Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 3
EFTA ríkin styðja tiiraun Wilsons LONDON, 11. nóvember (NTB-' Reuter) — Viðskiptaþjóðir Breta í Evrópu munu styðja tilraun Wilsons forsætisráðherra til að tryggja þeim aðild að Efnahags- bandalaginu, að þvi er góðar heim Flugvél ferst á Atlantshafi BOSTON, 11. nóvember (NTB- Reuter) — Fjögurra hreyfla flug- vél af gertSinni Constellation jrá Úandaríska Jhighernum hrapaði á Atlanzhafi í nótt. 12 menn voru um borð í vélinni. Flugvélin var í venjulegu eft- irlitsflugi. Skömmu eftir að hún fór frá Otis-flugstöðinni. Massa- chusetts sáu menn á fiskiskipi flugvél hrapa í sjóinn. Fiskimenn irnir fundu brak úr flugvélinni. ^ildir í Lundúnum hermdu í dag. Leiðtogar Fríverzlunarbandalags- landanna (EFTA) munu styðja hina nýju stefnu Wilsons, þegar þeir koma saman til fundar í Lundúnum 5. desember, lierma heimildirnar. Þótt Wilson muni ekki semja fyrir íhönd EFTA-Iandanna, mun stuðningur þeirra treysta aðstöðu hans, einkum í viðræðunum við Frakka, sem enn setja viss skil- yrði fyrir brekri aðild. Heimild- irnar herma, að Wilson geti vænzt stuðnings hinna fimm bandalags- þjóða Frakka í EBE — Vestur- Þýzkalands, Hollands, Belgíu, Lux emborgar og Ítalíu. Þrátt fyrir horfurnar á stuðn- ingi flestra landa Vestur-vrópu telja diplómatar í Lundúnum, að engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Frakka. í Qiinni mikilvægu yfirlýsingu sinni í Neðri málstofunni í gær reyndi Wilson a ðsneiða hjá hinum um- deildu varnarmálum, sem áttu Samið við fóstrurnar SAMNINGAR hafa tekizt milli Sumargjafar og starfsstúlkna á þarnaheimilum og opnuðu barnaheimiiin aftur eftir há- degið í gær. Sú breyting verður Tilforladelig; FTERRETNINGEB? OM * ÍSLAND m£) e,t rL2/tJ~>a,ru)kort a oÁars Meteor olo oiíke ^bstrvoLtwner á barnaheimilunum framvegis, að þau verða aðcins opin til kl. 5 á hverjum degi í staðinn fyrir 6 áður og á laugardögum til kl. 12. mikinn þátt í því, að de Gaulle forseti beitti neitunarvaldi sínu •gegn brezkri aðild 1963. Margir telja, að Nassausamning- urinn frá 1962, sem veitti Bretum rétt til að fá Polarisflugskeyti frá Bandaríkjunum, hafi sannfært Frakklandsforseta um, að Bretar vilji halda hinu sérlega sambandi sínu við Bandaríkin og að Bretar séu því ekki „sönn Evrópuþjóð“. Kunnugir telja, að Frökkum gremjist mjög sú tilhneiging Breta, að styðja stefnu Banda- ríkjanna, t.d. í Vietnammálinu og deilunum í NATO. Búizt er við, að Wilson muni Framhald á 14. síðu. Ilalldóra Bjarnadóttir, höfund ur hinnar veglegu bókar Menn ingarsjóðs um íslenzkan vefn að. Bók um íslenzkan vefnað eftir Halldóru Bjarnadóttur Út kom í gær íhjá Bókaút- gáfu Menningarsjóðs bókin Vefnaður á íslenikum heimil- um á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, eftir Halldóru Bjarna- dóttur. Er þetta vönduð bók með fjölda mynda, eru í bók inni meðal annars margar lit- myndasíður. Stefán Jónsson, arkitekt, bjó bókina undir prentun. Hallldóra Bjarnadóttir, sem nú er orðin 93 ára að aldri, er löngu landsþekkt fyrir leið- beiningar og skrif um íslenzk- an heimilisiðnað. Hefur hún um 40 ára skeið gefið út árs- ritið Hlín og jafnframt bæk- ur um vefnað og annan íslenzk an listiðnað. Hún var um tíu ára skeið skólastjóri barna- skólans á Akureyri og um fjölda ára var hún ráðunaut- ur almennings um heimilis- iðnað með styrk. frá Alþingi. Hún stofnaði tóvinnuskóla á Svalbarði við Eyjafjörð sem starfaði um árabil, þá hefur Halldóra kennt handavinnu við Kennaraskólann. Hún hef- ur farið margar ferðir með heimilisiðnaðarsýningar til Norðurlanda. Halldóra lauk kennaraprófi í Noregi 1899 og þar stundaði hún kennslu um nokkurra ára skeið. Bók Halldóru, Vefnaður á íslenzkum heimilum, er ekki kennslubók þeim skilningi, að hægt sé að setja upp eftÍF henni vef, heldur er þetta í senn lýsing starfsins og saga þessa mikilvæga heimilisiðn- aðar á fyrrgreindu tímabili. Höfundur hefur viðað að sér miklum fróðleik um þetta efni á langri ævi .Þegar í æsku, eða fyrir aldamótjn síðustu fékk Halldóra mikinn áhuga á heimilisiðnaði og átti þá hægt um vik að fræðas't af full- orðnu fólki um tæki og vinnu brögð. í formála segir Hall- dóra: Tildrög þessarar bókar eru meðal annars þau, að fyr- ir 30 árum varð það að ráði Framhald á 15. SÍðu. Bók Horrebows um ísland Þannig leit titilsíða dönsku útgáfunnar úr. Bók Nielsar Horrebows Tilforlade lige Efterretninger og Island, er komin út í íslenzkri þýðingu í fyrsta sinn. En fyrsta útgáfa bók arinnar kom út árið 1752 og var á næstu árum þýdd á mörg helztu tungumál Evrópu ig gef in út í mörgum löndum. Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum þýddi bókina en útgefandi er Bók fellsútgáfan. Nefnist bókin: Frá sagnir um ísland. Niels Horrebow var sendur af dönsku stjórninni til íslands ár ið 1749. Var sá leiðangur þáttur í rannsóknum þeim, er Danir gerðu á íslandi og hófst með land mælingum Magnúsar Arasonar á árunum upp úr 1720, en r.áði há marki með rannsóknarleiðangri þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar upp úr miðri öldinni. Horrebow davldi á f;«<<idi í tvö ár og athugaði margt. Eftir heimkomuna ritaði hann bók um rannsóknir sínar og kom hún út í Kaupmannahöfn 1752. Þegar Horrebnw lagði upp í íslands- ferð sína, var nýlega komin út bók eftir borgarstjórann í Ham- borg, Johann Anderson. Fjallaði hún um ísland og fleiri norræn lönd. íslandsfrásögn sína haf®i| Anderson eftir dönskum einokifn; arkaupmönnum, sem báru laníli og þjóð herfilega söguna. Sar i- hliða íslandslýsingu sinni hreki r Horrebow firrur Andersons. Bt fc in er fyrir margra hluta sakír merkileg heimild um land og þjóð eins og högum var háttað fyrir röskum tveim öldum. i * r.t Þýðandi ritar formála fvrir bók inni og skýringar í bókarlok. Þá' er einnig nafnaskrá, sem Jón; Gíslason tók saman. 'Nokkrari myndir og kort erú í bókinni. , 12. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐtí) 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.