Alþýðublaðið - 30.10.1966, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Qupperneq 3
30. október 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ Óvissa ríkir í Bonn: Fer Erhard frá Bonn 29. 10. (NTB-Reuter). Leiðtogar kristilega demókrata flokksins á Vestur-þýzka sam- bandsþiniginu iiéldu fund með sér í dag til að ræða ástand það, sem skapazt hefur vegna ákvörð unar frjálsra demókrata um að slíta stjórnarsamvinnunni. Lud- wig Erhard kanzlari var ekki við staddur fundinn. Hann hélt frá Bonn snemma í morgun til Hess en þar sem hann heldur nokkrar ræður fyrir flokk sinn í sambandi við fylkiskosningarnar 6. nóvem ber. Erhard kanzlari stendur and- Aððlfundur á Eyrarbakka i| Aðalfunflur Alþýðuflokksfé- Hags Eyrarbakka verður hald 'inn í Fjölni á Eyrarbakka í idag kl. 4 e.h. Dagskrá fund iarins: Venjuleg aðalfundar- ► störf og kosning á flokksþing J Alþýðuflokksins. — Alþýðu- l flokksmenn eru hvattir til að imæta vel og stundvíslega. spænis nær óleysanlegum vanda vegna fjárlagafrumvarps stjórnar innar, en ágreiningurinn um frum vþrpið leiddi til þess að frjálsir demóki-atar sögðu sig úr stjórn 'injni. Sambandsráíðið, efri deild þingsins, felldi frumvarpið í gær og ólíklegt er, að! Erlhard fái þingið til að samþykkja frumvarp ið. Góðar heimildir herma. að Er hard geri sér vonir um að tak ast megi að fá frjálsa demókrata Framhald á 14. síðu. Heldur tvenna tónleika ■ Shura Cherkassky píanóleikari frá Bandaríkjunum heldur tón- leika fyrir styrktarfélaga Tónlist arfélagsins n.k mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 7 í Austurbæj arbíói. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mozart, Brahms og Liszt o. fí. Shura Cherkassky er heimsfræg ur píanóleikari sem heldur tón leika næstum árlega í stórborgum heimsins, bæði austan hafs og vest an. Hann kom hingað fyrir rétt um 12 árum og hélt þá tónleika fyrir Tónlistarfélagið og lék einn ig með Sinfóníuhljómsveitinni og eru þeir tónleikar mörgum minn isstæðir. i«t«JlÍÍIÉlfc Kommúnistar í Japan fylgja óháðri stefnu Tokío 29. 10. (NTB-Reuter). Japanski kommúnistaflokkurinn ákvað einróma á tíunda ársfundi sínum í dag að fylgja óháðri stefnu í hugmyndakerfideilu Rússa og Kínverja. Um það bil helmingur flokksmanna, sem fjandsamlegir eru Kínverjum, voru nýlega rekn ir úr flokknum. Á fundinum var gert hlé á umræðum um tíma þar sem því var haldið, fram að fundizt hefðu faldir hljóðnemar í fundarsalnum. Sagt var að lög reglan eða öryggisþjónustan hefði komið hljóðnemum fyrir en það hefur verið borið til baka. Saigonráðherra segir af sér Saigon 29. 10. (NTB-Reuter). Efnahagsmálartáðherra Suður- Vietnam, Au Truong Thanh, einn virtasti ráðherra Ky-stjórnarinnar sagði formlega af sér í ,dag. Hann baðst lausnar fyrir tíu dögum ásamt sex öðrum ráðherrum, en féllst á að gegna störfum unz Manilaráðstefnaunni um Vietnam væri lokið T\'eir hinna hafa dreg ið lausnarbeiðnir sínar til baka en óvíst er um afstöðu hinna ráð herranna fjögurra. Bandarískur formælandi sagði í dag, að sprenging sú sem varð í hinu stóra vopnabúri Bandaríkjá manna um 20 km. fyrir norðan Saigon í gær stafaði af skemmd arverkum Vietcongmanna. Menn úr öryggislögreglunni lentu í kúlnahríð þegar þeir rannsökuðu nokkra smáelda milli vopnaskemm anna. Skömmu síðar var skotið sprengjuvörpukúlum inn á svæð ið og þá varð sprenging. Kunnur togaraskipstjóri í viötali við Viking: Vill fá tíu skuttog- ara til Norðuriands í ATHYGLISVERÐU viötali, sem birtist í síðasta tölublaði Sjómannablaðsins Víkings, er rætt við einn kunnasta togara- skipstjóra okkar, Auðun Auð- unsson um íslenzka togaraiítgerð í dag. Fjölmargt athyglisvert kemur fram í þessu viðtali. meðal annars sagir Auðunn þar um at- vinnumálin á Norðurlandi: — Ef við íhugum erfiðleikana í atvinnumálum Norðurlands, þá m.vndu tíu skuttogarar, 500 tonna skip, áreiðanlega bæta mikið úr, og ég hef þá í huga að láta skip þessi stunda veiðar á fiskimiðun- um fyrir Norðurlandi. Einnig mætti láta skipin veiða fyrir Suð- urlandi og Austurlandi, þegar fiskur héldi sig þar. Auk þess gætu svona skip vel farið til Austur-Grænlands á vissum árs- tímum. Aðstoö USA viö Thailand aukin Bangkok 29. 