ég hélt að málinu væri þar með lokið. — Hvað gerðuð þér við film- una? — Ég brenndi henni. Ég vissi að það voru mistök að taka hana Ég beið lengi áður en ég brenndi hana. En mig langaði til að eiga einhverjar minningar um Tommy. Hann hristi höf- uðið. —Ég brenndi hana tveim dögum áður en þið komuð að leita að henni. —Af hverju hr. Barlow? spurði Haweis, —Af hverju myrtuð þér þau? Barlow starði á hann augna- blik lítill maður með skakka öxl og staf 1 hendinni. Hawes fann til sannrar og innilegrar meðaumkunar með honum. Hann ieit á Barlow sem stóð í gættinni á húsinu sem hann hafði keypt ásamt bróður sínum og hann reyndi að skilja hvers- vegna þessi maður hefði framið morðið. Og Barlow starði á Hawes. Starði á hann án þess að sjá hann og aftur í tímann á dag í apríl þessa árs. —Mér datt það allt í einu í hug, sagði hann bara og Hawes setti handjárnin um úlnliði hans. ■ — Mér datt þetta allt í einu í hug. Þér megið til með að skilja að ég fór ekki þangað til að drepa þau. Ég vissi ekki einu sinni að Irene Thayer var til «g þessvegna gat ég ekki ákveð- ið að drepa Þau. Þér verðið að skilja það. Tommy sagði mér um morguninn að hann ætlaði að segja mér dálítið og hann sagði mér að koma í ákveðið hús klukkan 12. Ég fer alltaf í mat klukkan tólf. Ég gat varla beðið eftir að klukkan yrði tólf. Og klukkan tólf fór ég af skrif stofunni í leigubíl þangað sem hann sagði mér að koma - South Fifth Street númer 1516. Þar var húsið. Ég gekk upp og hring. di og þar stóð Tommy og brosti breitt og bauð mér inn. Hann fór með mig inn í stofu og þar sat konan.... Irene, Iirene Thyer. Hann leit iá mig og sagði: — Irena, þetta er Amos bróðir minn. Og svo brosti hann ofur ibreitt og sagði: — Amos þetta er Irene Thayer. Ég ætlaði ein- mitt að heilsa henni þegar hann isagði: —Við ætlum að gifta okkur i næsta mánuði. Ég trúði honum ekki. Ég hafði aldrei heyrt hann minn- ast á hana. Nú hafði hann beðið mig um að koma á þennan ein- kennilega stað og kynnt mig fyrir henni og sagt mér að hann ætlaði að giftast henni. Þau voru með tvær whisky- flöslkur. Tommy sagðist hafa keypt þær til að halda atburð- inn hátíðlegan. Hann hellfi í glösin og við drukkum full til vonandi hjónabands hans. Og alltaf var ég að hugsa úm af hverju hann hefði ekki sagt mér þetta fyrr? Af hverju hafði hann ekki sagt bróður sínum það? Við vorum afar nátengdir. Hann var eins ag faðir fyrir mig þegar foreldrar okkar létust. Hann var eins faðir fyrir mig það get ég svarið. Það var sönn ást okkar á milli, sönn ást. Og meðan við vorum að drekka sat ég allan tímann -og bugsaði um það af hverju hann hefði ekki sagt mér þetta. Þau sofnuðu bæði á kortéri. Ég stóð og horfði á þau og ég vissi að þau voru ekki dauð, þau sváfu bara. Ég iheld að ég hafi ákveðið þá að ég yrði að drepa þau. Ég vildi nefnilega alls ekki að Tommy kvæntist. Ég bar þau inn í svefnher bergið og lagði þau á rúmið. Ég sá ritvélina og skrifaði bréf ið og lagði það á kommóðuna. Ég veit ekki hvers vegna ég skrif aði vitlaust orðið ,,fyrirgev“. Ég hugsa að það hafi bara verið af því að stafborð ritvélarinnar var annað en það, sem ég er vanur að nota. Auk þess fannst mér á eftir að ritvillan bæri frekar vott um tilfinningarlega upplausn þeirra. Ég tók úrið af Tommy og lagði það ofan á bréf ið til að það fyki ekki. Svo á- kvað ég að hátta þau bæði. Ég ætlaði víst að láta alla haida að þetta hefði verið 'ástarævintýri Ég á við áður en skrúfað var frá gasinu. Svo ég háttaði þau og lagði fötin þeirra á stólana. Ég reyndi að láta allt líta út eins og ég hefði hugsað mér að það liti út ef þau hefðu háttað sig sjálf. Svo fór ég og þurrkaði af öllu, sem ég mundi eftir að hafa snert á. En ég mundi ekki á hverju ég hafði snert og á hverju ekki svo að ég þurrkaði bara af öllu með vasaklútn'.’tn. Ég fann filmuna meðan ég var að þurrka af. Tommy nafn stóð á henni. Ég stakk henni í vasann. Svo fór ég með whiskyflösk urnar inn í svefnherbergið. Ég opnaði aðra til að það liti út fyrir að þau hefðu verið að drekka. Ég hellti líka á teppið til að það liti út fyrir að þau hefðu verið blindfull áður en þau skrúfuðu frá gasinu. Ég leit á þau í rúminu og það fór í taug amar á mér. Ég 'hélt áfram að hugsa um þau meðan ég var í eldhúsinu að þvo upp glösin. Ég þurrkaði öll glösin þrjú en ég skildi tvö eftir í vaskinum svo það liti út fyrir að þau hefðu verið að drekka tvö ein. Þriðja glasið setti ég inn í skápinn hjá hinum glösunum. En alltaf meðan ég var .að fo^rrka af vár ég að hugsafum þau. Og það fór í taugarnar á mér að þau áttu eftir að finnast alls nakin þó ég vildi- að það liti út fyrir að þau væru elskendur. Ég fór inn í svefnherbergið og færði þau í buxur. Ég ætlaði líka að færa hana í brjóstahaldar ann en ég kunni það ekki. Ég gerði mitt bezta. Svo fór ég í gættina og leit inn í herbergið til að vita hvort þau litu út fyr ir að vera elskendur. Mér fannst þau gera það og þá fór ég fram í eldhús og skrúfaði frá igasinu og fór svo út. Hraðritarinn tók upp játning una. Amos Barlow beið eftir að hún væri vélrituð, las hana yfir skrifaði undir hana og haltraði svo út úr 'herberginu í fylgd með lögregluþjóninum sem fór með hann í fangaklefa þar sem hann átti að vera um nóttina. Þeir virtu hann fyrir sér meðan hann haltraði út. Þeir hevrðu stafinn falla á steinlagt gólfið. TUTTUGASTI OG NÍUNDI KAFLI Carella andvarpaði djúpt og fór í jakkann sinn. — Ég var einmitt að brjóta heilann um það hve margir fremja morð og sleppa. Ég hefði gaman af að vita það. — Margir, sagði Hawes. Carella andvarpaði aftur. — Áttu bræður Cotton? —Nei. — Ekki ég heldur. Hvernig ■getur nokkur framið bróður morð? — Hann viidi ekki missa hann. — Ifann missti hann, svaraði Framhald ð 15. síðn. 1. október 1966 - ALÞÝÐUBLA.ÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.