Alþýðublaðið - 12.10.1966, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 12.10.1966, Qupperneq 10
Aðalfundur Danskenn- arasambands íslands AÐALFUNDUR Danskennara- sambands íslands var haldinn fyrir nokkru. Félagið starfar í eftirtöldum deildum: Ballet, sam- kv«mis- og barnadönsum. Þeir einir geta orðið meðlimir félags- ins, sem lokið hafa viðurkenndu innlendu eða erlendu kennara- prófi í einhverjum af framan- töldum greinum. Tilgangur félagsins er: að efla og samræma dansmennt- un í landinu, að gæta hagsmuna félagsmanna út á við og inn á við, að efla stéttvísi meðal dans- kennara, að koma í veg fyrir að réttur félagsmanna sé fyrir borð borinn í atvinnumálum, að auka dansmenntun félags- manna. Eftirtaldir skólar starfa undir merki Danskennarasambands ís- lands: Balletskóli Eddu Scheving, Balletskóli Katrínar Guðjóns- .dóttur, Balletskóli Sigríðar Ármann, Heilsuvernd HEILSUVERND, tímarit Nátt- úrulækningafélags íslands, 4.-V5. hefti, er nýkomið út og flytur m. a. þetta efni: Heimsókn í dýra- garð og útivist og hreyfing (Jón- as Kristjánsson læknir). Matvísi (Gretar Fells rithöfundur). Grein- ar um offitu og langlífi og viðtal við Pálínu Kjartansdóttur (eftir ritstjórann, Björn L. Jónsson lækni). Þýddar greinar: Aspirin hættulegt börnum, blaut baðföt valda ofkælingu, taugaveiklun Iseimast með lífsvenjubreytingu, skorinn upp 38 sinnum, orsakir gigtarsjúkdóma, lyf gagnslaus í taugaveikisbróður, kaffi veldur ofþreytu, um uppþembu, hættan af getnaðarvarnatöflum, munn- vatn og magasár, hættulegt að baða sig eftir mat o. fl. Þá eru í heftinu uppskriftir eftir Pálínu Kjartansdóttur húsmæðrakenn- ara, þátturinn spurningar og svör, féiagsfréttir o. fl. Dansskóli Heiðars Ástvalds- sonar, Dansskóli Hermanns Ragnars, Dansskóli Sigvalda — og Listdansskóli Guðnýjar Péturs- dóttur. Fundurinn lýsti ánægju sinni yfir því, hve skólastjórar barna- skólanna hefðu tekið vel í þá ný- breytni, sem DSÍ kom á framfæri, en það er danskennsla 12 ára barna í skólum. Kennarar DSÍ hafa sl. vetur kennt í þeim skól- um, sem um slíka kennslu hafa beðið, og eru mjög ánægðir með árangurinn. Hins vegar væri æski- legt, að forráðamenn skólanna sæju sér fært að útvega fullkomið húsnæði fyrir slíka starfsemi. Þrjár umsóknir bárust um upp- töku í félagið. Tveir umsækjenda, þau Jónína Karlsdóttir og Sig- valdi Þorgilsson, uppfylltu skil- yrði um inntöku í DSÍ, og voru þau því tekin inn í félagið. Samþykkt var að bjóða fyrrver- andi danskennurum inngöngu í félagið sem áhugafélagsmönnum. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, að fluttir hafa verið inn erlendir kennarar, án þess að þeir legðu fram vottorð um raunveru- lega getu í dansi. Jafnframt vill fundurinn þakka þann skilning, sem félagsmálaráðherra hefur sýnt málefnum félagsins. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því, hve lítið heyrist og sést frá Listdansskóia Þjóðleikhúss- ins. Stjórn félagsins skijpa: Edda Seheving, Heiðar Ástvaldsson. Hermann Ragnar Stefánsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Sigriður Ármann. Bifreiðaeigendur sprautum og réttum fljét afgreiðsla. Bifreiðaverkstæðið . VESTURÁS H.F. Súðarvog 30, sími 35740. Sjómannasamband Framhald af 7. síðu. þannig, að hætt verði að verð- leggja síld sérstaklega fyrir Suð- ur- og Suðvesturland og í annan stað fyrir Norður- og Austurland, heldur verði unnið að því, að verð leggja síld eftir fitu á líkan hátt og gert er í Noregi, enda verði rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins falið að annast reglulega fitu- mælingar og komið verði á mæl- ingarkerfi sem bæði kaupendur síldar og seljendur geti treyst. Þingið felur væntanlegri stjórn sambandsins, að vinna að því að þessu fyrirkomulagi verði komið á, ef rétt sýnist að lokinni at- hugun. Frá önjggismála- og allshcrjar- málanefnd. 