10 (NTB-Reuter)-. Johnson forseti hefur heitið því að auka hernaðaraðstoð Bandaríkj manna við Thailand um þriðjung að því er Thanom Kittikachron forsætisráðherra tjáði blaðamönn um eftir að hafa rætt við John son forseta í morgun. Dean Rusk utanríkisráðherra var viðstaddur fundinn, Ekki er vitað hve hernaðarað stoð Bandaríkjanna við Thailand er mikil nú, en síðustu tölur eni frá 1963 og þá nam aðstoðin 68.5 milljónum dollara. Núverandi efnahagsaðstoð nemur 43 millj. dollara. Að sögn Kittikochorns forsætis ráðherra snerust viðræðurnar fyrst og fremst um tilraunirnar til að hraða þróuninni á lands byggðinni í Thailandi og efnahags legar þróunaráætlanir. Johnson forseti endurtók í dag áskorun sína til Hanoistjórnarinn ar um að binda endi á styrjöld ina í Vietnam og setjast að samn ingaborði. Hann sagði, er hann Þúsund missa heimili sín Einn maður beið bana og um 1000 misstu lieimili sín í jarðskjálfta í þorpinu Agrinion í Vestur-Grikk landi í dag. 11 manns slösuðust. í 10 þorpum eyðilögðust 80% allra húsa. 300 metra löng brú hrundi og hafa því samgöngur við Norð vestur-Grikkland rofnað. var gerður'heiðursdoktor háskól ans í Bangkok. — Við skulum leggja niður vopnin og setjast að ^amnipngabor'ðinui. Við skulum hefja uppbyggingarstarf. Þetta er það sem okkur er ætlað að gera og þetta er það sem af okkur er krafizt á vorum tímum. Forsetinn sagði, að Bandaríkja menn gætu verið stoltir af efna hagsaðstoð þeirri, sem þeir veittu öðrum þjóðum Þótt Bandaríkja menn bæru þungar byrðar vegna Vietnamstríðsins vonuðu þeir og væntu þess að þeir gætu ekki ein ungis haldið áfram að veita slíka aðstoð heldur aukið hana. — En er nokkur afli fyrir Norð- urlandi? — Já, oftast er þarna sæmileg- ur afli frá því í marz, fram í ágúst-september ogjiska Englend- ingar á þessum slóðum með góð- um árangri, enda eru þeir að heita má einir um hítuna. Þá er þarna talsverður karfi, sem ekki verður nýttur öðruvísi en af frystihúsunum. Og þá kemur sér Vel vegakerfið, sem verið er að ljúka við á Norðurlandi og teng- ir saman Siglufjörð, Ólafsfjörð Framhald á 14. síðu. Þing iðnnema- sambandsins 24. þing Iðnnemasambands ís lands var sett í Tjarnarbúð í fyrradag af varaforseta sambands . ins, Helga Guðmundssyni. Þingfor setar voru kjörnir þeir Hannes Ein arsson, Keflavik; Ingi Torfason, Reykjavík; og Páll Pálsson frá Ak ureyri. Samþykkt var að taka þrjú 'ný félög í sambandið. Kjöirnir voru starfsmenn og nefndir. Ávörp við þingsetningu þessa fluttu Ör lygur Geirsson, forseti Æskulýðs- sambands íslands og Keld Ander sen frá Faglig Ungdom í Kaup mannahöfn. Þingið liélt áfram í gær og því lýkur í kvöld. Skákmótið á Kúbu: Töpuðu fyrir Tyrkjum I þriðju umferð undanrása Olympíuskákmótsins á Kúbu töp uðu íslendingar fyrir Tyrkjum. Hlutu íslendingar IV2 vinning en Tyrkir 2M: vinning. Friðrik vann sinn mótstöðu mann og Freysteinn gerði jafn tefli. Guðmundur Pálmason og Ingi R. töpuðu sínum skákum Önnur úrslit í þeim riðli sem ísland er í fóru þannig að Mongólía og Indónesía eru biðskákir, og Mexíkó tapaði fyr - ir Júgóslavíu, IV2 og 2V2. Teflt er í sjö riðlum á mót inu og eru eftirtalin lönd efst með Vi vinnig hvort og þrjár hvert í sínum riðli eftir þriðju umferð. Sovétríkin eru efst í 1. riðli. Júgóslavía í öðrum riðli, Danmörk, Tékkóslóvakía Ungverjaland og Rúmenía,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.