Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1966, Blaðsíða 4
fEQ££HI©> Hitatjórar: Gylfi GriSndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — RlUtjómarfull. trúl: Eiður GuOnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 14906. AOsotur AlþýOuhúslO vlO Hverfisgötu, Heykjavík. — PrgotsmlOja Alþýflu blaOslns. — Aakrlftargjald kr. 93.00 — 1 lausásölu Xf, 7,00 elntakHJ, tltgefandl Alþýðuflokkurlmi. Landssíminn 60 ára ÞAÐ var skemmtileg tilviljun, að Landssími íslands skyldi eiga 60 ára afmæli daginn áður, en sjónvarpið byrjaði útsendingar sínar. Síminn olli á sínum tíma áköfum deilum og mun seint fyrnast yfir hópför bænda til Reykjavíkur til að mótmæla þessari athygl- isverðu nýjung. Ýmsir úrtölumenn deildu einnig á fyrirætlanir um sjónvarpsstofnun hérlendis og fundu sjónvarpi flest til foráttu rétt eins og bændurnir símanum forðum. Landssími Íslands er merk þjónustustofnun, sem gegnt hefur veigamiklu hlutverki hér á landi. Tækni- framfarir í símamálum hafa verið örar á undanförn- um árum og þar hefur Landssíminn fylgzt með og fjölgar nú óðum þeim stöðum sem hafa sjálfvirkt símasamband, og í fyrradag voru teknar í notkun þr jár nýiar sjálfvirkar símstöðvar á Suðurlandi Áætl un hefur verið gerð um sjálfvirkar stöðvar í öllum kaupstöðum og kauptúnum á landinu og þess vafa- laust ekki langt að bíða, að allir sveitabæir á landinu geti einnig notið sjálfvirkrar símaþjónustu, þar sem ný tækni er komin til sögunnar, sem gerir þetta mögu legt. • Tölfræðiskýrslur greina frá þeim staðreyndum, að íslendingar séu meðal mestu símnotenda í heimi og er það athyglisverð staðreynd. Ýmsir hafa kvartað yfir því, að ástandið í símamálum þéttbýlisins mætti gjarna vera betra, og helzt ætti það að vera bannig, að menn gætu fengið síma umsvifalaust, án þess að þurfa að bíða. Þessu ber vissulega að keppa að, og þótt símstöðvatæki og sjálfvirkur búnaður stöðvanna kosti allmikið fé, greiða þéttbýlisbúar háar fjárhæð- ir árlega fyrir f'astagjöld og umfram símtöl og ættu því símavfirvöld, að kappkosta góða þjónustu í þess- um efnum. Upphaf sjónvarps er merkur áfangi í fjarskiptamál um, engu síður en tilkoma símans á sínum tíma. Landssími fslands hefur á umliðnum árum annazt veigamikla bætti í starfsemi útvarpsins, þar sem eru verkfræðistörf og margvísleg tækniþiónusta. Eins hef ur Landssími íslands innt af höndum margháttuð tæknileg undirbúningsstörf og mælingar á móttöku- skilyrðum vegna sjónvarosins. Þessi störf hafa öll ver- ið innt af hendi með mikilli prýði og er þetta hlutverk Landssímans ef til vill ekki veigaminna- en símaþjón ust'an sjálf. Eins os litvarpið hefur fært þióðina saman og sión varpið einnig mun gera, hefur síminn nú í sextíu á greitt fvrir mannlegum samskiptum, brúáð bií, flut fret4iir og biarsað mannslífum. Á komandi árum ; símí biónustan bæði í dreifbýli og ekki síður í þéttbýl árejðanlega eftir að aukast enn og batna frá því sen uú er. og að bví ber að stefna, að þessi þjónusta verð góð og almenn og frekast er unnt. eins á> október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Skólinn tekur til staría mánudaginn 3. okt. í barnaflokkum verður kennt í öllum aldursflokkum allt frá 2ja ára. í samkvæmisdönsum verður allt það kennt sem efst er á baugi. M. a. Hill-Bylly-sambda. HoppelPoppeL Sportdans, og fyrir táningana Natusi. HJÓNAFLOKKAR STEPP. í BEYKJAVÍK er skólinn til húsa í hinum nýju og glæsilegu húsakinnum að Skipholti 70 og Skátaheimil- inu. í KÓPAVOGI verður kennt í Félagsheimilinu. í KEFLAVÍK fer kennsla fram í Aðalveri. Upplýsinga og innritunarsímar frá og með 25. sept. Reykjavík: 14081 kl. 9-12 f. h. og 1-7 e. h. 30002 kl. 1-7 e. h Kópavogur. 14081 kl. 9-12 f. h. og 1-7 e. h. Keflavík: 1516 kl. 2-6 e. h. og 2391 kl 2-6 e. h. Kennt veröur alþjóðadanskerfið og nemendur þjálfaðir til að taka alþjóðadansmerkið. Upplýsingar liggja frammi í bókabúðum og víðar. Næst síðasti innritunardagur. DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS krossgötum ★ EITT YFIR ALLA. Ávísanir eru hæði vinsælt og hentugt greiðsluform, og liggur þung refsing við misnotkun þeirra. Mjög hefur verið hert á eftir- liti í þessum efnum undanfarin nokkur ár, enda er tortryggni í garð ávísana næstum horfin, en einu sinni var það svo, að margir voru næstum ófáan- legir til að taka við þeim sem greiðslu. Mörgum viðskiptamönnum bank- anna, þykir þó fjári hart að vera gert að greiða háar sektir, ef þeir misreikna sig óviljandi örlítið í hefti Sínu og gefa óafvitandi út ávísun, sem ekki er innistæða fyrir. Þetta kom til dæmis fyrir einn kunningja okkar fyrir skömmu og var upphæ'ðin, sem bankinn taldi hann hafa feilreiknað sig um átta hundruð krónur. Þeir bankamenn segjast hafa hringt heim til viðkomandi til að greina frá þessu, en hann þá vinnu sinnar vegna fjarverandi. Ekki var hægt að tjá konu hans hvernig ástatt var, held- ur voru ávísanirnar sendar beint í innheimtu án frekari aðgerða. Þetta fannst vini vorum lítil kurt- eisi af bankans hálfu, sem hann hefur átt viðskipti við í allmörg ár og velt þar all miklu fé. ★ GERA ÞARF GREINAR- MUN. Það er ekki glæpur þótt menn óviljandi misreikni sig um nokkur hundruð krón- ur, og banki, sem vill halda í viðskiptamenn sína, ætti að gefa viðkomandi kost á að leiðrétta mis- skilninginn áður en lengra er haldið. Það er hins vegar að sjálfsögðu allt annað mál, ef einhver kem- ur og leggur nokkur þúsund krónur inn á reikning til að fá tékkhefti og skrifar svo og skrifar falskar ávísanir svo lengi sem honum endist blek og pappír. Það eru þeir menn, sem á að refsa, sem vísvitandi gefa út ávísanir án þess að innistæða sé fyrir hendi. Sjálfsagt er vandratað meðalhóf- ið í þessum efnum, og skylt er að taka það fram að flestir hafa bankarnir þann sið, að gefa við- skiptamönnum sínum kost á að leiðrétta mistök af þessu tagi án þess að láta koma til strangra innheimtuaðgerða og sekta, þótt það sé ekki alls staðar gert. — K a r 1. £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.