5. þing S. S. í. minnir á fyrri samþykktir sínar um áskorun þesi|( |3fnis, að í samráði við sjómannasamtökin verði ráðnir í það minnsta tveir menn til skipa eftirlitsins er hafi það verkefni að framkvæma skyndiskoðanir í skipum, sérstaklega með það í huga að hafa eftirlit með því, að öll öryggistæki séu í því lagi er lög og reglur mæla fyrir um. Þingið viðurkennir og þakkar í þessu efni með því að fyrrver- andi skipstjóri hefur verið ráð- inn til eftirlits en skoðun þings- ins hefur verið sú, að nauðsyn- legt sé, að minnst tveir menn séu ráðnir til þessa sérstaka eftirlits. Fundurinn skorar því hér með á viðkomandi ráðuneyti að sjá svo um, að annar maður til við- bótar verði þegar í stað ráðinn til þess eftirlits og þá helzt mað- ur með þekkingu á vélum. í trausti þess að orðið verði við þessum tiimælum ‘ og áskorunum bendir fundurinn á, að til þess eftirlitið verði að notum verði fjárveiting til skipaeftirlits að vera það rífleg að báðum þessum mönnum sé fengin bifreið til nauð synlegra ferðalaga. Þingið skorar á stjórn SSÍ að beita sér fyrir því að komið verði upp trúnaðarmannakerfi samtak anna í sem flestum verstöðvum og á sem flestum skipum verði eftirlitsmanni þessum til aðstoðar. 5, þing SSÍ skorar á milliþinga nefndir þær sem nú fjalla um öryggismál að flýta störfum sín um sem mest og ítrekar í því sam bandi fyrri samþykktir til þess að samband megi hafa við íslenzk fiskveiði- og flutningaskip á á- kveðnum tíma sólarhringsins, svo fylgst verði með hvar þáu eru stödd hverju sinni, svo hjálp megi berast hið fyrsta, ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á. Þingið harmar það sleifarlag sem orðið hefir hjá Landssíma íslands á því að útvega opnum skipum og minni vélbátum hent ugár og ódýrar talstöðvar og end urtekur fyrri kröfur um að úr- bætur á þessu sviði verði gerðar hið fyrsta. 5, þing SSÍ skorar á skipaeftir lit ríkisins, að fylgja fast eftir reglum um hleðslu síldar í skip og krefst þess að mál, sem rísa vegna ofhleðslu verði tafarlaust tekin til dóms af þar til skipuð um dómstóli og vítir harðlega þann drátt, sem orðið hefir á rekstri þeirra mála. Þá vill þingið benda á, að mjög tímabært er orðið að eftirlit sé haft með sjóbúnaði þeirra skipa, sem láta úr íslenzkum höfnum, það er að frá lestaropum sé geng ið tryggilega svo og þilfarsfarmi. mmm fg %. 5. þing SSÍ beinir þeim tilmæl um til borgaryfirvaldanna í Reykjavík, að þau beiti sér fyrir byggingu sjómannastofu og verka mannaskýlis á athafnasvæði hinn ar nýju SUndahafnar í Reykjavík og framkvæmdir hefjist það fljótt að hún geti tekið til st^rfa um leið og höfnin verði tekin í notk un. Þá skorar fundurinn á Sjó mannasamband íslands og Far- manna- og fiskimannafélag ís- lands,, að stuðla að því sameigin lega að komið verði upp Sjómanna stofu í stærstu síldarmóttökustööv unum á Austurlandi svo og Vest mannaeyjum og víðar, þar sem mörg skip landa afla og eða hafa viðlegu. Þá vill þingið þakka hafn arstjórn Reykjavíkur fyrir útveg un landganga við togarabryggj- urnar en bendir á að eins þarf að gera við þær bryggjur sem báta flotinn liggur við í höfn. Flytur erindi um Suðaustur - Asíu VÆNTANLEGUR er hingað til lands næstk. fimmtudag, Banda- ríkjamaðurinn Julius C. Holmes, fyrrum ambassador. Hann mun flytja erindi á almennum fundi Stúdentafélags Reykjavíkur, sem haldinn verður í Tjarnarbúð nk. laugardag kl. 2 e. h. í erindi sínu mun Mr. Holmes ræða ástandið í Suðaustur-Asíu og skuldbinding- ar Bandaríkjamanna þar. Að er- indinu loknu mun fyrirlesari svara fyrirspurnum. Julius Holmes býr yfir mikilli reynslu á sviði bandarískra utan- ríkismála, en hann hefur gegnt störfum i ýmsum löndum, m. a. Frakklandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Englandi, Hong Kong og íran. Mr. Holmes var í Suður-Viet- Nam fyrir stuttu og er vel kunn- ugur ástandinu þar. Julius C. Holmes ALÞÝÐUBLAÐIÐ vaniar blaðburðar- fólk í eftirtalin hverfi: Miðbæ, I. og n. Höfðahverfi, Álfheima Hverfisgötu, efri og neðri, Vog@, Hringbraut, Laugarneshverfi, Kleppsholt. Tjarnargötu Laufásveg, Sörlaskjól, Miklubraut. Lönguhlíð. Laueaveg neðvi, Laugavegur efri Laugarás Skjólin Seltjarnarnes I. ■ Laugarteig Gnoðavog Eskihlíð Alþýðublaðið Sími 14900. Spilakvöld á fimmtudag Fyrsta spUakvöld Alþýðuflokkfélags Rcykjavíkur á þessum vetri verður n. k. fimmtudagskvöld, og hefst þá fyrsta þriggja kvölda keppnin, en góð verðlaun verða veitt á hverju kvöldi, auk verðlauna fyrir hverja keppni. SpUakvöldin í vetur verða haldin í Lidó, þar sem Iðnó var orðið allt of lítið fyrir starf- semina. Dansað verður á eftir hverju sinni og mun hljóm. syeit Ólafs Gauks leika fyrir ðansi. Aðalstjórnandi spila- kvöldanna verður Gunnar Vagnsson. <» <» <| c !» <» <» <» RÖSKIR SENDISVEINAR óskast hálfan eða allan daginn. Talið við afgreiðsluna, sími 14900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ. 10 12. október 1966 ~. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.