Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.10.1966, Blaðsíða 16
 Orðabók háðskólans BARNAPÍA: Fermingarstelpa sem tekur borgun fyrir aS horfa á sjónvarp. - - HEIMILISLÆKNIR: Sjaldgæfari en geirfuglinn nú orðiS. 4 TÖNLIST: Viðurkenndur hávaði. UPPÞVOTTAVÉL: Sjá EIGINMAÐUR. VETRARVEÐUR: Eins og sumarið ætti að vera. Þegar lögmalin starfa öfugt Sá spaki segir... Ætli sjónvarpið verði ekki kallað sjóð varp, þegar kostnaður inn við það kemur í ljos? Skopmynd vikunnar Brezka stjórnin er nú farin að þreifa fyrir sér aftur um inngöngu í Efna- hagsbandalag Evr- ópu. Um það birt- ist þessi mynd ný- lega í The Times og þar fylgdi eng- inn texti með . En ef myndinni væri gefinn skýringar- texti, hlyti hann að verða á þessa leið: Þegar fjallið vill ekki koma til Múhammeðs. . , . þeir aldrei stillt sig, — nema á bæjarstjórnarfundum, þegar áheyrendur eru ekki aðrir en hinir bæjarfulltrúarnir. Annars er Hafnarfjörður um margt merkilegur bær. Þar var stjórn- leysi langtímum saman á síðast- liðnu sumri, og kvartaði þá eng- inn maður um sinn hag, en nú er búið að koma þar á „traustri og samhentri stjórn” eins og það heitir á pólitíkusamáli, og þá er samstundis búið þar til at- vinnuleysi, mitt í öllu góðærinu. Frumvarp kom fram á þingi um að gera áfengislöggjöfina enn flóknari, og hefur þó sum- um þótt hún vera nógu flókin fyrir. Ef svo heldur áfram sem liorfir, verður bráðum að taka áfengislöggjöfina upp sem kennslugrein í skólum landsins, og verður það sjálfsagt margra ára nám, og þó hætt við að mörgum takist aldrei að læra það efni til hlítar. Og þá verð- ur sjálfsagt gripið til þess í raunurum, að eiginlega er það einfaldasta verk í heimi að taka tappa úr flösku. Hundafár kom upp og breidd- ist ört út, svo að drepa þurfti hunda unnvörpum í mörgum sveitum. Norðanblöðin sögðu að fárið hefði líka lagzt á fjár- eigendur, en það fylgdi ekki með, hvort gripið hefði verið til sömu aðferðar gagnvart þeim. Annars höllumst við á Baksíð- unni fremur að því að þarna sé aðeins á ferðinni venjulegt norð lenzkt stærilæti, norðlenzk sókn til frægðar og frama. Það var nefnilega engin tilviljun, að þegar skýrt var frá því um dag- inn, að Akureyringar vildu fá sjónvarpsloftnet, sem allra fyrst, var það tekið fram, að loftnetið þyrfti að vera stórt. Blöðin liafa verið með svipuðu sniði og venjulega og prentvill- ur með líku móti og vant er. Alþýðublaðinu varð það á í viku- byrjun að skrifa Dorothy Gray í staðinn fyrir Dorothy Gray í fyr- irsögn á frétt um snyrtivarning, og vakti þessi villa óskipta gleði Morgunblaðsstorksins, sem nú varð loks fyrir þeirri óvæntu reynslu, að annað í blöðunum yrði mönnum aðhlátursefni en ritgjörðir hans. Pólitík hefur verið með venju- bundnum hætti. Alþýðubandalag- ið, sem svo kallar sig nú, hóf landsfund nú fyrir helgina, og er enn ekki vitað hvernig geng- ur í þeim herbúðum að bjarga landi og þjóð. En líklegast má tii sanns vegar færa um þann fund það sem Þjóðviljinn í gær segir í rammaklausu á forsíðu ofan við frásögnina um setningu landsfundarins. í þessum ramma segir nefnilega orðrétt: Árang- urslaus sáttafundur í gær! Við sjónvarpið Viff sjónvarpiff sit ég löngum meff sjáöldur þanin og víff og horfi á flest sem þaff flytur til fróffleiks og skemmtunar lýff. Og jafnhrifinn er ég af öllu sem okkur á skerminum flyzt. Ég drekk í mig fréttir og Flintstone og franska kvikmyndalist. Býsna hrifinn af Bjarna Ben ég um daginn var; og ekki var Eysteinn síffri er hann talaði þar. Og þarna eru fræffsluþættir um þjóffir og lönd og menn ofi franska fornaldarkónga, — ein franska kvikmyndin enn! Eftir er enn sá bezti sem öllu kippir í lag, sjálfur Simon Templar er sigrar meff glæsibrag. Meffan aff veröldin veltist og veitir oss náffartíff, við sjónvarpiff skal ég sitja meff sjáöldur þanin og víff. SÍRA SIGMUNDUR. Vikan hófst með því að mjólk lækk- aði í verði í fyrsta skipti um árabil og for- sætisráðherra fór til Sví- þjóðar í opin- bera heimsókn. Erlander lands- faðir Svía um tveggja áratuga skeið varð nefnilega fyrir áfalli um daginn og tapaði mjög fylgi í kosningum, svo að nú hefur hann gripið til þess ráðs að sýna Svíum, hvernig forsætisráð- herra úr borgaralegum stjórn- málaflokki lítur út. Engin skýr- ing hefur hins vegar fengizt á því hvers vegna mjólkin lækk- aði, og er liklegast að þar sé um að ræða eitt þeirra sjald- gæfu fyrirbæra, sem kallast kraftaverk, en þau eru í því fólg- in, að náttúrulögmáiin taka allt í einu upp á því að starfa öf- ugt. í Hafnarfirði var haldinn borgarafundur snemma í vik- unni til að skamma bæjarstjórn- ina, en auðvitað fór samt svo, að bæjarfulltrúarnir Sjálfir töl- uðu þar manna mest og skömm- uðu hver annan. Um það geta Frétta- yfiriit vikunnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.